Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Að því marki sem réttmætt er að benda á einn tiltekinn einstakling, þá er það bandaríski uppfinningamaðurin Thomas Alva Edison.
Eins og flestar aðrar uppgötvanir átti ljósaperan sér aðdraganda. Breski efnafræðingurinn Sir Humphry Davy gerði fyrstur manna tilraunir með svokallaða ljósboga þar sem rafstraumur er látinn hlaupa milli skauta. Hann fékk líka mjóan platínuvír til að glóa með því að senda rafstraum um hann. Frá því um 1840 voru tekin út mörg einkaleyfi á slíkum glóðarlömpum en enginn þeirra náði útbreiðslu þar til bandaríski uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison (1847-1931) bjó til ljósaperu með lýsandi kolefnisþræði árið 1879. Um svipað leyti var einnig farið að nota ýmiss konar ljósbogalampa. Fyrsta nothæfa ljósbogalampanum var komið fyrir í vita á Dungeness í Englandi árið 1862.
Uppdráttur að fyrstu ljósaperunni. Smelltu á myndina til að skoða stærra eintak af henni.
Með tímanum og reynslunni kom í ljós að málmurinn wolfram eða þungsteinn hentaði betur í ljósaperur en kolefnið sem Edison hafði notað. Notkun wolframs í perur hófst árið 1913. Flúrljós komu síðan á markað árið 1938.
Æviferill Edisons er væntanlega mörgum kunnur. Hann þróaði ekki aðeins ljósaperuna heldur einnig til dæmis rafala, hljóðrita, rafhlöðu og kvikmyndavél. Líklega hafa fáir einstaklingar haft meiri áhrif á tækniþróunina en hann.
Frekara lesefni af Vísindavefnum: