Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?

Þórdís Kristinsdóttir

Erfitt er að tilgreina einn sjúkdóm sem þann banvænasta, sérstaklega þar sem áhrif sjúkdóma á fólk fara mikið eftir heilsufarsástandi hvers og eins sem og aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að kvef getur dregið alnæmissjúkling til dauða en er aðeins minniháttar kvilli fyrir þá sem eru heilbrigðir að öðru leyti.

Þó má nefna nokkra sjúkdóma sem geta verið mjög banvænir, en við sumum þeirra er nú til lækning og jafnvel bóluefni.

Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta.

Svartidauði (e. plague) er nafn yfir nokkra sjúkdóma af völdum bakteríunnar Yersinia pestis. Um miðja 14. öld var svartidauði farsótt og talið er að hann hafi orðið allt að þriðjungi Evrópubúa að bana. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr en getur borist í menn með flóm nagdýra. Bakterían er mjög harðger, hefur mikla hæfni til að fjölga sér í vefjum hýsils og ferðast með vessakerfinu til eitla. Sjúkdómurinn hefur þrjár birtingarmyndir, sem kýlapest, lungnapest eða blóðeitrun.

Kýlapestin er algengust og leiddi áður fyrr um helming þeirra er smituðust til dauða, en nánast allir sem fengu önnur form pestarinnar létust. Einkenni koma fram tveimur til sex dögum eftir smit, til dæmis sem skjálfti, uppköst, höfuðverkur, ljósóþol, verkur í baki og útlimum, syfja og sinnuleysi. Helsta einkenni þessa forms eru þó kýli á líkama vegna bólginna eitla. Líkamshiti rís hratt upp í um eða yfir 40°C en lækkar oftast lítillega á öðrum eða þriðja degi.

Lungnapestin er tilkomin vegna umfangsmikillar bakteríusýkingar í lungum og eru einkenni þau sömu og slæmrar lungnabólgu, það er hiti, eymsl og andstytti. Önnur einkenni eru svefnleysi, minnistap og talörðugleikar. Ef engin meðferð er veitt leiðir uppsöfnun vatns í lungum (e. edema) til dauða eftir þrjá til fjóra daga.

Ef blóð er mjög smitað af Yersinia-bakteríunni leiðir blóðeitrun til dauða áður en einkenni kýla- eða lungnapestar ná að koma fram. Eitrunin einkennist af þreytu, hita og innvortis blæðingum.

Þökk sé nútímasýklalyfjum og bættri heilbrigðisþjónustu hefur dánartíðni meðal þeirra sem smitast af svartadauða farið úr 50-90% áður fyrr niður í 15% og er jafnvel enn lægri í mörgum þróuðum löndum.

Kólera er sýking í smáþörmum vegna bakteríunnar Vibrio cholerae sem smitast með menguðu vatni. Kólerufaraldur hefur nokkrum sinnum komið upp í syðri hluta Afríku og Suður-Asíu en sjö heimsfaraldrar hafa borið bakteríuna til landa um allan heim. Einkenni koma oftast fram 12 til 28 tímum eftir smit og þá hefst vatnsmikill niðurgangur sem oft fylgja uppköst er leiða til mikils skorts á vökva og nauðsynlegum söltum.

Einstaklingar finna fyrir miklum þorsta, blóðþrýstingur fellur, þeir fá yfirliðstilfinningu og oft slæma vöðvakrampa, augu verða innsokkin og húðin krumpuð. Ef engin meðferð er veitt leiðir vatnsmissir í helmingi tilfella til dauða, jafnvel aðeins á nokkrum klukkustundum. Með nútímameðferð má þó ná dánartíðni niður í 1% og sjúkdómurinn rennur sitt skeið á tveimur til sjö dögum. Meðferð felst í því að gefa basíska blöndu af söltum, annaðhvort um munn eða í æð, til að vinna upp vatnsskort og fá jafnvægi á líkamsvökva. Sýklalyfið tetracyclin styttir einnig batatíma til muna, sé það gefið nægilega snemma.

Ebóla er sýking af völdum ebóluveirunnar sem hefur fimm þekktar undirtegundir. Veiran smitast með blóði, líkamsvökva og slími frá öndunarfærum. Hún kom fyrst upp 1976 og náttúrlegur beri hennar er ekki þekktur, en leðurblökur, prímatar, skordýr og nagdýr í regnskógum Afríku og Asíu koma þar helst til greina. Meðgöngutími veiru áður en einkenni koma fram er um fjórir til sextán dagar en þá fá einstaklingar skyndilega háan hita, vöðva- og höfuðverk og þjást af lystarleysi.

Eftir nokkra daga verða miklar blæðingar og blóðið kekkjast. Blóðkekkir safnast fyrir í lifur, milta, hjarta og öðrum líffærum svo háræðar blæða í nærliggjandi vef. Ógleði, uppköst og niðurgangur með slími og blóði fylgja svo í kjölfarið, auk eymsla í hálsi og bólgu í slímhúð augna (e. conjunctivitis). Útbrot koma fyrst fram á búk en svo einnig á útlimum. Að lokum hefjast blæðingar um líkamsop og öll minni háttar sár á líkama, í meltingarvegi og í innri líffærum. Oftast leiða blæðingar eða nýrnabilun til dauða á átta til sautján dögum. Ekki er til lækning við ebóluveirunni en meðferð felst í að viðhalda jafnvægi vökva og jónaefna í líkamanum, auk blóð- og blóðvökvagjafar. Lyf sem stöðva fjölgun veirunnar eru í þróun.

Hundaæði (e. rabies) er veirusjúkdómur sem getur smitast með hundum og öðrum kjötætum með biti til allra lífvera með heitt blóð. Veiran er í munnvatni dýrsins og flyst frá bitsárinu með taugavef upp í heila. Meðgöngutími áður en einkenni koma fram eru frá tíu dögum til átta mánaða eftir því hversu langt veiran þarf að ferðast til að ná til miðtaugakerfis. Eftir að veiran kemst þangað er sjúkdómurinn ólæknandi og leiðir til dauða á nokkrum dögum. Einkenni eru meðal annars ógleði, höfuðverkur, flog, stífir vöðvar og aukin munnvatnsframleiðsla, svo einstaklingar froðufella, auk geðrænna breytinga. Vöðvar í hálsi lamast svo fólk hættir að geta drukkið eða kyngt og leiðir það til vatnsfælni (e. hydrophobia). Sjúklingur fellur svo í dá og deyr á innan við viku vegna hjarta- eða öndunarbilana.

Ofantaldir sjúkdómar eru aðeins örlítið brot lífshættulegra sjúkdóma. Jafnvel smávægilegustu veikindi geta leitt til dauða sé sá sem veikist viðkvæmur fyrir. Eftir því sem lífstíll fólks breytist og tækni fer fram breytast einnig þeir sjúkdómar sem valda helst dauðsföllum, sérstaklega eftir tilkomu sýklalyfja. Árið 1900 voru 50% dauðsfalla af völdum sýkinga en nú um síðustu aldamót eru langvinnir sjúkdómar sem fylgja langlífi helsta heilbrigðisvandamál vestrænna þjóða og til marks um það voru um 50% dauðsfalla árið 2000 af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbameina.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.9.2011

Spyrjandi

Jórunn Sóley Björnsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?“ Vísindavefurinn, 16. september 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59855.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 16. september). Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59855

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59855>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?
Erfitt er að tilgreina einn sjúkdóm sem þann banvænasta, sérstaklega þar sem áhrif sjúkdóma á fólk fara mikið eftir heilsufarsástandi hvers og eins sem og aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að kvef getur dregið alnæmissjúkling til dauða en er aðeins minniháttar kvilli fyrir þá sem eru heilbrigðir að öðru leyti.

Þó má nefna nokkra sjúkdóma sem geta verið mjög banvænir, en við sumum þeirra er nú til lækning og jafnvel bóluefni.

Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta.

Svartidauði (e. plague) er nafn yfir nokkra sjúkdóma af völdum bakteríunnar Yersinia pestis. Um miðja 14. öld var svartidauði farsótt og talið er að hann hafi orðið allt að þriðjungi Evrópubúa að bana. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr en getur borist í menn með flóm nagdýra. Bakterían er mjög harðger, hefur mikla hæfni til að fjölga sér í vefjum hýsils og ferðast með vessakerfinu til eitla. Sjúkdómurinn hefur þrjár birtingarmyndir, sem kýlapest, lungnapest eða blóðeitrun.

Kýlapestin er algengust og leiddi áður fyrr um helming þeirra er smituðust til dauða, en nánast allir sem fengu önnur form pestarinnar létust. Einkenni koma fram tveimur til sex dögum eftir smit, til dæmis sem skjálfti, uppköst, höfuðverkur, ljósóþol, verkur í baki og útlimum, syfja og sinnuleysi. Helsta einkenni þessa forms eru þó kýli á líkama vegna bólginna eitla. Líkamshiti rís hratt upp í um eða yfir 40°C en lækkar oftast lítillega á öðrum eða þriðja degi.

Lungnapestin er tilkomin vegna umfangsmikillar bakteríusýkingar í lungum og eru einkenni þau sömu og slæmrar lungnabólgu, það er hiti, eymsl og andstytti. Önnur einkenni eru svefnleysi, minnistap og talörðugleikar. Ef engin meðferð er veitt leiðir uppsöfnun vatns í lungum (e. edema) til dauða eftir þrjá til fjóra daga.

Ef blóð er mjög smitað af Yersinia-bakteríunni leiðir blóðeitrun til dauða áður en einkenni kýla- eða lungnapestar ná að koma fram. Eitrunin einkennist af þreytu, hita og innvortis blæðingum.

