Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?

EDS

Í dag eru hreindýr aðeins á Austurlandi en svo var ekki alltaf. Hreindýr voru flutt til Íslands frá norður Noregi í fjórum hópum á árunum 1771-87. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, það er að segja til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, dóu allir út. Talið er að harðir vetur, hagleysa og ofbeit í vetrarhögum hafi ráðið mestu um að þessir stofnar dóu smám saman út.

Fjórði hópurinn var fluttur til Vopnafjarðar árið 1787. Náttúra Austurlands virðist hafa hentað hreindýrunum mjög vel og eru dýrin sem lifa á landinu í dag afkomendur þessara dýra.



Hreindýr við Heinabergsjökul.

Það hefur nokkrum sinnum komið til tals að flytja hreindýr til annarra svæða á landinu. Hins vegar hefur ekki fengist leyfi til þess og eru rökin aðallega sú að hætta geti verið á að dýrin beri með sér sauðfjársjúkdóma. Umræða á þessa vegu var meðal annars haustið 2010 þegar fulltrúar í bæjarstjórn Vesturbyggðar vildu óska eftir því hreindýr yrðu flutt frá Austurlandi á Vestfirði. Yfirdýralæknir mælti á móti því þar sem hreindýrin fyrir austan ganga meira og minna saman með sauðfé og þar hafi verið sjúkdómar eins og garnaveiki og riðuveiki. Hreindýrin geti verið smitberar en þessa sjúkdóma vilji menn ekki fá á Vestfirði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Hjörvar Ingi Hauksson, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58924.

EDS. (2011, 16. mars). Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58924

EDS. „Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58924>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?
Í dag eru hreindýr aðeins á Austurlandi en svo var ekki alltaf. Hreindýr voru flutt til Íslands frá norður Noregi í fjórum hópum á árunum 1771-87. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, það er að segja til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, dóu allir út. Talið er að harðir vetur, hagleysa og ofbeit í vetrarhögum hafi ráðið mestu um að þessir stofnar dóu smám saman út.

Fjórði hópurinn var fluttur til Vopnafjarðar árið 1787. Náttúra Austurlands virðist hafa hentað hreindýrunum mjög vel og eru dýrin sem lifa á landinu í dag afkomendur þessara dýra.



Hreindýr við Heinabergsjökul.

Það hefur nokkrum sinnum komið til tals að flytja hreindýr til annarra svæða á landinu. Hins vegar hefur ekki fengist leyfi til þess og eru rökin aðallega sú að hætta geti verið á að dýrin beri með sér sauðfjársjúkdóma. Umræða á þessa vegu var meðal annars haustið 2010 þegar fulltrúar í bæjarstjórn Vesturbyggðar vildu óska eftir því hreindýr yrðu flutt frá Austurlandi á Vestfirði. Yfirdýralæknir mælti á móti því þar sem hreindýrin fyrir austan ganga meira og minna saman með sauðfé og þar hafi verið sjúkdómar eins og garnaveiki og riðuveiki. Hreindýrin geti verið smitberar en þessa sjúkdóma vilji menn ekki fá á Vestfirði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....