Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi og hversu mörg þeirra eru villt?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Skarphéðin Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands hefur fjallað um hreindýratalningar í svari hér á Vísindavefnum, en slíkar talningar eru grundvöllur þess að hægt sé að meta stofnstærð hreindýra. Þar segir meðal annars:
Í stuttu máli fara hreindýratalningar þannig fram í dag að í júlí er flogið yfir Snæfellsöræfi, hreindýrahjarðirnar myndaðar og síðan talið af myndunum. Þar má greina á milli fullorðinna dýra og kálfa. Náttúrustofa Austurlands skipuleggur síðan aðra talningu í mars, sendir völdum talningarmönnum eyðublöð til útfyllingar og upplýsingar um hvenær eigi að telja. Talningarmennirnir hafa viku til verksins og hafa þeir samráð sín á milli til að fyrirbyggja tvítalningu.
Stofnstærð hreindýra er svo metin út frá niðurstöðum þessara talninga. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan hefur stærð hreindýrastofnsins í júlí mest verið áætluð rúmlega 4.000 dýr og var það í byrjun 8. áratugar síðust aldar og aftur í lok þess 9. Minnstur hefur stofninn verið í verið metinn um 2.500 dýr um miðjan 10. áratuginn. Undanfarin ár hefur stofninn farið vaxandi og er talið að sumarstofninn árið 2002 hafi verið hátt í 4.000 dýr.



Heimild: Náttúrustofa Austurlands

Öll hreindýr á Íslandi eru villt nema dýrin sem höfð eru í haldi í Klausturseli á Jökuldal og í Húsdýragarðinum í Reykjavík.

Áhugasamir lesendur geta nálgast meiri fróðleik um hreindýr á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.1.2004

Spyrjandi

Alfreð Finnbogason, f. 1989

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi og hversu mörg þeirra eru villt?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3951.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 16. janúar). Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi og hversu mörg þeirra eru villt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3951

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi og hversu mörg þeirra eru villt?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3951>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi og hversu mörg þeirra eru villt?
Skarphéðin Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands hefur fjallað um hreindýratalningar í svari hér á Vísindavefnum, en slíkar talningar eru grundvöllur þess að hægt sé að meta stofnstærð hreindýra. Þar segir meðal annars:

Í stuttu máli fara hreindýratalningar þannig fram í dag að í júlí er flogið yfir Snæfellsöræfi, hreindýrahjarðirnar myndaðar og síðan talið af myndunum. Þar má greina á milli fullorðinna dýra og kálfa. Náttúrustofa Austurlands skipuleggur síðan aðra talningu í mars, sendir völdum talningarmönnum eyðublöð til útfyllingar og upplýsingar um hvenær eigi að telja. Talningarmennirnir hafa viku til verksins og hafa þeir samráð sín á milli til að fyrirbyggja tvítalningu.
Stofnstærð hreindýra er svo metin út frá niðurstöðum þessara talninga. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan hefur stærð hreindýrastofnsins í júlí mest verið áætluð rúmlega 4.000 dýr og var það í byrjun 8. áratugar síðust aldar og aftur í lok þess 9. Minnstur hefur stofninn verið í verið metinn um 2.500 dýr um miðjan 10. áratuginn. Undanfarin ár hefur stofninn farið vaxandi og er talið að sumarstofninn árið 2002 hafi verið hátt í 4.000 dýr.



Heimild: Náttúrustofa Austurlands

Öll hreindýr á Íslandi eru villt nema dýrin sem höfð eru í haldi í Klausturseli á Jökuldal og í Húsdýragarðinum í Reykjavík.

Áhugasamir lesendur geta nálgast meiri fróðleik um hreindýr á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands....