Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Helgi Þór Ingason er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður MPM-náms - meistaranáms í verkefnastjórnun. Hann lauk MSc-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991 og doktorsprófi í verkfræði frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi 1994. Rannsóknir hans í doktorsnámi lutu að endurbótum á framleiðsluferlum í stóriðju, nánar tiltekið gerði hann tilraunir með framleiðslu á kísiljárni í 33 megawatta framleiðsluofni Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga.

Frá aldamótum hafa rannsóknir Helga einkum snúist um verkefnastjórnun og gæðastjórnun.

Helgi Þór hóf störf við Verkfræðideild Háskóla Íslands árið 2000 og frá þeim tíma hafa rannsóknir hans einkum snúist um verkefnastjórnun og gæðastjórnun. Greinar eftir Helga Þór hafa birst í fagtímaritum á þessum sviðum, meðal annars í Internantional Journal of Project Management (IJPM) og Project Management Journal (PMJ). Rannsóknir Helga Þórs hafa meðal annars snúist um inntak og stöðu verkefnastjórnunar og útbreiðslu hennar á heimsvísu. Rannsóknir hans á sviðum gæðastjórnunar hafa meðal annars beinst að aðferðafræði við innleiðingu gæðastjórnunarkerfa og stöðu gæðastjórnunar í verkefnadrifnum fyrirtækjum.

Helgi Þór hefur lagt áherslu á að fjalla um rannsóknir sínar á innlendum vettvangi, einkum í Árbók Verkfræðingafélagsins og Verktækni. Forlagið gaf út eftir hann bókina Gæðastjórnun árið 2015 og bókin Afburðastjórnun kom út hjá Forlaginu 2017, og er Helgi Þór annar höfunda hennar. Helgi Þór hefur einnig starfað með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum og liðsinnt þeim á sviðum verkefnastjórnunar, gæðastjórnunar og stefnumótunar. Helgi Þór var forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur um nokkurra mánaða skeið á árunum 2010-2011.

Helgi Þór hefur stundað rannsóknir með vísindamönnum við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, á vinnuumhverfi og öryggi starfsfólks í heilbrigðisþjónustu, og hafa þær birst í fagtímaritum á sviði hjúkrunar. Einnig hefur hann rannsakað framleiðsluferli í áliðnaði og hefur birt niðurstöður rannsókna á endurvinnslu álgjalls í Journal of Metals. Þar var byggt á tilviksgreiningum og þróunarstarfi á Íslandi.

Helgi Þór var samræmandi rannsókna hjá Alþjóðasamtökum Verkefnastjórnunarfélaga (IPMA) 2013-2018, hélt þar utan um árleg rannsóknaverðlaun í verkefnastjórnun og tók þátt í að undirbúa og halda alþjóðlegar rannsóknaráðstefnur á vegum samtakanna víða um heim. Hann hlaut heiðursmerki Verkfræðingafélagsins árið 2016.

Helgi Þór er virkur tónlistarmaður, hann er laga- og textahöfundur, píanóleikari og harmonikuleikari.

Frá árinu 2002 hefur Helgi Þór unnið náið með Dr. Hauki Inga Jónassyni lektor við Háskólann í Reykjavík og saman hafa þeir þróað námsbrautir á grunn- og framhaldsstigi háskóla á sviðum verkefnastjórnunar, og skrifað bækur um tengd efni á íslensku og ensku. Þar skal einkum telja bókaröðina Stefnumótunarfærni, Leiðtogafærni, Skipulagsfærni og Samskiptafærni sem kom út hjá Forlaginu 2011-2012 og er notuð í kennslu í mörgum skólum. Bókaröðin hefur verið þýdd á ensku og kemur út á vegum Taylor Francis-útgáfunnar í Bretlandi.

Helgi Þór er virkur tónlistarmaður, hann er laga- og textahöfundur, píanóleikari og harmonikuleikari. Hann starfar meðal annars með hljómsveitum South River Band og Kólgu hefur komið að útgáfu alls sjö hljómdiska með þessum sveitum. Að auki kom sólódiskur Helga Þórs út árið 2013. Hann ber heitið Gamla hverfið og geymir frumsamin lög og texta.

Myndir:
  • Úr safni HÞI.

