Elgir lifa á norðlægum slóðum og vel má vera að þeir gætu lifað á Íslandi án þess þó að neitt sé fullyrt um það hér og nú. Hins vegar eru strangar reglur um innflutning dýra til landsins og það er mjög hæpið að leyfi fengist til þess að flytja elgi til Íslands. Tilkoma nýrra dýrategunda hefur alltaf í för með sér einhverjar breytingar á vistkerfinu og þær geta reynst skaðlegar. Hætta á dýrasjúkdómum er einnig sterk rök fyrir ströngum reglum um innflutning dýra. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins? eftir Sigurð Guðmundsson
- Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir? eftir Jón Má Halldórsson
- Norralajakt.com. Sótt 18. 3. 2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.