Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1185 svör fundust
Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt?
Aðrir spyrjendur eru nokkrir nemendur 7. bekkjar Lágafellsskóla:Harpa Methúsalemsdóttir, Tómas Helgi Valdimarsson, Kristín Helga Hermannsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson, Karen Gústavsdóttir, Alex Jökulsson Við höfum áður fjallað um litinn á sólinni, til dæmis af hverju hún verður gul og síðan rauðleit eftir því s...
Hvað eru hveitibjöllur?
Hér er einnig svarað spurningunni: Getið þið sagt mér eitthvað um hveitibjöllur, hvort þær séu langlífar og hvernig sé best að losna við þær? Hveitibjallan (Tribolium destructor) er bjöllutegund sem er vel þekkt meindýr hér á landi, en hún leggst oft á mjöl og annað kornmeti. Fullorðin dýr eru dökkbrún að l...
Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?
Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess se...
Hversu vel heyra kettir?
Heyrn katta nær yfir óvenju breitt tíðnisvið. Lægsta tíðni sem þeir heyra er um 20 Hz (en Hz táknar bylgjur á sekúndu) sem er nokkuð svipað og hjá okkur mannfólkinu. Hins vegar skynja kettir hljóðbylgjur af óvenju hárri tíðni, eða allt að 65 þúsund Hz. Til samanburðar eru hærri mörk heyrnar hjá mannfólkinu í kring...
Eru hvalir með hár?
Feldur spendýra hefur það meginhlutverk að halda á þeim hita. Ef feldurinn blotnar dregur mikið úr einangrunargildi hans. Þróunin hjá sjávarspendýrum hefur því orðið sú að í stað líkamshára hafa þau þykkt fitulag sem er mun betri varmaeinangrun í sjónum. Hvalir eru þó ekki með öllu hárlausir. Í móðurkviði eru ...
Af hverju er grasið grænt?
Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans...
Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?
Allir fiskar og reyndar öll dýr sem lifa í vatni, hafa sitt eigið seltusvið, en það merkir að þau eru aðlöguð lífi í vatni með ákveðinn seltustyrk. Í raun inniheldur allt vatn eitthvað salt, hvort sem við köllum það ferskvatn eða saltvatn. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað átt er við með osmósu...
Hvað éta járnsmiðir?
Járnsmiður (Nebria rufescens) er liðdýr af ættinni Carabidae. Þeir eru yfirleitt um 9-12 mm að lengd, með fálmara og 6 langa fætur sem gera þeim kleift að spretta úr spori en þeir hafa fremur veikburða vængi. Járnsmiðir eru nokkuð loðnir en þeir lifa í rökum jarðvegi við lítt gróna tjarnarbakka og bakka straumvatn...
Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar?
Nú á dögum finnst blettatígurinn (Acinonyx jubatus) aðallega á gresju- og stjaktráasvæðum í sunnan- og austanverðri Afríku. Hann forðast hins vegar svæði þar sem þéttleiki trjáa verður of mikill því veiðitækni hans felst í því að hlaupa uppi bráð á geysilegum hraða og slíkt er ekki heppilegt í þéttum skógi. Algeng...
Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?
Froskdýr (Amphibia) er einn af fimm flokkum hryggdýra, hinir eru spendýr, fiskar, fuglar og skriðdýr. Froskdýr greinast í þrjá hópa, salamöndrur (Caudata eða Urodela) sem ólíkt öðrum froskdýrum hafa rófu alla ævi, froska og körtur (Anura) sem fullvaxnir eru rófulausir og að loks hóp sem kalla má ormakörtur (Gymno...
Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?
Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða...
Er eitrið deltametrín sem er notað gegn silfurskottum skaðlegt mönnum?
Deltametrín (e. deltamethrin) er eitt mest notaða skordýraeitur í heiminum. Það er meðal annars mikið notað af meindýraeyðum á Íslandi. Efnið er í flokki öruggustu efna gagnvart spendýrum, meðal annars mönnum, en það getur valdið miklu skaða á fiskum og öðru vatnalífverum og því þarf að nota efnið með mikilli varú...
Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?
Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum. Andhis...
Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr?
Ekki er vitað um blending ljóns og tígrisdýrs í náttúrunni. Slíkir blendingar, sem á ensku kallast liger (samsett úr lion og tiger), eru hins vegar til í dýragörðum. Þessi dýr eru oftast risavaxin og marktækt stærri en amurtígrisdýrin (Panthera tigris altaica) sem einnig nefnast ussuritígrisdýr eða síberíutígrisdý...
Hvaða skordýr eru þetta hér á húsveggnum á Laugum í Þingeyjarsveit?
Upprunalega spurningin var þessi: Hvaða skordýr er á myndinni? Mig langar að vita hvaða dýr þetta er? Ég bý á Laugum í Þingeyjarsveit og sá margar svona á húsveggnum hjá mér. Skordýrið á myndinni sem spyrjandi sendi kallast fíflalús (Uroleucon taraxaci). Heitið er dregið af því að fíflalúsin lifir á túnfífl...