Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að bretta upp ermarnar. Sovétríkin höfðu þá verið til í 63 ár eða frá árinu 1922 og stjórnað af Jósef Stalín (til 1953), Nikita Krústsjov (til 1964), Leoníd Brésnev (til 1982) og þeim Júrí Andropov og Konstantín Tsjérnenko, sem báðir voru mjög stutt í starfi og létust báðir sem aðalritarar, eins og Stalín og Brésnev.

Mikhail Gorbachev, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna 1985-1991.

Landbúnaðarhagfræðingurinn Gorbachev var nýorðinn 54 ára þegar hann tók við embætti. Hann sá strax þörfina á því að opna og betrumbæta sovéskt samfélag, sem hafði farið inn í stöðnunartímabil í stjórnartíð Brésnevs, eða jafnvel fyrr. Þjóðarframleiðslan hafði dregist saman og framlög til varnarmála voru að sliga ríkiskassann. Hinni gríðarlegu iðnvæðingu sem Stalín hafði sett í gang á valdatíma sínum og hélt áfram undi Krústsjev var í raun lokið eða á henni hafði hægt verulega.

Það var alltaf takmark hins grimma leiðtoga, Georgíumannsins Jósefs Stalíns, að ná Vesturlöndum með tilliti til iðn- og tækniþróunar. Vissulega tókst þetta á mörgum sviðum, enda vakti það gríðarlega athygli þegar Rússum tókst að senda fyrst gervihnöttinn, Spútnik, út í geim árið 1957 og fyrsta manninn líka, Júrí Gagarín, árið 1961. Sagt er að Bandaríkjamenn hafi orðið æfir yfir þessu og heitið því að verða fyrstir til tunglsins.

Til að reyna að endurræsa sovéska efnahagsmótorinn um miðjan áttunda áratuginn kynnti Gorbachev í raun þrjár áætlanir eða grunnhugmyndir:
  1. Glasnost (Opnun)
  2. Perestroika (Endurskipulagning)
  3. Demokratizatsiya (Lýðræðisvæðing)

Grunnhugmynd Glasnost var í raun að auka gagnsæi í hinu sovéska kerfi, í stofnunum samfélagsins, en þær höfðu fram að þessu verið þegnunum sem lokuð bók, enda Sovétríkin í eðli sínu alræðisríki.

Perestroika átti eins nafnið bendir til að vera áætlun um gagngera endurskoðun og endurskipulagningu á hinu staðnaða sovéska framleiðslukerfi, sem og hinu pólitíska kerfi. Með þessari stefnu var meðal annars opnað á markaðslausnir að hluta til, þó svo að ekki hafi verið ætlunin að binda enda á áætlunarbúskapinn. Ef til vill má segja að hér sé um innbyggðan galla að ræða, það verður ekki bæði sleppt og haldið. Einnig má bæta því við að sjálfstæði ráðuneyta var aukið með þessari stefnu og fengu þau því meira athafnafrelsi.

Þriðja atriðið, Demokratizatsiya, var kynnt árið 1987 og snerist um að opna fyrir fleiri en einn frambjóðanda innan hins kommúnistíska kerfis, en ekki koma á fjölflokkakerfi, það er að fleiri en einn flokkur gæti boðið fram.

Tómar hillur voru ekki óalgeng sjón síðustu árin fyrir hrun Sovétríkjanna þar sem skortur á nauðsynjavörum var mikill.

Í stuttu máli fóru allar þessar áætlanir forgörðum og má kannski í sem fæstum orðum segja að það hafi verið „of seint í rassinn gripið.“ Sovétmenn/Rússar voru líka sennilega búnir að missa þolinmæðina. Viðvarandi skortur á nauðsynjavörum var til dæmis hið „eðlilega“ ástand fyrir almenning í landinu, en ýmsir forréttindahópar gátu nálgast vestrænan varning í svokölluðum dollarabúðum þar sem sem sovéska rúblan var hvergi sjáanleg.

Í bókinni What went wrong with Perestroika eftir Marshall I. Goldman segir að Gorbachev hafi ekki getað notfært sér til fullnustu (og jafnvel litið framhjá) þau tæki sem nauðsynleg eru til að framkvæma jafn umfangsmiklar endurbætur og hann ætlaði sér að gera; samyrkjubúin, sveigjanlegt verðlag, fjölskyldurekstur og samvinnurekstrarformið. Og samkvæmt tölum frá The Maddison Project, þar sem reiknaðir eru allskyns efnahagsvísar, var hagvöxtur árunum 1985-1991 neikvæður um að meðaltali 1,3% í Sovétríkjunum, sem þýðir að um stöðugan samdrátt var að ræða.

