Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig leit Reykjavík út árið 1918?

Pétur H. Ármannsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Upprunalega spurningin var:
Hvers konar borg var Reykjavík árið 1918, hvernig var umhorfs í borginni þá?

Árið 1918 var Reykjavík bær með nálægt 15.000 íbúum. Fátt í bæjarmynd og skipulagi bar þess vott að þar væri höfuðborg fullvalda ríkisins. Með tilkomu heimastjórnar árið 1904 fóru ýmsir að velta fyrir sér ásýnd Reykjavíkur og hvernig bærinn gæti best þjónað hlutverki sínu sem höfuðstaður landsins. Lítið svigrúm var við Austurvöll og annars staðar í miðbænum fyrir opinberar byggingar sem reisa þurfti í nánustu framtíð. Lóðir í miðbænum voru í einkaeigu, landverð hátt og uppkaup eigna til umbóta í skipulagi óhugsandi miðað við stöðu landssjóðs. Nærtækt var að líta til Arnarhólstúns sem var í eigu ríkisins. Þar reis Safnahúsið á árunum 1906–9 og hugmyndir voru uppi um byggingu háskóla, ráðherrabústaðar og landsspítala á hólnum sjálfum og nærliggjandi lóðum. Árið 1916 setti Guðjón Samúelsson fram sína fyrstu tillögu um þyrpingu opinberra bygginga efst á Skólavörðuholti í tengslum við byggingu listasafns Einars Jónssonar á hæðinni. Þau áform þóttu óraunhæf og urðu að bíða betri tíma.

Hús Nathans & Olsens, betur þekkt sem Reykjavíkurapótek eða Austurstræti 16, var byggt árið 1917. Myndin er lýsandi fyrir árin í kringum 1918. Óbyggðar brunalóðir við Austurstræti sjást til hægri og stærðarmunurinn á húsunum við götuna er sláandi.

Árið 1918 var hluti miðbæjarins enn í sárum eftir stórbruna 25. apríl 1915. Í kjölfar eldsvoðans samþykkti byggingarnefnd bann við byggingu timburhúsa í þéttri byggð. Með því lauk glæstu skeiði timburhúsa í byggingarsögu Reykjavíkur. Nýtt og varanlegt byggingarefni var komið til sögunnar, steinsteypan, en með því urðu þáttaskil í byggingarsögu bæjarins. Ekkert heildarskipulag var til fyrir Reykjavík á þessum tíma. Árið 1916 kom út bókin Um skipulag bæja eftir Guðmund Hannesson prófessor, fyrsta fræðiritið um borgarskipulag út kom á íslensku. Í bókinni gagnrýndi Guðmundur ástand skipulagsmála í Reykjavík og fyrirhyggjuleysi við mótun nýrrar byggðar, ekki síst þar sem farið að reisa flest ný hús úr varanlegum efni.

Lítið var um verklegar framkvæmdir í Reykjavík árið 1918 og kom þar margt til: dýrtíð og vöruskortur vegna styrjaldar, fjárskortur ríkis og bæjar og óhagstætt veðurfar. Byggingu Reykjavíkurhafnar lauk í október 1917. Hafnargerðin var umfangsmesta verklega framkvæmd í sögu bæjarins og varð höfnin brátt þungamiðja atvinnulífs í borginni. Mikill húsnæðisneyð var árið 1918 vegna mikils aðstreymis fólks á sama tíma og lítið var um húsbyggingar. Til að bregðast við íbúðaskorti létu bæjaryfirvöld byggja umdeild bráðabirgðahús, Suðurpól við Laufásveg. Á sama tíma reis byggð á Skólavörðuholti við götur kenndar við heiðin goð og fornar hetjur. Þar spruttu upp stök smáhús á stórum lóðum þar sem hver eigandi byggði eftir sínu höfði, oft af miklum vanefnum. Algengt var að byrjað væri á kjallara og flutt inn í hann en eftir það varð áralangur dráttur á framkvæmdum.

