Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1664 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru interferón?

Interferón eru flokkur prótína sem tilheyra ónæmisviðbrögðum líkamans. Þau eru mynduð af frumum sem hafa sýkst af sýklum (veirum, bakteríum, sníkjudýrum) eða eru mynduð gegn æxlisfrumum. Interferón finnast í öllum hryggdýrum og tilheyra svokölluðum frumuboðum (e. cytokines) sem eru stór flokkur sykurprótína sem st...

category-iconStærðfræði

Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?

Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breidd...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað?

Helgi Þór Ingason er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður MPM-náms - meistaranáms í verkefnastjórnun. Hann lauk MSc-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991 og doktorsprófi í verkfræði frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi 1994. Rannsóknir hans í doktors...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?

Svarið við þessari spurningu er ekki alveg einhlítt. Það er til dæmis ólíkt eftir löndum hvernig bati af SARS-CoV-2-sýkingu er skilgreindur og eins skiptir vitanlega máli hvort einstaklingar sem sýkjast af veirunni fá sjúkdóminn COVID-19 eða eru einkennalausir. Hér á landi fara þeir sem greinast með SARS-CoV-2-...

category-iconLæknisfræði

Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?

Erfitt er að tilgreina einn sjúkdóm sem þann banvænasta, sérstaklega þar sem áhrif sjúkdóma á fólk fara mikið eftir heilsufarsástandi hvers og eins sem og aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að kvef getur dregið alnæmissjúkling til dauða en er aðeins minniháttar kvilli fyrir þá sem eru heilbrigðir a...

category-iconBókmenntir og listir

Hver eru kennitákn grísku goðanna?

Í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Hómer skrifaði Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu átta hundruð árum fyrir Krist og eru þær ein elstu og þekktustu ritin um guðina. Einnig koma guðirnir og gyðjurnar við sögu í grískum harmleikjum eftir leikritahöfunda eins og Sófókles og Evripíd...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver var Rasmus Christian Rask?

Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn. Hann gekk í latínuskóla í Óðinsvéum og hóf síðan guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði það samt lítt þar sem hann var með allan hugann við mál og málfræði....

category-iconTrúarbrögð

Hver var Erasmus frá Rotterdam og fyrir hvað er hann þekktur?

Erasmus frá Rotterdam eða Erasmus Desiderius Rotterdamus fæddist 28. október 1466 (eða 1469) í Rotterdam á Hollandi. Hann kenndi sig ætíð við þá borg þó að hann byggi þar ekki nema fyrstu bernskuár sín. Hann var settur til mennta og eftir lát foreldra sinna 1483 var honum komið í latínuskóla í Deventer þar sem grí...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?

Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að brett...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju urðu Bítlarnir svona ótrúlega vinsælir?

Hin mikla frægð Bítlanna á sínum tíma og hin merka arfleifð þeirra hefur lengi valdið poppfræðingum heilabrotum. Af hverju þessi hljómsveit? Af hverju þá? Með öðrum orðum, hvernig gat þetta gerst og hvaða þættir stuðluðu að þessu? Bækur um Bítlanna verða fleiri og fleiri eftir því sem árin líða og almenningur v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig leit Reykjavík út árið 1918?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar borg var Reykjavík árið 1918, hvernig var umhorfs í borginni þá? Árið 1918 var Reykjavík bær með nálægt 15.000 íbúum. Fátt í bæjarmynd og skipulagi bar þess vott að þar væri höfuðborg fullvalda ríkisins. Með tilkomu heimastjórnar árið 1904 fóru ýmsir að velta fyrir s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp ljósaperuna?

Að því marki sem réttmætt er að benda á einn tiltekinn einstakling, þá er það bandaríski uppfinningamaðurin Thomas Alva Edison. Eins og flestar aðrar uppgötvanir átti ljósaperan sér aðdraganda. Breski efnafræðingurinn Sir Humphry Davy gerði fyrstur manna tilraunir með svokallaða ljósboga þar sem rafstraumur er ...

category-iconFélagsvísindi

Hver var verðbólgan árið 1983?

Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225%...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er glerharpa?

Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761. Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tón...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?

Orðin tungl og vatn eru vissulega erfið rímorð. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:21-22) segir frá því að Kolbeinn Jöklaskáld og kölski hafi samið um að kveðast á og skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi. Fyrri hluta nætur átti kölski að yrkja fyrri partinn en Kolbeinn að botna en síðari hluta nætur orti ...

Fleiri niðurstöður