Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru einkenni lungnabólgu?

Doktor.is

Lungnabólga er bólga í lungnavef. Orsakir hennar er örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi (eitur)efni, það er magainnihald sem fer niður í lungun, eða eitraðar gastegundir sem andað er að sér.

Lungnabólga er mjög algengur sjúkdómur. Rúmlega helmingur lungnabólgutilfella er af völdum bakteríusýkinga og er lungnahnettlusýking (Pneumokokkasýking) algengust. Umfjöllunin hér á eftir á við lungnahnettlu-lungnabólgu.

Lungnabólgusmit berst yfirleitt með andrúmslofti, það er úðasmiti. Það er sjaldgæft að bakterían berist með blóði frá sýktu svæði í líkamanum, til dæmis beinsýkingu, til lungnanna. Við alvarleg veikindi er fólk oft svo máttfarið að það á erfitt með að kasta upp. Þá er hætta á að viðkomandi svelgist á og hluti magainnihaldsins fari ofan í lungun sem valdið getur alvarlegri lungnabólgu.

Áður en lungnabólgan kemur fram er oft um að ræða veirusýkingu. Sjúklingurinn veikist snögglega með hrolli, háum hita, takverk í brjósti og þurrum hósta. Einum til tveimur sólahringum síðar fylgir hóstanum uppgangur, yfirleitt grænleitur eða rústrauður (slím blandað blóði). Sýkingunni fylgir oft frunsumyndun við munninn sem er merki um skerta starfsemi ónæmiskerfisins. Sjúklingurinn andar ört og grunnt og brjóstkassinn hreyfist oft minna þeim megin sem lungnabólgan er. Rosknu fólki gengur oft illa að átta sig á stað og stund og er órólegt.

Lungnabólga hefur í för með sér að lungnablöðrurnar fyllast vökva þannig að loftskiptaflöturinn skerðist og súrefnisupptaka verður ófullnægjandi.

Lungnabólga hefur í för með sér að lungnablöðrurnar fyllast vökva þannig að loftskiptaflöturinn skerðist og súrefnisupptaka verður ófullnægjandi.

Nokkrir hópar eiga frekar á hættu að fá lungnabólgu en aðrir, til dæmis þeir sem misst hafa miltað og veikt roskið fólk. Aðrir áhættuhópar eru sjúklingar með langvinna sjúkdóma, til dæmis sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma, þeir sem eru með skert ónæmiskerfi, alkóhólistar og börn, sérstaklega langveik börn.

Ef miltað hefur verið fjarlægt, til dæmis eftir slys, er mikilvægt að bólusett sé við lungnahnettlubakteríunni. Bólusetningin dregur úr líkum á að viðkomandi fái lungnabólgu af þessari tegund. Sprautan er virk í um það bil 5 ár. Rosknu fólki (eldra en 65 ára) er ráðlagt að láta bólusetja sig ef það hefur einhvern undirliggjandi sjúkdóm, til dæmis sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma. Ef kvef varir óvenjulengi og vart verður við einhver af þeim einkennum sem nefnd voru hér að ofan skal leita læknis. Brýnt er að sjúklingar greini frá ferðalögum (utanlandsferðum) í tengslum við veikindi því smit erlendis frá kallar stundum á annars konar meðferð.

Greining á lungnabólgu byggist á sjúkrasögu, sjúkdómseinkennum og skoðun. Læknirinn hlustar lungun með hlustunarpípu og leitar er eftir óeðlilegum öndunarhljóðum. Til frekari greiningar er tekin lungnamynd. Gott er að fá hrákasýni til smásjárskoðunar og ræktunar. Það gefur nákvæmari sjúkdómsgreiningu og auðveldar val á sýklalyfi. Flestar lungnahnettlur eru næmar fyrir penisilíni.

Sjúkdómsferillinn er háður því hvernig ónæmiskerfið bregst við og er því einstaklingsbundið. Endurteknar og langvarandi lungnabólgur hjá rosknu fólki geta verið merki um undirliggjandi sjúkdóm, til dæmis lungnakrabbamein. Þegar lungnabólgan er upprætt finnur viðkomandi oft fyrir þreytu og skertu úthaldi í allt að 2-3 vikur.

Mynd:


Þetta svar er lítillega breyttur pistill af Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

27.9.2007

Síðast uppfært

15.1.2019

Spyrjandi

Gíslunn Hilmarsdóttir

Tilvísun

Doktor.is. „Hver eru einkenni lungnabólgu?“ Vísindavefurinn, 27. september 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6821.