Mynd tekin árið 1917 úr turni Húss Nathans & Olsens. Horft inn eftir Austurstræti. Til hægri sést hús Gunnars Gunnarssonar kaupmanns, teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

Á sviði byggingarlistar var stund milli stríða árið 1918. Ráðunautur landsstjórnarinnar í húsagerð og frumherjinn í stétt arkitekta, Rögnvaldur Á. Ólafsson, lést úr berklum 14. febrúar 1917. Aðstoðarmaður hans, Einar Erlendsson húsameistari, tók við starfi hans fyrir ríkið og gegndi því fram til 1. maí 1919, er Guðjón Samúelsson var ráðinn í hans stað. Hann hafði þá nýlokið háskólaprófi í byggingarlist, fyrstur Íslendinga á 20. öld. Guðjón var við nám í Kaupmannahöfn allt árið 1918 og kom lítt við sögu mála. Hann dvaldi í Reykjavík 1915–1917 og teiknaði nokkrar byggingar, meðal annars stórhýsi Nathans & Olsens á brunalóð við Austurstræti 16. Það var hæsta hús landsins á sinni tíð og með því var tónninn gefinn um hæð og gerð þeirra stórborgarbygginga sem risu í miðbænum næstu áratugina. Dísilrafstöð var við húsið sem þjónað gat hluta miðbæjarins uns Elliðaárstöðin hóf starfsemi 1921. Gas frá gasstöðinni við Hlemm var almennt notað til lýsingar og eldunar en kol til upphitunar. Vegna kolakorts og verðlags hófst stórfelld mótekja á ný á styrjaldarárunum 1917–1919.

Séð niður Frakkastíg og yfir bæinn frá Skólavörðuholti, um 1920.

Loftskeytastöðin á Melunum var ein fárra opinberra bygginga sem vígð var árið 1918. Höfundur hússins var Einar Erlendsson húsameistari. Efst á voldugum boga yfir aðaldyrum er hvítur fálki á bláum skildi, skjaldarmerki Íslands á árunum 1904–1918, hér hluti af einkennismerki Landssímans. Bylgjurnar í merkinu minna á mikilvægi stöðvarinnar í fjarskiptasögunni. Þar hófust þráðlausar skeytasendingar til skipa, þaðan var útvarpað í fyrsta sinn auk þess sem stöðin var tengiliður landsins við útlönd ef sæsíminn brást. Með fullveldinu eignaðist þjóðin nýtt skjaldarmerki, krýndan skjöld sem á var markaður fáni Íslands. Skjaldberar voru hinir fjórir landvættir Íslands, dreki, gammur, uxi og risi. Höfundur hins nýja merkis var Ríkarður Jónsson myndhöggvari. Eitt fárra húsa í Reykjavík sem auðkennt er með ártalinu 1918 er Þrúðvangur við Laufásveg 7. Það ber öll merki þess að vera úr steinsteypu en var í raun hlaðið úr grágrýti. Sami maður byggði húsið og teiknaði það, Jens Eyjólfsson byggingarmeistari. Eigandi þess var frú Margrét Zoëga, sem átti og rak Hótel Reykjavík sem brann 1915.

Loftskeytastöðin á Melunum var ein fárra opinberra bygginga sem vígð var árið 1918. Höfundur hússins var Einar Erlendsson húsameistari. Myndin er tekin 1938.

