Það hefur nokkrum sinnum komið til tals að flytja hreindýr til annarra svæða á landinu. Hins vegar hefur ekki fengist leyfi til þess og eru rökin aðallega sú að hætta geti verið á að dýrin beri með sér sauðfjársjúkdóma. Umræða á þessa vegu var meðal annars haustið 2010 þegar fulltrúar í bæjarstjórn Vesturbyggðar vildu óska eftir því hreindýr yrðu flutt frá Austurlandi á Vestfirði. Yfirdýralæknir mælti á móti því þar sem hreindýrin fyrir austan ganga meira og minna saman með sauðfé og þar hafi verið sjúkdómar eins og garnaveiki og riðuveiki. Hreindýrin geti verið smitberar en þessa sjúkdóma vilji menn ekki fá á Vestfirði. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig fara hreindýratalningar fram? eftir Skarphéðin Þórisson
- Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi og hversu mörg þeirra eru villt? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu? Skarphéðin Þórisson
- Hreindýr - bæklingur gefinn út af Náttúrustofa Austurlands í samstarfi við Þekkingarnet Austurlands og NEED.
- Náttúrustofa Austurlands.
- Umsögn dýralæknaráðs á vef Matvælastofnunar.
- Hreindýr ekki leyfð á Vestfjörðum á vef RÚV.
- Mynd: Brunnhóll. Sótt 24. 3. 2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.