Sléttbakar og hnúfubakar eru þó undantekningar á þessu, en þar eru fullorðin dýr einnig með hár á trýninu. Hár sléttbaka eru vel sýnileg ef komið er nærri þeim. Hárin á trýni hnúfubaka eru þó enn meira áberandi. Þau vaxa upp úr eins konar hnúðum eða bólum sem eru á stærð við gólfkúlur og eru staðsett á andliti dýranna, bæði á neðri og efri kjálkum, kringum varir og víðar. Hárin eru grá og um fimm sentimetrar á lengd. Þegar hvalveiðar voru sem mestar á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu voru hnúðar þessir kallaðir ofnboltar (e. stove bolts), en tilgangur þeirra var þá ekki ljós. Nú er vitað að hnúðarnir eru mjög taugarík svæði, en fjöldi skyntaugaþráða tengist hárunum sem talin eru hjálpa dýrunum við fæðuleit. Mynd: PBS - Voyage of the Odyssey
Sléttbakar og hnúfubakar eru þó undantekningar á þessu, en þar eru fullorðin dýr einnig með hár á trýninu. Hár sléttbaka eru vel sýnileg ef komið er nærri þeim. Hárin á trýni hnúfubaka eru þó enn meira áberandi. Þau vaxa upp úr eins konar hnúðum eða bólum sem eru á stærð við gólfkúlur og eru staðsett á andliti dýranna, bæði á neðri og efri kjálkum, kringum varir og víðar. Hárin eru grá og um fimm sentimetrar á lengd. Þegar hvalveiðar voru sem mestar á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu voru hnúðar þessir kallaðir ofnboltar (e. stove bolts), en tilgangur þeirra var þá ekki ljós. Nú er vitað að hnúðarnir eru mjög taugarík svæði, en fjöldi skyntaugaþráða tengist hárunum sem talin eru hjálpa dýrunum við fæðuleit. Mynd: PBS - Voyage of the Odyssey