Árið 1918 kom út lítið kver sem bar heitið Íslensk húsgerðarlist. Höfundurinn var Alfred Jensen Råvad, danskur arkitekt sem búið hafði í Chicago, bróðir athafnamannsins Thors Jensen. Í ritinu beindi Råvad athygli að gömlu torfhúsunum en uppbygging þeirra átti að hans mati margt skylt með gotneskri byggingarhefð. Rit Råvads vakti marga til vitundar um gildi þess að þróa hér á landi nýjan byggingarstíl með sérþjóðlegum einkennum. Með útgáfu þess hófst stutt en forvitnilegt skeið þjóðlegrar rómantíkur í íslenskri byggingarsögu, tímabil steinsteypta burstabygginga í sveitum landsins. Í öðru riti sem Råvad samdi árið 1915 lýsti hann stórbrotinni framtíðarsýn sinni á höfuðborg hins fullvalda konungsríkis Íslands. Hann sá fyrir sér sporbraut milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, eins konar „borgarlínu“ sem byggðin myndi þróast meðfram. Á Litluhlíð átti að reisa stjórnarbyggingar og nýja dómkirkju en á Öskjuhlíðinni sjálfri háskóla ásamt landsspítala. Með því yrði lagður grundvöllur að raunverulegri en um leið virðulegri höfuðborg, auðugum verslunarstað sem ætti skilið að vera áfangi á þjóðleiðinni um norðanvert Atlantshaf.

Heimildir:
  • Guðmundur Hannesson, 1916. Um skipulag bæja (Reykjavík: Skipulagsstofnun; Hið íslenska bókmenntafélag, 2016).
  • Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur: bærinn vaknar 1870–1940 (Reykjavík: Iðunn 1991–1994).
  • Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Hjörleifur Stefánsson, Guðmundur Ingólfsson, Kvosin: byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur (Reykjavík: Torfusamtökin 1987).
  • Råvad, Alfred J., Íslenzk húsgerðarlist = Islandsk architektur. (Kaupmannahöfn: Høst & Søn 1918).
  • Råvad, Alfred J., Et større Danmark (Kaupmannahöfn: 1915).

Myndir:

Spurningu Ragnars er hér svarað að hluta.

Höfundur

Pétur H. Ármannsson

arkitekt og sviðsstjóri á Minjastofnun Íslands

Útgáfudagur

1.10.2018

Spyrjandi

Ragnar, ritstjórn

Tilvísun

Pétur H. Ármannsson. „Hvernig leit Reykjavík út árið 1918?“ Vísindavefurinn, 1. október 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75096.

Pétur H. Ármannsson. (2018, 1. október). Hvernig leit Reykjavík út árið 1918? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75096

Pétur H. Ármannsson. „Hvernig leit Reykjavík út árið 1918?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75096>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig leit Reykjavík út árið 1918?
Upprunalega spurningin var:

Hvers konar borg var Reykjavík árið 1918, hvernig var umhorfs í borginni þá?

Árið 1918 var Reykjavík bær með nálægt 15.000 íbúum. Fátt í bæjarmynd og skipulagi bar þess vott að þar væri höfuðborg fullvalda ríkisins. Með tilkomu heimastjórnar árið 1904 fóru ýmsir að velta fyrir sér ásýnd Reykjavíkur og hvernig bærinn gæti best þjónað hlutverki sínu sem höfuðstaður landsins. Lítið svigrúm var við Austurvöll og annars staðar í miðbænum fyrir opinberar byggingar sem reisa þurfti í nánustu framtíð. Lóðir í miðbænum voru í einkaeigu, landverð hátt og uppkaup eigna til umbóta í skipulagi óhugsandi miðað við stöðu landssjóðs. Nærtækt var að líta til Arnarhólstúns sem var í eigu ríkisins. Þar reis Safnahúsið á árunum 1906–9 og hugmyndir voru uppi um byggingu háskóla, ráðherrabústaðar og landsspítala á hólnum sjálfum og nærliggjandi lóðum. Árið 1916 setti Guðjón Samúelsson fram sína fyrstu tillögu um þyrpingu opinberra bygginga efst á Skólavörðuholti í tengslum við byggingu listasafns Einars Jónssonar á hæðinni. Þau áform þóttu óraunhæf og urðu að bíða betri tíma.

