Þriðja og síðasta aðlögunin sem nefnd verður hér tengist stjórnun á jafnvægi á styrk salts (NaCl) í líkama laxins. Þekjufrumur í tálknum fisksins framleiða lífhvata sem nefnist ATP-asi, en hann klýfur orkuflutningssameindina ATP. Laxinn notar orkuna sem losnar í ferlinu til að flytja Na+ og Cl- jónir með virkum hætti út úr líkama sínum. Þessi flutningur á sér stað í frumuhimnum þessara sérstöku frumna í tálknum fisksins. Orkunnar er þörf þar sem flutningur jónanna er úr veikari styrk í hærri styrk jónanna. Þegar laxinn er í sjó eru eru Na+ og Cl- jónirnar fluttar með virkum hætti úr blóði laxins í sjóinn um tálknin en í fersku vatni þá snýst hlutverk ATP-asans við. Með þessum hætti tekst laxinum að halda saltbúskap líkamans í jafnvægi. Þessar merkilegu aðlaganir sem hér hafa verið nefndar eru aðallega bundnar við laxfiska svo sem atlantshafslax og kyrrahafslax (Oncorhynchus sp.) en einnig sjóbleikju og sjóbirting. Laxarnir hafa það þó fram yfir frændur sína af laxfiskakyninu að aðlögunin er mun hraðari. Þess má geta að állinn sýnir samskonar aðlögun en hann gengur til sjávar til hrygningar, ólíkt laxinum sem fer í ferskvatn til að hrygna. Höfundur þakkar Árna Ísakssyni fv. veiðmálastjóra fyrir ýmsar gagnlegar upplýsingar við gerð þessa svars. Meira lesefni:
- Hvað eru jónir og hvað gera þær? eftir Sigríði Jónsdóttur
- Hvað er ATP? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvað er vitað um laxa? eftir Jón Má Halldórsson og Kristján Frey Helgason
- Wikimedia.org. © Hans-Petter Fjeld. Myndin er birt undir Creative Commons Attribution ShareAlike 2.5 leyfi