Útgáfudagur

28.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 28. október 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76403.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 28. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76403

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76403>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað?
Helgi Þór Ingason er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður MPM-náms - meistaranáms í verkefnastjórnun. Hann lauk MSc-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991 og doktorsprófi í verkfræði frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi 1994. Rannsóknir hans í doktorsnámi lutu að endurbótum á framleiðsluferlum í stóriðju, nánar tiltekið gerði hann tilraunir með framleiðslu á kísiljárni í 33 megawatta framleiðsluofni Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga.

Frá aldamótum hafa rannsóknir Helga einkum snúist um verkefnastjórnun og gæðastjórnun.

Helgi Þór hóf störf við Verkfræðideild Háskóla Íslands árið 2000 og frá þeim tíma hafa rannsóknir hans einkum snúist um verkefnastjórnun og gæðastjórnun. Greinar eftir Helga Þór hafa birst í fagtímaritum á þessum sviðum, meðal annars í Internantional Journal of Project Management (IJPM) og Project Management Journal (PMJ). Rannsóknir Helga Þórs hafa meðal annars snúist um inntak og stöðu verkefnastjórnunar og útbreiðslu hennar á heimsvísu. Rannsóknir hans á sviðum gæðastjórnunar hafa meðal annars beinst að aðferðafræði við innleiðingu gæðastjórnunarkerfa og stöðu gæðastjórnunar í verkefnadrifnum fyrirtækjum.

Helgi Þór hefur lagt áherslu á að fjalla um rannsóknir sínar á innlendum vettvangi, einkum í Árbók Verkfræðingafélagsins og Verktækni. Forlagið gaf út eftir hann bókina Gæðastjórnun árið 2015 og bókin Afburðastjórnun kom út hjá Forlaginu 2017, og er Helgi Þór annar höfunda hennar. Helgi Þór hefur einnig starfað með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum og liðsinnt þeim á sviðum verkefnastjórnunar, gæðastjórnunar og stefnumótunar. Helgi Þór var forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur um nokkurra mánaða skeið á árunum 2010-2011.

Helgi Þór hefur stundað rannsóknir með vísindamönnum við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, á vinnuumhverfi og öryggi starfsfólks í heilbrigðisþjónustu, og hafa þær birst í fagtímaritum á sviði hjúkrunar. Einnig hefur hann rannsakað framleiðsluferli í áliðnaði og hefur birt niðurstöður rannsókna á endurvinnslu álgjalls í Journal of Metals. Þar var byggt á tilviksgreiningum og þróunarstarfi á Íslandi.

Helgi Þór var samræmandi rannsókna hjá Alþjóðasamtökum Verkefnastjórnunarfélaga (IPMA) 2013-2018, hélt þar utan um árleg rannsóknaverðlaun í verkefnastjórnun og tók þátt í að undirbúa og halda alþjóðlegar rannsóknaráðstefnur á vegum samtakanna víða um heim. Hann hlaut heiðursmerki Verkfræðingafélagsins árið 2016.

Helgi Þór er virkur tónlistarmaður, hann er laga- og textahöfundur, píanóleikari og harmonikuleikari.

Frá árinu 2002 hefur Helgi Þór unnið náið með Dr. Hauki Inga Jónassyni lektor við Háskólann í Reykjavík og saman hafa þeir þróað námsbrautir á grunn- og framhaldsstigi háskóla á sviðum verkefnastjórnunar, og skrifað bækur um tengd efni á íslensku og ensku. Þar skal einkum telja bókaröðina Stefnumótunarfærni, Leiðtogafærni, Skipulagsfærni og Samskiptafærni sem kom út hjá Forlaginu 2011-2012 og er notuð í kennslu í mörgum skólum. Bókaröðin hefur verið þýdd á ensku og kemur út á vegum Taylor Francis-útgáfunnar í Bretlandi.

Helgi Þór er virkur tónlistarmaður, hann er laga- og textahöfundur, píanóleikari og harmonikuleikari. Hann starfar meðal annars með hljómsveitum South River Band og Kólgu hefur komið að útgáfu alls sjö hljómdiska með þessum sveitum. Að auki kom sólódiskur Helga Þórs út árið 2013. Hann ber heitið Gamla hverfið og geymir frumsamin lög og texta.

Myndir:
  • Úr safni HÞI.

...