Hús Nathans & Olsens, betur þekkt sem Reykjavíkurapótek eða Austurstræti 16, var byggt árið 1917. Myndin er lýsandi fyrir árin í kringum 1918. Óbyggðar brunalóðir við Austurstræti sjást til hægri og stærðarmunurinn á húsunum við götuna er sláandi.

Árið 1918 var hluti miðbæjarins enn í sárum eftir stórbruna 25. apríl 1915. Í kjölfar eldsvoðans samþykkti byggingarnefnd bann við byggingu timburhúsa í þéttri byggð. Með því lauk glæstu skeiði timburhúsa í byggingarsögu Reykjavíkur. Nýtt og varanlegt byggingarefni var komið til sögunnar, steinsteypan, en með því urðu þáttaskil í byggingarsögu bæjarins. Ekkert heildarskipulag var til fyrir Reykjavík á þessum tíma. Árið 1916 kom út bókin Um skipulag bæja eftir Guðmund Hannesson prófessor, fyrsta fræðiritið um borgarskipulag út kom á íslensku. Í bókinni gagnrýndi Guðmundur ástand skipulagsmála í Reykjavík og fyrirhyggjuleysi við mótun nýrrar byggðar, ekki síst þar sem farið að reisa flest ný hús úr varanlegum efni.

Lítið var um verklegar framkvæmdir í Reykjavík árið 1918 og kom þar margt til: dýrtíð og vöruskortur vegna styrjaldar, fjárskortur ríkis og bæjar og óhagstætt veðurfar. Byggingu Reykjavíkurhafnar lauk í október 1917. Hafnargerðin var umfangsmesta verklega framkvæmd í sögu bæjarins og varð höfnin brátt þungamiðja atvinnulífs í borginni. Mikill húsnæðisneyð var árið 1918 vegna mikils aðstreymis fólks á sama tíma og lítið var um húsbyggingar. Til að bregðast við íbúðaskorti létu bæjaryfirvöld byggja umdeild bráðabirgðahús, Suðurpól við Laufásveg. Á sama tíma reis byggð á Skólavörðuholti við götur kenndar við heiðin goð og fornar hetjur. Þar spruttu upp stök smáhús á stórum lóðum þar sem hver eigandi byggði eftir sínu höfði, oft af miklum vanefnum. Algengt var að byrjað væri á kjallara og flutt inn í hann en eftir það varð áralangur dráttur á framkvæmdum.

Mynd tekin árið 1917 úr turni Húss Nathans & Olsens. Horft inn eftir Austurstræti. Til hægri sést hús Gunnars Gunnarssonar kaupmanns, teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

Á sviði byggingarlistar var stund milli stríða árið 1918. Ráðunautur landsstjórnarinnar í húsagerð og frumherjinn í stétt arkitekta, Rögnvaldur Á. Ólafsson, lést úr berklum 14. febrúar 1917. Aðstoðarmaður hans, Einar Erlendsson húsameistari, tók við starfi hans fyrir ríkið og gegndi því fram til 1. maí 1919, er Guðjón Samúelsson var ráðinn í hans stað. Hann hafði þá nýlokið háskólaprófi í byggingarlist, fyrstur Íslendinga á 20. öld. Guðjón var við nám í Kaupmannahöfn allt árið 1918 og kom lítt við sögu mála. Hann dvaldi í Reykjavík 1915–1917 og teiknaði nokkrar byggingar, meðal annars stórhýsi Nathans & Olsens á brunalóð við Austurstræti 16. Það var hæsta hús landsins á sinni tíð og með því var tónninn gefinn um hæð og gerð þeirra stórborgarbygginga sem risu í miðbænum næstu áratugina. Dísilrafstöð var við húsið sem þjónað gat hluta miðbæjarins uns Elliðaárstöðin hóf starfsemi 1921. Gas frá gasstöðinni við Hlemm var almennt notað til lýsingar og eldunar en kol til upphitunar. Vegna kolakorts og verðlags hófst stórfelld mótekja á ný á styrjaldarárunum 1917–1919.