Doktor.is. (2007, 27. september). Hver eru einkenni lungnabólgu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6821

Doktor.is. „Hver eru einkenni lungnabólgu?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6821>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni lungnabólgu?
Lungnabólga er bólga í lungnavef. Orsakir hennar er örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi (eitur)efni, það er magainnihald sem fer niður í lungun, eða eitraðar gastegundir sem andað er að sér.

Lungnabólga er mjög algengur sjúkdómur. Rúmlega helmingur lungnabólgutilfella er af völdum bakteríusýkinga og er lungnahnettlusýking (Pneumokokkasýking) algengust. Umfjöllunin hér á eftir á við lungnahnettlu-lungnabólgu.

Lungnabólgusmit berst yfirleitt með andrúmslofti, það er úðasmiti. Það er sjaldgæft að bakterían berist með blóði frá sýktu svæði í líkamanum, til dæmis beinsýkingu, til lungnanna. Við alvarleg veikindi er fólk oft svo máttfarið að það á erfitt með að kasta upp. Þá er hætta á að viðkomandi svelgist á og hluti magainnihaldsins fari ofan í lungun sem valdið getur alvarlegri lungnabólgu.

Áður en lungnabólgan kemur fram er oft um að ræða veirusýkingu. Sjúklingurinn veikist snögglega með hrolli, háum hita, takverk í brjósti og þurrum hósta. Einum til tveimur sólahringum síðar fylgir hóstanum uppgangur, yfirleitt grænleitur eða rústrauður (slím blandað blóði). Sýkingunni fylgir oft frunsumyndun við munninn sem er merki um skerta starfsemi ónæmiskerfisins. Sjúklingurinn andar ört og grunnt og brjóstkassinn hreyfist oft minna þeim megin sem lungnabólgan er. Rosknu fólki gengur oft illa að átta sig á stað og stund og er órólegt.

Lungnabólga hefur í för með sér að lungnablöðrurnar fyllast vökva þannig að loftskiptaflöturinn skerðist og súrefnisupptaka verður ófullnægjandi.

Lungnabólga hefur í för með sér að lungnablöðrurnar fyllast vökva þannig að loftskiptaflöturinn skerðist og súrefnisupptaka verður ófullnægjandi.

Nokkrir hópar eiga frekar á hættu að fá lungnabólgu en aðrir, til dæmis þeir sem misst hafa miltað og veikt roskið fólk. Aðrir áhættuhópar eru sjúklingar með langvinna sjúkdóma, til dæmis sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma, þeir sem eru með skert ónæmiskerfi, alkóhólistar og börn, sérstaklega langveik börn.

Ef miltað hefur verið fjarlægt, til dæmis eftir slys, er mikilvægt að bólusett sé við lungnahnettlubakteríunni. Bólusetningin dregur úr líkum á að viðkomandi fái lungnabólgu af þessari tegund. Sprautan er virk í um það bil 5 ár. Rosknu fólki (eldra en 65 ára) er ráðlagt að láta bólusetja sig ef það hefur einhvern undirliggjandi sjúkdóm, til dæmis sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma. Ef kvef varir óvenjulengi og vart verður við einhver af þeim einkennum sem nefnd voru hér að ofan skal leita læknis. Brýnt er að sjúklingar greini frá ferðalögum (utanlandsferðum) í tengslum við veikindi því smit erlendis frá kallar stundum á annars konar meðferð.

Greining á lungnabólgu byggist á sjúkrasögu, sjúkdómseinkennum og skoðun. Læknirinn hlustar lungun með hlustunarpípu og leitar er eftir óeðlilegum öndunarhljóðum. Til frekari greiningar er tekin lungnamynd. Gott er að fá hrákasýni til smásjárskoðunar og ræktunar. Það gefur nákvæmari sjúkdómsgreiningu og auðveldar val á sýklalyfi. Flestar lungnahnettlur eru næmar fyrir penisilíni.

Sjúkdómsferillinn er háður því hvernig ónæmiskerfið bregst við og er því einstaklingsbundið. Endurteknar og langvarandi lungnabólgur hjá rosknu fólki geta verið merki um undirliggjandi sjúkdóm, til dæmis lungnakrabbamein. Þegar lungnabólgan er upprætt finnur viðkomandi oft fyrir þreytu og skertu úthaldi í allt að 2-3 vikur.

Mynd:


Þetta svar er lítillega breyttur pistill af Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi....