Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti. Epli, perur, melónur, banana, vínber, rúsínur og margar fleiri tegundir er hægt að gefa fuglum, um að gera að prófa sig áfram. Mælt er með að leggja þurrkaða ávexti í bleyti vor og sumar. Ekki er mælt með að gefa lárperur (avókadó), þar sem rannsóknir hafa sýnt það sem dánarorsök búrfugla.Það er óhætt fyrir flest dýr að éta rúsínur en hundar eru undantekning. Rúsínur og vínber haft óæskileg áhrif á líkamsstarfsemi þeirra, meðal annars getur virkni nýrna skaðast á rúsínuáti, og því ætti alls ekki að fóðra hunda á slíku góðgæti. Mynd:
- Silkitoppa - Bohemian Waxwing - Bombycilla garrulus | Flickr. Höfundur myndar: Örn Óskarsson. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 7.4.2021).