Séð niður Frakkastíg og yfir bæinn frá Skólavörðuholti, um 1920.

Loftskeytastöðin á Melunum var ein fárra opinberra bygginga sem vígð var árið 1918. Höfundur hússins var Einar Erlendsson húsameistari. Efst á voldugum boga yfir aðaldyrum er hvítur fálki á bláum skildi, skjaldarmerki Íslands á árunum 1904–1918, hér hluti af einkennismerki Landssímans. Bylgjurnar í merkinu minna á mikilvægi stöðvarinnar í fjarskiptasögunni. Þar hófust þráðlausar skeytasendingar til skipa, þaðan var útvarpað í fyrsta sinn auk þess sem stöðin var tengiliður landsins við útlönd ef sæsíminn brást. Með fullveldinu eignaðist þjóðin nýtt skjaldarmerki, krýndan skjöld sem á var markaður fáni Íslands. Skjaldberar voru hinir fjórir landvættir Íslands, dreki, gammur, uxi og risi. Höfundur hins nýja merkis var Ríkarður Jónsson myndhöggvari. Eitt fárra húsa í Reykjavík sem auðkennt er með ártalinu 1918 er Þrúðvangur við Laufásveg 7. Það ber öll merki þess að vera úr steinsteypu en var í raun hlaðið úr grágrýti. Sami maður byggði húsið og teiknaði það, Jens Eyjólfsson byggingarmeistari. Eigandi þess var frú Margrét Zoëga, sem átti og rak Hótel Reykjavík sem brann 1915.

Loftskeytastöðin á Melunum var ein fárra opinberra bygginga sem vígð var árið 1918. Höfundur hússins var Einar Erlendsson húsameistari. Myndin er tekin 1938.

Árið 1918 kom út lítið kver sem bar heitið Íslensk húsgerðarlist. Höfundurinn var Alfred Jensen Råvad, danskur arkitekt sem búið hafði í Chicago, bróðir athafnamannsins Thors Jensen. Í ritinu beindi Råvad athygli að gömlu torfhúsunum en uppbygging þeirra átti að hans mati margt skylt með gotneskri byggingarhefð. Rit Råvads vakti marga til vitundar um gildi þess að þróa hér á landi nýjan byggingarstíl með sérþjóðlegum einkennum. Með útgáfu þess hófst stutt en forvitnilegt skeið þjóðlegrar rómantíkur í íslenskri byggingarsögu, tímabil steinsteypta burstabygginga í sveitum landsins. Í öðru riti sem Råvad samdi árið 1915 lýsti hann stórbrotinni framtíðarsýn sinni á höfuðborg hins fullvalda konungsríkis Íslands. Hann sá fyrir sér sporbraut milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, eins konar „borgarlínu“ sem byggðin myndi þróast meðfram. Á Litluhlíð átti að reisa stjórnarbyggingar og nýja dómkirkju en á Öskjuhlíðinni sjálfri háskóla ásamt landsspítala. Með því yrði lagður grundvöllur að raunverulegri en um leið virðulegri höfuðborg, auðugum verslunarstað sem ætti skilið að vera áfangi á þjóðleiðinni um norðanvert Atlantshaf.

Heimildir:
  • Guðmundur Hannesson, 1916. Um skipulag bæja (Reykjavík: Skipulagsstofnun; Hið íslenska bókmenntafélag, 2016).
  • Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur: bærinn vaknar 1870–1940 (Reykjavík: Iðunn 1991–1994).
  • Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Hjörleifur Stefánsson, Guðmundur Ingólfsson, Kvosin: byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur (Reykjavík: Torfusamtökin 1987).
  • Råvad, Alfred J., Íslenzk húsgerðarlist = Islandsk architektur. (Kaupmannahöfn: Høst & Søn 1918).
  • Råvad, Alfred J., Et større Danmark (Kaupmannahöfn: 1915).

Myndir:

Spurningu Ragnars er hér svarað að hluta.

...