Ferskvatnsfiskar eru saltari en umhverfið og draga í sig vatn við osmósu en sölt leita út. Þeir þurfa þess vegna í sífellu að losa sig við vatn og varðveita söltin til þess að líkaminn haldi réttu seltustigi. Sjávardýr eru hins vegar aðlöguð lífi í umhverfi sem er mun selturíkari en þau sjálf. Þar er ferlið því öfugt miðað við ferskvatnsfiska, vatnið streymir út úr þeim við osmósuhimnuflæði en sölt inn við efnaflæði. Líkamsstarfsemi þeirra miðast að því að sporna gegn þessu, halda í vatnið en losa sig við söltin. Ef þorskur eða annar sjávarfiskur er settur í ferskvatn breytast allar aðstæður. Þá er fiskurinn orðinn saltari en umhverfið þannig að vatn flæðir inn í hann og ruglar öllu vökvajafnvægi hans þar sem hann er ekki aðlagaður því að losa sig við umfram vatn eins og ferskvatnsfiskar. Fiskar sem lifa alla sína tilveru í sjó og eru settir í ferskvatn deyja vegna þessa mjög fljótt. Meira lesefni: Mynd:
Ferskvatnsfiskar eru saltari en umhverfið og draga í sig vatn við osmósu en sölt leita út. Þeir þurfa þess vegna í sífellu að losa sig við vatn og varðveita söltin til þess að líkaminn haldi réttu seltustigi. Sjávardýr eru hins vegar aðlöguð lífi í umhverfi sem er mun selturíkari en þau sjálf. Þar er ferlið því öfugt miðað við ferskvatnsfiska, vatnið streymir út úr þeim við osmósuhimnuflæði en sölt inn við efnaflæði. Líkamsstarfsemi þeirra miðast að því að sporna gegn þessu, halda í vatnið en losa sig við söltin. Ef þorskur eða annar sjávarfiskur er settur í ferskvatn breytast allar aðstæður. Þá er fiskurinn orðinn saltari en umhverfið þannig að vatn flæðir inn í hann og ruglar öllu vökvajafnvægi hans þar sem hann er ekki aðlagaður því að losa sig við umfram vatn eins og ferskvatnsfiskar. Fiskar sem lifa alla sína tilveru í sjó og eru settir í ferskvatn deyja vegna þessa mjög fljótt. Meira lesefni: Mynd: