Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist ef sæstrengur rofnar og hvað tekur viðgerð langan tíma?

Örn Orrason

Fjórir sæstrengir tengja Ísland við umheiminn og nánast öll fjarskipti Íslands við önnur lönd fara um þessa strengi. Sæstrengir eru því ein af lífæðum samfélagins á líkan hátt og innflutningur á matvælum eða innlend matvælaframleiðsla.

Strengirnir DANICE, ÍRIS og FARICE-1 eru í eigu Íslendinga og um þá fer langmest af umferðinni. Þessir þrír strengir hafa staðið sig afskaplega vel og aldrei bilað á þann hátt að grípa þurfi til viðgerða neðansjávar. Algengast er að sæstrengir slitni af mannavöldum, vegna fiskveiða eða akkera.

Mynd sem sýnir sæstrengina fjóra sem liggja frá Íslandi til Evrópu og Norður-Ameríku.

Það er flókið og tímafrekt að gera við sæstrengi. Til þess þarf sérhæft viðgerðaskip en nokkur slík eru til reiðu í okkar hluta heimsins. Viðgerð á sæstreng tekur ekki minna en 2 vikur ef allt gengur eins vel og hægt er en oft hamla veður og mikil ölduhæð viðgerð.

Þar sem Ísland nýtir að minnsta kosti þrjá sæstrengi þá munu fjarskipti virka vel þótt einn eða jafnvel tveir eru bilaðir á sama tíma. Einn strengur getur haldið uppi góðu þjónustustigi.

Mynd:
  • Örn Orrason.

Höfundur

Örn Orrason

verkfræðingur hjá Farice

Útgáfudagur

28.6.2023

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Örn Orrason. „Hvað gerist ef sæstrengur rofnar og hvað tekur viðgerð langan tíma?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85224.

Örn Orrason. (2023, 28. júní). Hvað gerist ef sæstrengur rofnar og hvað tekur viðgerð langan tíma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85224

Örn Orrason. „Hvað gerist ef sæstrengur rofnar og hvað tekur viðgerð langan tíma?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85224>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef sæstrengur rofnar og hvað tekur viðgerð langan tíma?
Fjórir sæstrengir tengja Ísland við umheiminn og nánast öll fjarskipti Íslands við önnur lönd fara um þessa strengi. Sæstrengir eru því ein af lífæðum samfélagins á líkan hátt og innflutningur á matvælum eða innlend matvælaframleiðsla.

Strengirnir DANICE, ÍRIS og FARICE-1 eru í eigu Íslendinga og um þá fer langmest af umferðinni. Þessir þrír strengir hafa staðið sig afskaplega vel og aldrei bilað á þann hátt að grípa þurfi til viðgerða neðansjávar. Algengast er að sæstrengir slitni af mannavöldum, vegna fiskveiða eða akkera.

Mynd sem sýnir sæstrengina fjóra sem liggja frá Íslandi til Evrópu og Norður-Ameríku.

Það er flókið og tímafrekt að gera við sæstrengi. Til þess þarf sérhæft viðgerðaskip en nokkur slík eru til reiðu í okkar hluta heimsins. Viðgerð á sæstreng tekur ekki minna en 2 vikur ef allt gengur eins vel og hægt er en oft hamla veður og mikil ölduhæð viðgerð.

Þar sem Ísland nýtir að minnsta kosti þrjá sæstrengi þá munu fjarskipti virka vel þótt einn eða jafnvel tveir eru bilaðir á sama tíma. Einn strengur getur haldið uppi góðu þjónustustigi.

Mynd:
  • Örn Orrason.
...