Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum?

Haraldur Briem

Já, svartidauði er enn þá til. Baktería sem nefnist Yersinia pestis veldur svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta.

Það er einkum lungnapestin og blóðsýking sem bakterían veldur sem dregur nánast alla sýkta menn til dauða ef meðferð verður ekki komið við. Eiturefni bakteríunnar getur valdið röskun á storkukerfi blóðsins og æðaskemmdum sem leiðir til húðblæðinga og dreps. Má ætla að nafngiftin svartidauði sé dregin af þessu ástandi.

Þar sem sjúkdómurinn á uppruna sinn í dýraríkinu hefur hann ugglaust verið til þar lengi og af og til hafa menn þá getað sýkst. Það var þó ekki fyrr enn með vaxandi fólksfjölda, þéttingu byggðar og byggðarlaga og með auknum samgöngum sem skilyrði fyrir faröldrum eða plágum sköpuðust.

Hér sést bakterían Yersinia pestis.

Sjúkdómurinn hefur gengið í þrem svokölluðum heimsfaröldrum (pandemium). Hinn fyrsti var justiníanska-pestin á 6. öld kringum Miðjarðarhafið, annar var svartidauði eða plágan sem hófst á 14. öld í Evrópu og hinn þriðji hófst á seinni hluta 19. aldar í Kína og er merki hans enn að finna í Asíu, Afríku og Ameríku. Á hverju ári greinast til dæmis nokkur tilfelli af svartadauða í vesturhluta Bandaríkjanna.

Svartidauði kom til Íslands tvisvar á 15. öld, það er að segja árin 1402 og 1495. Hann var angi plágunnar í Evrópu sem hófst á 14. öld. Í bæði skiptin voru afleiðingarnar skelfilegar og er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið í plágunum.

Til eru sýklalyf gegn bakteríunni Y. pestis. Þau koma þó aðeins að gagni ef þau eru gefin snemma eftir sýkingu því að sjúkdómsgangur svartadauða er hraður. Þá skal þess getið að til er bóluefni gegn sjúkdómnum. Virkni bóluefnisins er ekki vel kunn en aukaverkanir þess eru talsverðar. Ending bólusetningar er skammvinn. Helst kemur til greina að bólusetja þá sem eru í umtalsverðri áhættu á smitun, svo sem starfsmenn á rannsóknarstofum þar sem unnið er með bakteríuna.

Svartidauði getur því aftur orðið að drepsótt ef réttu skilyrðin eru fyrir hendi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Haraldur Briem

læknir, dr.med.

Útgáfudagur

20.3.2000

Spyrjandi

Arnar Styr Björnsson, f. 1987

Tilvísun

Haraldur Briem. „Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=263.

Haraldur Briem. (2000, 20. mars). Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=263

Haraldur Briem. „Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=263>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum?
Já, svartidauði er enn þá til. Baktería sem nefnist Yersinia pestis veldur svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta.

Það er einkum lungnapestin og blóðsýking sem bakterían veldur sem dregur nánast alla sýkta menn til dauða ef meðferð verður ekki komið við. Eiturefni bakteríunnar getur valdið röskun á storkukerfi blóðsins og æðaskemmdum sem leiðir til húðblæðinga og dreps. Má ætla að nafngiftin svartidauði sé dregin af þessu ástandi.

Þar sem sjúkdómurinn á uppruna sinn í dýraríkinu hefur hann ugglaust verið til þar lengi og af og til hafa menn þá getað sýkst. Það var þó ekki fyrr enn með vaxandi fólksfjölda, þéttingu byggðar og byggðarlaga og með auknum samgöngum sem skilyrði fyrir faröldrum eða plágum sköpuðust.

Hér sést bakterían Yersinia pestis.

Sjúkdómurinn hefur gengið í þrem svokölluðum heimsfaröldrum (pandemium). Hinn fyrsti var justiníanska-pestin á 6. öld kringum Miðjarðarhafið, annar var svartidauði eða plágan sem hófst á 14. öld í Evrópu og hinn þriðji hófst á seinni hluta 19. aldar í Kína og er merki hans enn að finna í Asíu, Afríku og Ameríku. Á hverju ári greinast til dæmis nokkur tilfelli af svartadauða í vesturhluta Bandaríkjanna.

Svartidauði kom til Íslands tvisvar á 15. öld, það er að segja árin 1402 og 1495. Hann var angi plágunnar í Evrópu sem hófst á 14. öld. Í bæði skiptin voru afleiðingarnar skelfilegar og er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið í plágunum.

Til eru sýklalyf gegn bakteríunni Y. pestis. Þau koma þó aðeins að gagni ef þau eru gefin snemma eftir sýkingu því að sjúkdómsgangur svartadauða er hraður. Þá skal þess getið að til er bóluefni gegn sjúkdómnum. Virkni bóluefnisins er ekki vel kunn en aukaverkanir þess eru talsverðar. Ending bólusetningar er skammvinn. Helst kemur til greina að bólusetja þá sem eru í umtalsverðri áhættu á smitun, svo sem starfsmenn á rannsóknarstofum þar sem unnið er með bakteríuna.

Svartidauði getur því aftur orðið að drepsótt ef réttu skilyrðin eru fyrir hendi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...