- Spendýr hafa svokallaða mjólkurkirtla (e. mammary glands) sem veitir afkvæmum þeirra næringu.
- Flest spendýr hafa loðinn feld sem veitir þeim skjól. Mörg spendýr hafa raunar tapað hárum sínum eftir því sem liðið hefur á þróunarsöguna. Þetta á ekki síst við um hvali en áar þeirra voru hærðir og nýbornir hvalkálfar hafa hár sem þeir tapa þó fljótt.
- Bein í miðeyra. Þrjú lítil bein leiða hljóðbylgur gegnum miðeyrað í spendýrum. Þessi bein nefnast hamar, steðji og ístað, sjá nánar á mynd.
- Neðri kjálkinn tengist beint við hauskúpuna hjá spendýrum en hjá öðrum hryggdýrum tengist hann við ákveðið bein sem nefnist þverbein (e. quadrate bone) og það tengist svo hauskúpunni.
- Þindin skilur að brjósthol og meltingarhol í spendýrum en ekki í öðrum hryggdýrum.
- Rauðu blóðkornin eru þroskuð og kjarnalaus í spendýrum en í öðrum hryggdýrum eru þau með kjarna.
- Gould, Edwin (ritstj.). 1999. Encyclopedia of Mammals
- MacDonald, D. 1984. Encyclopedia of Mammals 1. George Allen and Unwin, London.
- Pxfuel.com. (Sótt 20.10.2021).
- Diagram showing the parts of the middle ear CRUK 330.svg - Wikimedia Commons. (Sótt 20.10.2021). Birt undir CC BY-SA 4.0