ATP er því nokkurs konar orkubanki frumnanna. Bankasamlíkingin felst í því að þegar orka losnar í frumu er hún nýtt til að mynda ATP, orka er sem sagt lögð inn í ATP. Þar geymist hún þar til fruman þarf á orku að halda. Þá er orkan tekin út úr bankanum með því að rjúfa ATP í ADP og fosfathóp. Í hvora áttina efnabreyting milli ATP og ADP gengur fer eftir ástandi frumunnar á hverjum tíma og er því stjórnað af ensímum sem eru hvatar í frumum. Ein meginástæða þess að við þurfum að fá fosfór sem steinefni úr mat er sú að hann er hráefni til myndunar á þessum adenósín fosfötum, en þau eru lífsnauðsynleg í öllum orkubúskap lífvera. Mynd: Að grunninum til er myndin af vef Gresham High School: ATP and Cell Energy en íslenskuð og lagfærð af ritstjórn Vísindavefsins.
ATP er því nokkurs konar orkubanki frumnanna. Bankasamlíkingin felst í því að þegar orka losnar í frumu er hún nýtt til að mynda ATP, orka er sem sagt lögð inn í ATP. Þar geymist hún þar til fruman þarf á orku að halda. Þá er orkan tekin út úr bankanum með því að rjúfa ATP í ADP og fosfathóp. Í hvora áttina efnabreyting milli ATP og ADP gengur fer eftir ástandi frumunnar á hverjum tíma og er því stjórnað af ensímum sem eru hvatar í frumum. Ein meginástæða þess að við þurfum að fá fosfór sem steinefni úr mat er sú að hann er hráefni til myndunar á þessum adenósín fosfötum, en þau eru lífsnauðsynleg í öllum orkubúskap lífvera. Mynd: Að grunninum til er myndin af vef Gresham High School: ATP and Cell Energy en íslenskuð og lagfærð af ritstjórn Vísindavefsins.