Af hverju bjóðum við Íslendingar ekki hvor öðrum góðan morgun líkt og gert er í öllum öðrum germönskum málum?Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Það er vissulega rétt að grannar okkar bjóða góðan morgunn fram til klukkan tólf eða eitt. God morgen segja Danir og Norðmenn, góðan morgun segja Færeyingar, guten Morgen segja Þjóðverjar, good morning Bretar og skipta síðan yfir í daginn eftir hádegi. Við segjum bara góðan dag frá því við vöknum og fram undir kvöldmat.

Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Margar grannþjóðir bjóða góðan morgun fram til klukkan tólf eða eitt en Íslendingar gera það ekki nema rétt í gamni.
- Free photo: People, Old, Elderly, Man, Woman - Free Image on Pixabay - 2582878. (Sótt 22.03.2018).