Þökk sé nútímasýklalyfjum og bættri heilbrigðisþjónustu hefur dánartíðni meðal þeirra sem smitast af svartadauða farið úr 50-90% áður fyrr niður í 15% og er jafnvel enn lægri í mörgum þróuðum löndum.

Kólera er sýking í smáþörmum vegna bakteríunnar Vibrio cholerae sem smitast með menguðu vatni. Kólerufaraldur hefur nokkrum sinnum komið upp í syðri hluta Afríku og Suður-Asíu en sjö heimsfaraldrar hafa borið bakteríuna til landa um allan heim. Einkenni koma oftast fram 12 til 28 tímum eftir smit og þá hefst vatnsmikill niðurgangur sem oft fylgja uppköst er leiða til mikils skorts á vökva og nauðsynlegum söltum.

Einstaklingar finna fyrir miklum þorsta, blóðþrýstingur fellur, þeir fá yfirliðstilfinningu og oft slæma vöðvakrampa, augu verða innsokkin og húðin krumpuð. Ef engin meðferð er veitt leiðir vatnsmissir í helmingi tilfella til dauða, jafnvel aðeins á nokkrum klukkustundum. Með nútímameðferð má þó ná dánartíðni niður í 1% og sjúkdómurinn rennur sitt skeið á tveimur til sjö dögum. Meðferð felst í því að gefa basíska blöndu af söltum, annaðhvort um munn eða í æð, til að vinna upp vatnsskort og fá jafnvægi á líkamsvökva. Sýklalyfið tetracyclin styttir einnig batatíma til muna, sé það gefið nægilega snemma.

Ebóla er sýking af völdum ebóluveirunnar sem hefur fimm þekktar undirtegundir. Veiran smitast með blóði, líkamsvökva og slími frá öndunarfærum. Hún kom fyrst upp 1976 og náttúrlegur beri hennar er ekki þekktur, en leðurblökur, prímatar, skordýr og nagdýr í regnskógum Afríku og Asíu koma þar helst til greina. Meðgöngutími veiru áður en einkenni koma fram er um fjórir til sextán dagar en þá fá einstaklingar skyndilega háan hita, vöðva- og höfuðverk og þjást af lystarleysi.

Eftir nokkra daga verða miklar blæðingar og blóðið kekkjast. Blóðkekkir safnast fyrir í lifur, milta, hjarta og öðrum líffærum svo háræðar blæða í nærliggjandi vef. Ógleði, uppköst og niðurgangur með slími og blóði fylgja svo í kjölfarið, auk eymsla í hálsi og bólgu í slímhúð augna (e. conjunctivitis). Útbrot koma fyrst fram á búk en svo einnig á útlimum. Að lokum hefjast blæðingar um líkamsop og öll minni háttar sár á líkama, í meltingarvegi og í innri líffærum. Oftast leiða blæðingar eða nýrnabilun til dauða á átta til sautján dögum. Ekki er til lækning við ebóluveirunni en meðferð felst í að viðhalda jafnvægi vökva og jónaefna í líkamanum, auk blóð- og blóðvökvagjafar. Lyf sem stöðva fjölgun veirunnar eru í þróun.

Hundaæði (e. rabies) er veirusjúkdómur sem getur smitast með hundum og öðrum kjötætum með biti til allra lífvera með heitt blóð. Veiran er í munnvatni dýrsins og flyst frá bitsárinu með taugavef upp í heila. Meðgöngutími áður en einkenni koma fram eru frá tíu dögum til átta mánaða eftir því hversu langt veiran þarf að ferðast til að ná til miðtaugakerfis. Eftir að veiran kemst þangað er sjúkdómurinn ólæknandi og leiðir til dauða á nokkrum dögum. Einkenni eru meðal annars ógleði, höfuðverkur, flog, stífir vöðvar og aukin munnvatnsframleiðsla, svo einstaklingar froðufella, auk geðrænna breytinga. Vöðvar í hálsi lamast svo fólk hættir að geta drukkið eða kyngt og leiðir það til vatnsfælni (e. hydrophobia). Sjúklingur fellur svo í dá og deyr á innan við viku vegna hjarta- eða öndunarbilana.

Ofantaldir sjúkdómar eru aðeins örlítið brot lífshættulegra sjúkdóma. Jafnvel smávægilegustu veikindi geta leitt til dauða sé sá sem veikist viðkvæmur fyrir. Eftir því sem lífstíll fólks breytist og tækni fer fram breytast einnig þeir sjúkdómar sem valda helst dauðsföllum, sérstaklega eftir tilkomu sýklalyfja. Árið 1900 voru 50% dauðsfalla af völdum sýkinga en nú um síðustu aldamót eru langvinnir sjúkdómar sem fylgja langlífi helsta heilbrigðisvandamál vestrænna þjóða og til marks um það voru um 50% dauðsfalla árið 2000 af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbameina.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:...