Segja má að fljótlega eftir að Gorbachev tók við hafi örvænting og vonbrigði almennra borgara í Sovétríkjunum, sem og innan stjórnkerfisins, farið stöðugt vaxandi. Vinsældir Gorbachevs heimafyrir minnkuðu stöðugt, en erlendis naut hann velvildar og mikilla vinsælda, enda var hann „ný tegund“ af leiðtoga.

Sovéskir hermenn á leið heim frá Afganistan. Stríðið í Afganistan var mjög kostnaðarsamt og átti án efa þátt í þeim efnahagsþrengingum sem Sovétríkin glímdu við árin fyrir hrun þeirra.

Árið 1989 drógu Sovétmenn herlið sitt til baka frá Afganistan, en þangað réðust þeir inn árið 1979, til þess að koma í veg fyrir gagnbyltingu gegn þáverandi stjórn sósíalista. Stríðið í Afganistan hefur verið kalla Víetnam-Sovétmanna og var það þeim gríðarlega kostnaðarsamt. Þeir misstu um 15.000 hermenn, en talið er að allt að 1,5 milljónir óbreyttra borgara hafi fallið og 5 milljónir hrakist á flótta.

En stærsti naglinn í líkkistu Sovétríkjanna kom í ágúst árið 1991, þegar hópur harðlínumanna reyndi að ræna völdum á meðan Gorbachev var í fríi í sumarhúsi sínu við Svartahaf (á Krímskaga). Þessi valdaránstilraun var gjörsamlega misheppnuð og er ef til vill ágætt dæmi um það hvernig á ekki að fremja valdarán. Aðgerðir voru illa skipulagðar og samhæfðar og mistókst valdaræningjunum til dæmis að taka völdin á öllum mikilvægum stöðum samtímis.

Boris Jeltsín (1931-2007) mótmælti valdaránstilraun harðlínumanna 1991 með frægri ræðu sem hann flutti fyrir framan þinghúsið í Moskvu standandi á skriðdreka.

Það sem gerðist hinsvegar í því upplausnarástandi sem ríkti þessa daga í Moskvu (19. - 21. ágúst 1991) var að Boris Jeltsín, sem þá var orðinn æðsti leiðtogi Rússa og rússneska lýðveldisins, tók af skarið og tókst með aðstoð almennings að brjóta valdaránið á bak aftur. Jeltsín hélt til dæmis mjög fræga ræða á skriðdreka fyrir utan Hvíta húsið í Moskvu (aðsetur rússneska þingsins) og skipti hún sköpum. Þá studdu atkvæðamiklir hershöfðingjar eins og Alexander Lebed (stríðshetja frá Afganistan) Jeltsín og almenning, en ekki valdaræningjana.

Upp frá þessu var ekki aftur snúið og smám saman tapaði Gorbachev öllum sínum völdum og á jóladag sagði hann af sér. Jeltsín átti sviðið og stjórnaði Rússlandi fram til áramótanna árið 1999, þegar hann útnefndi Vladimír Pútín sem eftirmann sinn.

En það má nefna fleiri þætti sem höfðu áhrif á hrun Sovétríkjanna:
  • Almenningur var ekki lengur hræddur og þorði að segja skoðun sína.
  • Járntjaldið hafði hrunið í Austur-Evrópu og fall Berlínarmúrsins 1989 hafði mikil áhrif.
  • Þróunin í frelsisátt í Eystrasaltsríkjunum skipti einnig máli, en þau lýstu öll yfir sjálfstæði frá Sovétmönnum (sem hernámu þau í seinni heimsstyrjöld) á árunum 1988-1990.
  • Úkraína lýsti yfir sjálfstæði 24.ágúst, í kjölfar valdaránsins. Leiðtogar Úkraínu vildu fara sínar eigin leiðir.

