Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða skordýr eru þetta hér á húsveggnum á Laugum í Þingeyjarsveit?

JMH og JGÞ

Upprunalega spurningin var þessi:

Hvaða skordýr er á myndinni? Mig langar að vita hvaða dýr þetta er? Ég bý á Laugum í Þingeyjarsveit og sá margar svona á húsveggnum hjá mér.

Skordýrið á myndinni sem spyrjandi sendi kallast fíflalús (Uroleucon taraxaci). Heitið er dregið af því að fíflalúsin lifir á túnfíflum, en fræðiheiti þeirra er Taraxacum. Fíflalúsin heldur sig aðallega á neðra borði laufblaða túnfífla og við blaðgrunninn. Þegar líða tekur á sumarið fjölgar lúsinni verulega og þá skríður hún ofar í gróðurinn og fer síðan iðulega af honum upp á veggi húsa og skjólgarða. Þess vegna kemur ekki á óvart að spyrjandi hafi séð margar fíflalýs á húsveggnum á Laugum í Þingeyjarsveit síðsumars.

Fíflalús (Uroleucon taraxaci) sem spyrjandi fann á húsvegg á Laugum í Þingeyjarsveit.

Fíflalúsin er tiltölulega nýr landnemi á Íslandi, elstu sýni af henni í safni Náttúrufræðistofnunar Ísland eru frá 2007. Hún fannst fyrst á höfuðborgarsvæðinu og tók að fjölga mikið upp úr seinustu aldamótum. Síðan þá hefur hún breiðst út um landið.

Garðar í órækt, þar sem mikið er um túnfífla, er kjörlendi fíflalúsarinnar.

Fíflalús, vængjuð og óvængjuð. Heitið er dregið af því að lúsin lifir á túnfíflum. Mynd: © Erling Ólafsson.

Heimild, mynd og frekara lesefni:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.8.2021

Spyrjandi

Þóra Fríður Björnsdóttir

Tilvísun

JMH og JGÞ. „Hvaða skordýr eru þetta hér á húsveggnum á Laugum í Þingeyjarsveit?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82308.

JMH og JGÞ. (2021, 25. ágúst). Hvaða skordýr eru þetta hér á húsveggnum á Laugum í Þingeyjarsveit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82308

JMH og JGÞ. „Hvaða skordýr eru þetta hér á húsveggnum á Laugum í Þingeyjarsveit?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82308>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða skordýr eru þetta hér á húsveggnum á Laugum í Þingeyjarsveit?
Upprunalega spurningin var þessi:

Hvaða skordýr er á myndinni? Mig langar að vita hvaða dýr þetta er? Ég bý á Laugum í Þingeyjarsveit og sá margar svona á húsveggnum hjá mér.

Skordýrið á myndinni sem spyrjandi sendi kallast fíflalús (Uroleucon taraxaci). Heitið er dregið af því að fíflalúsin lifir á túnfíflum, en fræðiheiti þeirra er Taraxacum. Fíflalúsin heldur sig aðallega á neðra borði laufblaða túnfífla og við blaðgrunninn. Þegar líða tekur á sumarið fjölgar lúsinni verulega og þá skríður hún ofar í gróðurinn og fer síðan iðulega af honum upp á veggi húsa og skjólgarða. Þess vegna kemur ekki á óvart að spyrjandi hafi séð margar fíflalýs á húsveggnum á Laugum í Þingeyjarsveit síðsumars.

Fíflalús (Uroleucon taraxaci) sem spyrjandi fann á húsvegg á Laugum í Þingeyjarsveit.

Fíflalúsin er tiltölulega nýr landnemi á Íslandi, elstu sýni af henni í safni Náttúrufræðistofnunar Ísland eru frá 2007. Hún fannst fyrst á höfuðborgarsvæðinu og tók að fjölga mikið upp úr seinustu aldamótum. Síðan þá hefur hún breiðst út um landið.

Garðar í órækt, þar sem mikið er um túnfífla, er kjörlendi fíflalúsarinnar.

Fíflalús, vængjuð og óvængjuð. Heitið er dregið af því að lúsin lifir á túnfíflum. Mynd: © Erling Ólafsson.

Heimild, mynd og frekara lesefni:...