Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr?

Jón Már Halldórsson

Ekki er vitað um blending ljóns og tígrisdýrs í náttúrunni. Slíkir blendingar, sem á ensku kallast liger (samsett úr lion og tiger), eru hins vegar til í dýragörðum. Þessi dýr eru oftast risavaxin og marktækt stærri en amurtígrisdýrin (Panthera tigris altaica) sem einnig nefnast ussuritígrisdýr eða síberíutígrisdýr, en þau eru þau stærstu sem finnast í náttúrunni.

Mörg dæmi eru um blending ljóna og tígrisdýra sem hafa vegið rúmlega 350 kg. Ligerinn Nook sem lifði í Wisconsin í Bandaríkjunum, náði að verða 21 árs áður en hann drapst árið 2007. Hann er að öllum líkindum stærsta kattadýr sem hefur lifað en hann vó hvorki minna né meira en 550 kg.

Blendingurinn Herkúles sem lifir í dýragarði í Miami hefur komist í heimsmetabók Guinness sem stærsta lifandi kattardýr í heimi. Hann vegur yfir 410 kg.

Jarðsagan hefur hins vegar að geyma minjar um villt kattardýr töluvert stærri en amurtígrisdýrin, svo sem hellaljónið (Panthera leo spelaea) og suður-ameríska sverðtígurinn (Smilodon populator) en hann gat vegið allt að 400 kg. Þessar tegundir dóu út fyrir þúsundum ára.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.11.2014

Spyrjandi

Sigríður Lára Jónasdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68572.

Jón Már Halldórsson. (2014, 17. nóvember). Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68572

Jón Már Halldórsson. „Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68572>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr?
Ekki er vitað um blending ljóns og tígrisdýrs í náttúrunni. Slíkir blendingar, sem á ensku kallast liger (samsett úr lion og tiger), eru hins vegar til í dýragörðum. Þessi dýr eru oftast risavaxin og marktækt stærri en amurtígrisdýrin (Panthera tigris altaica) sem einnig nefnast ussuritígrisdýr eða síberíutígrisdýr, en þau eru þau stærstu sem finnast í náttúrunni.

Mörg dæmi eru um blending ljóna og tígrisdýra sem hafa vegið rúmlega 350 kg. Ligerinn Nook sem lifði í Wisconsin í Bandaríkjunum, náði að verða 21 árs áður en hann drapst árið 2007. Hann er að öllum líkindum stærsta kattadýr sem hefur lifað en hann vó hvorki minna né meira en 550 kg.

Blendingurinn Herkúles sem lifir í dýragarði í Miami hefur komist í heimsmetabók Guinness sem stærsta lifandi kattardýr í heimi. Hann vegur yfir 410 kg.

Jarðsagan hefur hins vegar að geyma minjar um villt kattardýr töluvert stærri en amurtígrisdýrin, svo sem hellaljónið (Panthera leo spelaea) og suður-ameríska sverðtígurinn (Smilodon populator) en hann gat vegið allt að 400 kg. Þessar tegundir dóu út fyrir þúsundum ára.

Heimild og mynd:

...