Niðurstaða: Gorbachev misheppnaðist á heimavelli en var gríðarlega vinsæll á útivelli og náði mun meiri árangri þar. Allar tilraunir hans til að halda Sovétríkjunum saman misheppnuðust.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

stjórnmálafræðingur

Útgáfudagur

8.1.2015

Síðast uppfært

9.3.2020

Spyrjandi

Tinna Hauksdóttir, Arndís Lilja Þórisdóttir, Ragnar Jóhannsson, Berglind Magnúsdóttir, Tómas Helgi Tómasson

Tilvísun

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. „Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22451.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. (2015, 8. janúar). Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22451

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. „Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?
Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að bretta upp ermarnar. Sovétríkin höfðu þá verið til í 63 ár eða frá árinu 1922 og stjórnað af Jósef Stalín (til 1953), Nikita Krústsjov (til 1964), Leoníd Brésnev (til 1982) og þeim Júrí Andropov og Konstantín Tsjérnenko, sem báðir voru mjög stutt í starfi og létust báðir sem aðalritarar, eins og Stalín og Brésnev.

Mikhail Gorbachev, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna 1985-1991.

Landbúnaðarhagfræðingurinn Gorbachev var nýorðinn 54 ára þegar hann tók við embætti. Hann sá strax þörfina á því að opna og betrumbæta sovéskt samfélag, sem hafði farið inn í stöðnunartímabil í stjórnartíð Brésnevs, eða jafnvel fyrr. Þjóðarframleiðslan hafði dregist saman og framlög til varnarmála voru að sliga ríkiskassann. Hinni gríðarlegu iðnvæðingu sem Stalín hafði sett í gang á valdatíma sínum og hélt áfram undi Krústsjev var í raun lokið eða á henni hafði hægt verulega.

Það var alltaf takmark hins grimma leiðtoga, Georgíumannsins Jósefs Stalíns, að ná Vesturlöndum með tilliti til iðn- og tækniþróunar. Vissulega tókst þetta á mörgum sviðum, enda vakti það gríðarlega athygli þegar Rússum tókst að senda fyrst gervihnöttinn, Spútnik, út í geim árið 1957 og fyrsta manninn líka, Júrí Gagarín, árið 1961. Sagt er að Bandaríkjamenn hafi orðið æfir yfir þessu og heitið því að verða fyrstir til tunglsins.

Til að reyna að endurræsa sovéska efnahagsmótorinn um miðjan áttunda áratuginn kynnti Gorbachev í raun þrjár áætlanir eða grunnhugmyndir:
  1. Glasnost (Opnun)
  2. Perestroika (Endurskipulagning)
  3. Demokratizatsiya (Lýðræðisvæðing)

Grunnhugmynd Glasnost var í raun að auka gagnsæi í hinu sovéska kerfi, í stofnunum samfélagsins, en þær höfðu fram að þessu verið þegnunum sem lokuð bók, enda Sovétríkin í eðli sínu alræðisríki.

Perestroika átti eins nafnið bendir til að vera áætlun um gagngera endurskoðun og endurskipulagningu á hinu staðnaða sovéska framleiðslukerfi, sem og hinu pólitíska kerfi. Með þessari stefnu var meðal annars opnað á markaðslausnir að hluta til, þó svo að ekki hafi verið ætlunin að binda enda á áætlunarbúskapinn. Ef til vill má segja að hér sé um innbyggðan galla að ræða, það verður ekki bæði sleppt og haldið. Einnig má bæta því við að sjálfstæði ráðuneyta var aukið með þessari stefnu og fengu þau því meira athafnafrelsi.

Þriðja atriðið, Demokratizatsiya, var kynnt árið 1987 og snerist um að opna fyrir fleiri en einn frambjóðanda innan hins kommúnistíska kerfis, en ekki koma á fjölflokkakerfi, það er að fleiri en einn flokkur gæti boðið fram.

Tómar hillur voru ekki óalgeng sjón síðustu árin fyrir hrun Sovétríkjanna þar sem skortur á nauðsynjavörum var mikill.

Í stuttu máli fóru allar þessar áætlanir forgörðum og má kannski í sem fæstum orðum segja að það hafi verið „of seint í rassinn gripið.“ Sovétmenn/Rússar voru líka sennilega búnir að missa þolinmæðina. Viðvarandi skortur á nauðsynjavörum var til dæmis hið „eðlilega“ ástand fyrir almenning í landinu, en ýmsir forréttindahópar gátu nálgast vestrænan varning í svokölluðum dollarabúðum þar sem sem sovéska rúblan var hvergi sjáanleg.

