Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2811 svör fundust
Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?
Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...
Hvers vegna lifa elgir ekki á Íslandi?
Ástæðan fyrir því að elgir lifa ekki á Íslandi er sú að þeir hafa ekki verið fluttir til landsins. Eina spendýrið sem var á Íslandi þegar landnámsmenn komu hingað fyrir rúmum 1.000 árum var refurinn. Önnur landspendýr hafa borist hingað með mönnum og á það jafnt við um húsdýr og dýr sem lifa villt í náttúrunn...
Af hverju bjóðum við ekki 'góðan morgun' líkt og gert er í öðrum germönskum málum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju bjóðum við Íslendingar ekki hvor öðrum góðan morgun líkt og gert er í öllum öðrum germönskum málum? Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Það er vissulega rétt að grannar okkar bjóða góðan morgunn fram til klukkan tólf eða e...
Vísindavefur Háskóla Íslands hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar
Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir vel unnin störf á sviði málræktar á Málræktarþingi sem fram fór í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 26. september. Íslensk málnefnd hefur starfað í 55 ár og hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum g...
Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?
Upprunalega spurningin var: Mynd af Miklahvelli er oft sýnd sem trekt frá upphafinu eins og rof á blöðru. Út um hvert allt lak. Gengu ekki efnisstrókar í allar áttir frá Miklahvelli eins og við ímyndum okkur venjulega sprengingu? Samkvæmt þekkingu nútímavísinda miðast upphaf alheimsins við það sem nefnt er Mikl...
Hvað er „að prumpa í stampinn“ og hvaðan kemur orðasambandið?
Eftir því sem vitað er tengist orðasambandið að prumpa í stampinn Norðurlandi, einkum Akureyri. Það er í raun merkingarlítið. Allir þekkja sögnina að prumpa ‘leysa vind’ og nafnorðið stamp um kringlóttan bala. Sunnlendingar gerðu og gera ef til vill enn gys að norðlensku málfari, einkum rödduðum framburði. Á Tímar...
Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur?
Þau sem hafa fóðrað garðfugla svo sem svartþresti (Turdus merula) og skógarþresti (Turdus iliacus) á rúsínum hafa tekið eftir því hversu hrifnir þeir eru af þessum þurrkuðu vínberjum. Rúsínur eru á engan hátt skaðlegar fyrir fugla og því er í lagi að fóðra þá á þeim. Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti e...
Hvað gerist ef sæstrengur rofnar og hvað tekur viðgerð langan tíma?
Fjórir sæstrengir tengja Ísland við umheiminn og nánast öll fjarskipti Íslands við önnur lönd fara um þessa strengi. Sæstrengir eru því ein af lífæðum samfélagins á líkan hátt og innflutningur á matvælum eða innlend matvælaframleiðsla. Strengirnir DANICE, ÍRIS og FARICE-1 eru í eigu Íslendinga og um þá fer lang...
Hver var fyrsta skáldsagan?
Þessi spurning er erfið og verður svarið því óhjákvæmilega bæði flókið og ófullkomið. Listina að segja sögu hefur mannkynið stundað frá örófi alda en hvenær tekur þessi list á sér það form sem við köllum skáldsögu? Þetta veltur auðvitað á því hvernig við skilgreinum skáldsöguna. Ef við skilgreinum hana sem frás...
Er ekki hægt að komast hraðar en ljósið með því að leggja einn hraða við annan?
Greinilegt er að margir velta fyrir sér þeirri takmörkun hraðans sem felst í forsögn afstæðiskenningarinnar þess efnis að enginn hlutur eða boð komist hraðar en ljósið. Mörgum dettur í hug að yfirstíga þetta með því að leggja einn hraða við annan eins og lýst er í þessum spurningum:Ef ég er ljós og er á ljóshraða,...
Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?
Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...
Hagnast Kínverjar meira en Bandaríkjamenn á viðskiptum þjóðanna?
Nokkuð snúið er að meta hve mikinn hag ein þjóð hefur af viðskiptum við aðra. Ein leið til að skoða þetta væri að reyna að áætla hve mikill kaupmáttur þjóðartekna væri hjá tiltekinni þjóð ef hún gæti ekki átt viðskipti við ákveðna aðra þjóð og bera það saman við hver kaupmátturinn er nú í raun. Svona æfingar er hæ...
Hvað er Tobin-skattur? Yrði hann skaðlegur fyrir heimsbyggðina?
Þetta svar birtist á Vísindavefnum árið 2002 og var birt 17. ágúst 2011 á Evrópuvefnum í tilefni af því að Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa sett fram hugmyndir um að innleiða Tobin-skatt á fjármálagjörninga og nota tekjurnar til að styrkja fjármálakerfi Evrópusambandsins...
Hvernig verkar sólarrafhlaða?
Ljósspennurafhlöð (e. photovoltaic cells) eru tól sem umbreyta sólarljósi (ljósorku) beint í raforku. Þau eru gerð úr hálfleiðurum. Nánar má lesa um þá í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er hálfleiðari? Þegar skeytt er saman hálfleiðurum með annars vegar n-leiðni og hins vegar p-leiðni eru mynduð svo...
Hvað hét hestur Alexanders mikla?
Stríðsfákur Alexanders mikla Makedóníukonungs (356-323 fyrir Krist) hét Búkífalos, en það merkir uxahaus. Búkífalos dó af sárum sem hann hlaut í síðustu stórorrustu Alexanders við ána Hydaspes sem nú nefnist Jhelum og er í Pakistan. Til að minnast hans reisti Alexander borgina Búkefala sem stóð að öllum líkindum þ...