Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?

Jón Már Halldórsson

Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess sem tegundasamsetning þeirra er mjög frábrugðin flestu sem finnst hér á landi. Harðgerðar íslenskar plöntur væru að öllum líkindum fullframandi fyrir þessar stóru skepnur, en vísundar geta orðið allt að 900 kg og því er ljóst að þeir þurfa að innbyrða mikið magn af fæðu dag hvern. Ótal fleiri vistfræðilegir þættir gætu unnið gegn vísundunum hér á landi, en sem dæmi má nefna veðurfar og legu landsins.



Vísundahjörð á beit á gresjum Norður-Ameríku

Nokkrum sinnum hefur verið reynt að auka við tegundafjölbreytni spendýra í íslenskri náttúru, og hefur þá í flestum tilfellum verið reynt að flytja hingað dýr sem aðlöguð eru að norðlægum aðstæðum. Besta dæmið um slíkan innflutning eru hreindýrin sem flutt voru hingað á 18. öld og hefur farnast ágætlega. Ekki hafa öll norðlæg spendýr þó verið flutt hingað með góðum árangri, en sem dæmi má nefna að sauðnaut sem flutt voru hingað dóu öll úr sjúkdómum áður en hægt var að láta þau laus. Þær aðstæður sem vísundar lifa við á sléttum Norður-Ameríku eru mjög frábrugðnar erfiðum aðstæðum á norðlægum slóðum og það verður því að teljast ólíklegt að þeir mundu spjara sig hér. Það væri því betra að reyna ekki svo kostnaðarsama flutninga þar sem það væri bæði sóun á fjármagni og myndi einnig valda dýrunum óþarfa þjáningu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Mynd: Iternet.edu

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.1.2006

Spyrjandi

Úlfur Karlsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5601.

Jón Már Halldórsson. (2006, 30. janúar). Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5601

Jón Már Halldórsson. „Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5601>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?
Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess sem tegundasamsetning þeirra er mjög frábrugðin flestu sem finnst hér á landi. Harðgerðar íslenskar plöntur væru að öllum líkindum fullframandi fyrir þessar stóru skepnur, en vísundar geta orðið allt að 900 kg og því er ljóst að þeir þurfa að innbyrða mikið magn af fæðu dag hvern. Ótal fleiri vistfræðilegir þættir gætu unnið gegn vísundunum hér á landi, en sem dæmi má nefna veðurfar og legu landsins.



Vísundahjörð á beit á gresjum Norður-Ameríku

Nokkrum sinnum hefur verið reynt að auka við tegundafjölbreytni spendýra í íslenskri náttúru, og hefur þá í flestum tilfellum verið reynt að flytja hingað dýr sem aðlöguð eru að norðlægum aðstæðum. Besta dæmið um slíkan innflutning eru hreindýrin sem flutt voru hingað á 18. öld og hefur farnast ágætlega. Ekki hafa öll norðlæg spendýr þó verið flutt hingað með góðum árangri, en sem dæmi má nefna að sauðnaut sem flutt voru hingað dóu öll úr sjúkdómum áður en hægt var að láta þau laus. Þær aðstæður sem vísundar lifa við á sléttum Norður-Ameríku eru mjög frábrugðnar erfiðum aðstæðum á norðlægum slóðum og það verður því að teljast ólíklegt að þeir mundu spjara sig hér. Það væri því betra að reyna ekki svo kostnaðarsama flutninga þar sem það væri bæði sóun á fjármagni og myndi einnig valda dýrunum óþarfa þjáningu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Mynd: Iternet.edu

...