Í bókinni What went wrong with Perestroika eftir Marshall I. Goldman segir að Gorbachev hafi ekki getað notfært sér til fullnustu (og jafnvel litið framhjá) þau tæki sem nauðsynleg eru til að framkvæma jafn umfangsmiklar endurbætur og hann ætlaði sér að gera; samyrkjubúin, sveigjanlegt verðlag, fjölskyldurekstur og samvinnurekstrarformið. Og samkvæmt tölum frá The Maddison Project, þar sem reiknaðir eru allskyns efnahagsvísar, var hagvöxtur árunum 1985-1991 neikvæður um að meðaltali 1,3% í Sovétríkjunum, sem þýðir að um stöðugan samdrátt var að ræða.

Segja má að fljótlega eftir að Gorbachev tók við hafi örvænting og vonbrigði almennra borgara í Sovétríkjunum, sem og innan stjórnkerfisins, farið stöðugt vaxandi. Vinsældir Gorbachevs heimafyrir minnkuðu stöðugt, en erlendis naut hann velvildar og mikilla vinsælda, enda var hann „ný tegund“ af leiðtoga.

Sovéskir hermenn á leið heim frá Afganistan. Stríðið í Afganistan var mjög kostnaðarsamt og átti án efa þátt í þeim efnahagsþrengingum sem Sovétríkin glímdu við árin fyrir hrun þeirra.

Árið 1989 drógu Sovétmenn herlið sitt til baka frá Afganistan, en þangað réðust þeir inn árið 1979, til þess að koma í veg fyrir gagnbyltingu gegn þáverandi stjórn sósíalista. Stríðið í Afganistan hefur verið kalla Víetnam-Sovétmanna og var það þeim gríðarlega kostnaðarsamt. Þeir misstu um 15.000 hermenn, en talið er að allt að 1,5 milljónir óbreyttra borgara hafi fallið og 5 milljónir hrakist á flótta.

En stærsti naglinn í líkkistu Sovétríkjanna kom í ágúst árið 1991, þegar hópur harðlínumanna reyndi að ræna völdum á meðan Gorbachev var í fríi í sumarhúsi sínu við Svartahaf (á Krímskaga). Þessi valdaránstilraun var gjörsamlega misheppnuð og er ef til vill ágætt dæmi um það hvernig á ekki að fremja valdarán. Aðgerðir voru illa skipulagðar og samhæfðar og mistókst valdaræningjunum til dæmis að taka völdin á öllum mikilvægum stöðum samtímis.

Boris Jeltsín (1931-2007) mótmælti valdaránstilraun harðlínumanna 1991 með frægri ræðu sem hann flutti fyrir framan þinghúsið í Moskvu standandi á skriðdreka.

Það sem gerðist hinsvegar í því upplausnarástandi sem ríkti þessa daga í Moskvu (19. - 21. ágúst 1991) var að Boris Jeltsín, sem þá var orðinn æðsti leiðtogi Rússa og rússneska lýðveldisins, tók af skarið og tókst með aðstoð almennings að brjóta valdaránið á bak aftur. Jeltsín hélt til dæmis mjög fræga ræða á skriðdreka fyrir utan Hvíta húsið í Moskvu (aðsetur rússneska þingsins) og skipti hún sköpum. Þá studdu atkvæðamiklir hershöfðingjar eins og Alexander Lebed (stríðshetja frá Afganistan) Jeltsín og almenning, en ekki valdaræningjana.

Upp frá þessu var ekki aftur snúið og smám saman tapaði Gorbachev öllum sínum völdum og á jóladag sagði hann af sér. Jeltsín átti sviðið og stjórnaði Rússlandi fram til áramótanna árið 1999, þegar hann útnefndi Vladimír Pútín sem eftirmann sinn.

En það má nefna fleiri þætti sem höfðu áhrif á hrun Sovétríkjanna:
  • Almenningur var ekki lengur hræddur og þorði að segja skoðun sína.
  • Járntjaldið hafði hrunið í Austur-Evrópu og fall Berlínarmúrsins 1989 hafði mikil áhrif.
  • Þróunin í frelsisátt í Eystrasaltsríkjunum skipti einnig máli, en þau lýstu öll yfir sjálfstæði frá Sovétmönnum (sem hernámu þau í seinni heimsstyrjöld) á árunum 1988-1990.
  • Úkraína lýsti yfir sjálfstæði 24.ágúst, í kjölfar valdaránsins. Leiðtogar Úkraínu vildu fara sínar eigin leiðir.

Niðurstaða: Gorbachev misheppnaðist á heimavelli en var gríðarlega vinsæll á útivelli og náði mun meiri árangri þar. Allar tilraunir hans til að halda Sovétríkjunum saman misheppnuðust.

Heimildir og myndir:

...