Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru interferón?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Interferón eru flokkur prótína sem tilheyra ónæmisviðbrögðum líkamans. Þau eru mynduð af frumum sem hafa sýkst af sýklum (veirum, bakteríum, sníkjudýrum) eða eru mynduð gegn æxlisfrumum. Interferón finnast í öllum hryggdýrum og tilheyra svokölluðum frumuboðum (e. cytokines) sem eru stór flokkur sykurprótína sem stuðla að samskiptum milli frumna til að vekja varnarviðbrögð ónæmiskerfisins. Nafn interferóna vísar til þess að þau trufla (e. interfere) fjölgun veiruagna innan hýsilfrumna (frumna sem hafa sýkst af veiru). Þetta gera þau ekki beint heldur örva þau sýktar frumur og aðrar frumur í grennd við þær til að mynda prótín sem hindra fjölgun veira inni í þeim.

Interferón eru flokkur prótína sem gædd eru ónæmisstýrandi, veirudrepandi og frumubælandi eiginleikum og hefur bæði örvandi og dempandi áhrif á ofnæmiskerfið.

Interferón gegna einnig öðrum hlutverkum eins og að virkja ónæmisfrumur svo sem náttúrlegar drápsfrumur og stórætur (e. macrophages); þau örva vakasýningu (e. antigen presentation) fyrir T-ónæmisfrumum og auka með því líkur á að borin séu kennsl á sýkla og æxlisfrumur; og þau auka getu ósýktra hýsilfrumna að standast nýjar veirusýkingar. Í grófum dráttum draga þau úr virkjun B-frumna ónæmiskerfisins en örva virkjun T-frumna og frumudauða af völdum náttúrulegra drápsfrumna. Sum einkenni, eins og vöðvaverkir og hiti, tengjast myndun interferóna á meðan á sýkingum stendur.

Tíu mismunandi interferón hafa greinst í spendýrum og hefur sjö þeirra verið lýst í mönnum. Þau koma fyrir í þremur formum - alfa-, beta- og gamma-formi. Þau tilheyra síðan tveimur mismunandi gerðum - alfa- og beta-formin tilheyra gerð I og gamma-formið gerð II. Þessi skipting í gerðir byggist á hvaða frumur mynda interferónin og starfræn einkenni prótínsins (interferónsins). Næstum allar frumur geta myndað interferón af gerð I þegar þær eru örvaðar af veiru og er aðalhlutverk þeirra að vekja mótstöðu gegn veirum í frumunum. Interferón af gerð II eru eingöngu mynduð af náttúrlegum drápsfrumum og T-frumum og er aðalhlutverk þeirra að vekja ónæmiskerfið til að bregðast við sýklum eða æxlisvexti.

Interferón eru notuð til að meðhöndla lifrarbólgu B og C, sem viðbótarmeðferð við ýmsum krabbameinum og við MS-sjúkdómi.

Frá því á áttunda áratugnum hafa interferón verið notuð sem lyf gegn ýmsum sjúkdómum eins og sumum tegundum krabbameina, til dæmis nýrnakrabbamein og sumum gerðum af hvítblæði, MS og öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

15.4.2014

Spyrjandi

Kristinn Ingólfsson, f. 1996

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru interferón?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65035.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 15. apríl). Hvað eru interferón? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65035

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru interferón?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65035>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru interferón?
Interferón eru flokkur prótína sem tilheyra ónæmisviðbrögðum líkamans. Þau eru mynduð af frumum sem hafa sýkst af sýklum (veirum, bakteríum, sníkjudýrum) eða eru mynduð gegn æxlisfrumum. Interferón finnast í öllum hryggdýrum og tilheyra svokölluðum frumuboðum (e. cytokines) sem eru stór flokkur sykurprótína sem stuðla að samskiptum milli frumna til að vekja varnarviðbrögð ónæmiskerfisins. Nafn interferóna vísar til þess að þau trufla (e. interfere) fjölgun veiruagna innan hýsilfrumna (frumna sem hafa sýkst af veiru). Þetta gera þau ekki beint heldur örva þau sýktar frumur og aðrar frumur í grennd við þær til að mynda prótín sem hindra fjölgun veira inni í þeim.

Interferón eru flokkur prótína sem gædd eru ónæmisstýrandi, veirudrepandi og frumubælandi eiginleikum og hefur bæði örvandi og dempandi áhrif á ofnæmiskerfið.

Interferón gegna einnig öðrum hlutverkum eins og að virkja ónæmisfrumur svo sem náttúrlegar drápsfrumur og stórætur (e. macrophages); þau örva vakasýningu (e. antigen presentation) fyrir T-ónæmisfrumum og auka með því líkur á að borin séu kennsl á sýkla og æxlisfrumur; og þau auka getu ósýktra hýsilfrumna að standast nýjar veirusýkingar. Í grófum dráttum draga þau úr virkjun B-frumna ónæmiskerfisins en örva virkjun T-frumna og frumudauða af völdum náttúrulegra drápsfrumna. Sum einkenni, eins og vöðvaverkir og hiti, tengjast myndun interferóna á meðan á sýkingum stendur.

Tíu mismunandi interferón hafa greinst í spendýrum og hefur sjö þeirra verið lýst í mönnum. Þau koma fyrir í þremur formum - alfa-, beta- og gamma-formi. Þau tilheyra síðan tveimur mismunandi gerðum - alfa- og beta-formin tilheyra gerð I og gamma-formið gerð II. Þessi skipting í gerðir byggist á hvaða frumur mynda interferónin og starfræn einkenni prótínsins (interferónsins). Næstum allar frumur geta myndað interferón af gerð I þegar þær eru örvaðar af veiru og er aðalhlutverk þeirra að vekja mótstöðu gegn veirum í frumunum. Interferón af gerð II eru eingöngu mynduð af náttúrlegum drápsfrumum og T-frumum og er aðalhlutverk þeirra að vekja ónæmiskerfið til að bregðast við sýklum eða æxlisvexti.

Interferón eru notuð til að meðhöndla lifrarbólgu B og C, sem viðbótarmeðferð við ýmsum krabbameinum og við MS-sjúkdómi.

Frá því á áttunda áratugnum hafa interferón verið notuð sem lyf gegn ýmsum sjúkdómum eins og sumum tegundum krabbameina, til dæmis nýrnakrabbamein og sumum gerðum af hvítblæði, MS og öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum.

Heimildir og myndir:

...