Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps.

Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn af vatni, en vatn er nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi. Starfsemi líkamans byggir á efnahvörfum sem fara að mestu fram í vatnslausn. Að meðaltali er mannslíkaminn um 65% vatn, en mikill munur er þó á þessu hlutfalli milli einstakra vefja. Það er þó ljóst að ef líkamann skortir vatn raskast öll líkamsstarfsemi.



Við líkamlega áreynslu svitnar fólk og tapar þannig vökva.

Nýrun stjórna vatns- og saltjafnvægi líkamans og afurð þeirra, sem er þvagið, gefur því góða vísbendingu um ástand vatnsbúskaparins, bæði magn þvagsins og efnasamsetning þess.

Langvarandi niðurgangur og/eða uppköst eru algengar orsakir ofþornunar af völdum vökvataps. Vökvatap getur einnig stafað af óeðlilega miklum þvaglátum vegna ómeðhöndlaðrar sykursýki eða ofnotkunar á þvagræsilyfjum. Mikil svitamyndun vegna áreynslu og sótthiti geta líka leitt til vökvataps. Annað sem getur valdið því að við drekkum ekki nóg er til dæmis ógleði, lystarleysi vegna veikinda og eymsli í munni eða hálsi vegna munnangurs eða hálsbólgu.

Mælt er með að drekka 6-8 glös af vökva á dag við eðlilegar kringumstæður. Athuga ber að við mikla áreynslu eða í mjög heitu veðri getur þetta magn tvöfaldast eða þrefaldast.

Nýburar og ung börn eru viðkvæmari fyrir ofþornun en fullorðnir enda eru þau miklu léttari og úrgangslosun hjá þeim er hraðari. Veikindi geta stundum valdið ofþornun hjá börnum sem má bæði rekja til vökvataps og skertrar vökvainntöku. Eldra fólk og sjúklingar eru einnig í meiri hættu á að líða vökvaskort og oft er ástæðan sú að þau drekka einfaldlega ekki nóg.

Helstu einkenni ofþornunar eru þurr eða límkenndur munnur, þorsti, lítil þvaglát þar sem þvagið er dökkgult á litinn, svimi, höfuðverkur og slappleiki. Þegar ofþornun er orðin alvarleg eru önnur einkenni lágur blóðþrýstingur, blóðþrýstingsfall þegar til dæmis er staðið upp, hraður hjartsláttur, engin táramyndun, engin þvaglát, sokkin augu, sokkin hausamót á ungbörnum, svefnhöfgi og jafnvel óráð og lost.

Þegar fólk stundar líkamsrækt og leggur hart að sér getur það misst þó nokkuð af vökva með svita. Ef fólk finnur fyrir svima, slappleika og þreytu gæti verið um einkenni vægrar ofþornunar að ræða. Þá er mikilvægt að bæta upp vökvatapið ekki aðeins með því að drekka hreint vatn heldur vökva sem inniheldur sölt, einkum natríum og kalíum, svo sem ávaxtasafa eða íþróttadrykki. Við mikla svitamyndum tapar líkaminn nefnilega ekki aðeins vökva heldur einnig ýmsum steinefnum svo sem natríum. Hreint vatn getur því í sumum tilfellum gert ástandið verra. Betra er svo að drekka fleiri minni skammta en að þamba mikið í einu.

Þorsti er ekki besti mælikvarði á vatnsbúskap líkamans. Mikill þorsti þarf ekki alltaf að þýða að maður eigi að drekka meira. Liturinn á þvaginu er oft betri mælikvarði. Ef vatnsbúskapurinn er eins og vera ber ætti þvagið að vera ljósgult eða nánast glært á litinn. Dökkgult og jafnvel brúnleitt þvag er aftur á móti merki um að líkamann skorti vatn.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

17.8.2007

Síðast uppfært

16.2.2021

Spyrjandi

Einar Freyr, f. 1995

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6763.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 17. ágúst). Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6763

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6763>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?
Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps.

Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn af vatni, en vatn er nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi. Starfsemi líkamans byggir á efnahvörfum sem fara að mestu fram í vatnslausn. Að meðaltali er mannslíkaminn um 65% vatn, en mikill munur er þó á þessu hlutfalli milli einstakra vefja. Það er þó ljóst að ef líkamann skortir vatn raskast öll líkamsstarfsemi.



Við líkamlega áreynslu svitnar fólk og tapar þannig vökva.

Nýrun stjórna vatns- og saltjafnvægi líkamans og afurð þeirra, sem er þvagið, gefur því góða vísbendingu um ástand vatnsbúskaparins, bæði magn þvagsins og efnasamsetning þess.

Langvarandi niðurgangur og/eða uppköst eru algengar orsakir ofþornunar af völdum vökvataps. Vökvatap getur einnig stafað af óeðlilega miklum þvaglátum vegna ómeðhöndlaðrar sykursýki eða ofnotkunar á þvagræsilyfjum. Mikil svitamyndun vegna áreynslu og sótthiti geta líka leitt til vökvataps. Annað sem getur valdið því að við drekkum ekki nóg er til dæmis ógleði, lystarleysi vegna veikinda og eymsli í munni eða hálsi vegna munnangurs eða hálsbólgu.

Mælt er með að drekka 6-8 glös af vökva á dag við eðlilegar kringumstæður. Athuga ber að við mikla áreynslu eða í mjög heitu veðri getur þetta magn tvöfaldast eða þrefaldast.

Nýburar og ung börn eru viðkvæmari fyrir ofþornun en fullorðnir enda eru þau miklu léttari og úrgangslosun hjá þeim er hraðari. Veikindi geta stundum valdið ofþornun hjá börnum sem má bæði rekja til vökvataps og skertrar vökvainntöku. Eldra fólk og sjúklingar eru einnig í meiri hættu á að líða vökvaskort og oft er ástæðan sú að þau drekka einfaldlega ekki nóg.

Helstu einkenni ofþornunar eru þurr eða límkenndur munnur, þorsti, lítil þvaglát þar sem þvagið er dökkgult á litinn, svimi, höfuðverkur og slappleiki. Þegar ofþornun er orðin alvarleg eru önnur einkenni lágur blóðþrýstingur, blóðþrýstingsfall þegar til dæmis er staðið upp, hraður hjartsláttur, engin táramyndun, engin þvaglát, sokkin augu, sokkin hausamót á ungbörnum, svefnhöfgi og jafnvel óráð og lost.

Þegar fólk stundar líkamsrækt og leggur hart að sér getur það misst þó nokkuð af vökva með svita. Ef fólk finnur fyrir svima, slappleika og þreytu gæti verið um einkenni vægrar ofþornunar að ræða. Þá er mikilvægt að bæta upp vökvatapið ekki aðeins með því að drekka hreint vatn heldur vökva sem inniheldur sölt, einkum natríum og kalíum, svo sem ávaxtasafa eða íþróttadrykki. Við mikla svitamyndum tapar líkaminn nefnilega ekki aðeins vökva heldur einnig ýmsum steinefnum svo sem natríum. Hreint vatn getur því í sumum tilfellum gert ástandið verra. Betra er svo að drekka fleiri minni skammta en að þamba mikið í einu.

Þorsti er ekki besti mælikvarði á vatnsbúskap líkamans. Mikill þorsti þarf ekki alltaf að þýða að maður eigi að drekka meira. Liturinn á þvaginu er oft betri mælikvarði. Ef vatnsbúskapurinn er eins og vera ber ætti þvagið að vera ljósgult eða nánast glært á litinn. Dökkgult og jafnvel brúnleitt þvag er aftur á móti merki um að líkamann skorti vatn.

Heimildir og myndir:...