Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var verðbólgan árið 1983?

Gylfi Magnússon

Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225% verðbólgu á ári.

Verðbólgan fór alvarlega úr böndunum síðari hluta ársins 1982. Í september það ár hækkaði vísitalan um 8,4%. Verðbólgan róaðist ekki fyrr en ári síðar.

Í september 1983 hækkaði vísitalan um 0,5% á milli mánaða og var það í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem hún hækkaði um minna en 1% á milli mánaða. Næstu tólf mánuði á undan, það er frá ágúst 1982 til ágúst 1983, hækkaði vísitalan um 103%, en það þýðir að verðlag ríflega tvöfaldaðist á tólf mánuðum. Það þýðir þá auðvitað líka að sá sem átti peningaseðil í ágúst 1982 gat keypt helmingi minna fyrir hann í ágúst 1983.

Verðbólgan allt árið 1983, það er frá janúar 1983 til janúar 1984, mældist rúm 70%.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega hljóðað spurningin svona:

Hvað fór verðbólgan hæst í prósentum árið 1983? Hver var heildarverðbólgan yfir árið?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.1.2003

Spyrjandi

Baldvin Már Baldvinsson,
f. 1985

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver var verðbólgan árið 1983?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2998.

Gylfi Magnússon. (2003, 13. janúar). Hver var verðbólgan árið 1983? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2998

Gylfi Magnússon. „Hver var verðbólgan árið 1983?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2998>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var verðbólgan árið 1983?
Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225% verðbólgu á ári.

Verðbólgan fór alvarlega úr böndunum síðari hluta ársins 1982. Í september það ár hækkaði vísitalan um 8,4%. Verðbólgan róaðist ekki fyrr en ári síðar.

Í september 1983 hækkaði vísitalan um 0,5% á milli mánaða og var það í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem hún hækkaði um minna en 1% á milli mánaða. Næstu tólf mánuði á undan, það er frá ágúst 1982 til ágúst 1983, hækkaði vísitalan um 103%, en það þýðir að verðlag ríflega tvöfaldaðist á tólf mánuðum. Það þýðir þá auðvitað líka að sá sem átti peningaseðil í ágúst 1982 gat keypt helmingi minna fyrir hann í ágúst 1983.

Verðbólgan allt árið 1983, það er frá janúar 1983 til janúar 1984, mældist rúm 70%.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega hljóðað spurningin svona:

Hvað fór verðbólgan hæst í prósentum árið 1983? Hver var heildarverðbólgan yfir árið?
...