Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Feldur spendýra hefur það meginhlutverk að halda á þeim hita. Ef feldurinn blotnar dregur mikið úr einangrunargildi hans. Þróunin hjá sjávarspendýrum hefur því orðið sú að í stað líkamshára hafa þau þykkt fitulag sem er mun betri varmaeinangrun í sjónum.
Hvalir eru þó ekki með öllu hárlausir. Í móðurkviði eru kálfarnir með hár á trýninu auk þess sem hár eru vel sýnileg á trýni ungra stórhvala og höfrunga. Þessi hár, sem minna mjög á lítil veiðihár, falla hins vegar fljótlega af og vaxa ekki aftur.
Hár á trýni sléttbaks.
Sléttbakar og hnúfubakar eru þó undantekningar á þessu, en þar eru fullorðin dýr einnig með hár á trýninu. Hár sléttbaka eru vel sýnileg ef komið er nærri þeim. Hárin á trýni hnúfubaka eru þó enn meira áberandi. Þau vaxa upp úr eins konar hnúðum eða bólum sem eru á stærð við gólfkúlur og eru staðsett á andliti dýranna, bæði á neðri og efri kjálkum, kringum varir og víðar. Hárin eru grá og um fimm sentimetrar á lengd.
Þegar hvalveiðar voru sem mestar á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu voru hnúðar þessir kallaðir ofnboltar (e. stove bolts), en tilgangur þeirra var þá ekki ljós. Nú er vitað að hnúðarnir eru mjög taugarík svæði, en fjöldi skyntaugaþráða tengist hárunum sem talin eru hjálpa dýrunum við fæðuleit.
Mynd:PBS - Voyage of the Odyssey