Horfðu í þessa egg, egg undir þetta tungl, tungl.Kölska varð orðfall því að hann fann ekkert íslenskt orð er rímað gæti við tungl og sagði við Kolbein: "Þetta er ekki skáldskapur að tarna, Kolbeinn." Kolbeinn botnaði þá sjálfur vísuna:
Ég steypi þér þá með legg, legg lið sem hrærir ungl ungl.(Sumir hafa síðustu línuna: sem liðurinn hrærir úln, úln.) Kölski beið ekki boðanna og steyptist ofan fyrir bjargið í eina brimölduna og reyndi ekki aftur að kveðast á við Kolbein.

Þarna leikur Kolbeinn með orðið úlnliður en af því eru einnig til framburðarmyndirnar [ungliður, úlliður] og [únliður]. Af tungl eru til framburðarmyndirnar [túln] og [túnl]. Hvað vatn áhrærir finnast rímorð við aukafallsmyndir, eins og við eignarfallið vatns [frb. vass]. Þar má nefna djass, glass, grass, hlass, hvass, kjass, krass, pass, rass, skass. Við þágufallið vatni rímar batni og sjatni og sömu sagnir gefa af sér rímorð við þágufall fleirtölu, vötnum. Við eignarfallsmynd fleirtölu vatna ríma til dæmis batna, gatna, platna, skatna. Dæmin eru fengin úr Rímorðabók Eiríks Rögnvaldssonar (1989:30). Erfiðara er hins vegar að finna rímorð á móti nefnifallsmyndinni vatn. Sumir hafa þá leikið sér að því að skipta rímorðinu milli lína þannig að á móti vatn rími batn-, skatn- en beygingarendingin komi fremst í næstu línu. Mynd: ESO Photo Gallery