Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitrið deltametrín sem er notað gegn silfurskottum skaðlegt mönnum?

Jón Már Halldórsson

Deltametrín (e. deltamethrin) er eitt mest notaða skordýraeitur í heiminum. Það er meðal annars mikið notað af meindýraeyðum á Íslandi. Efnið er í flokki öruggustu efna gagnvart spendýrum, meðal annars mönnum, en það getur valdið miklu skaða á fiskum og öðru vatnalífverum og því þarf að nota efnið með mikilli varúð nálægt vötnum og ám.

Deltametrín er svokallað gerviefni (e. synthetic), það er að segja efnasamband sem alfarið er framleitt á tilraunastofu eða efnaverksmiðju. Efnið líkir eftir áhrifum eiturefnisins pyrethrum sem finnst í safa krónublaða blómplantna af bráarættkvíslinni (Chrysanthemum). Einn af kostum deltametríns er hversu stöðugt það er og virkt í langan tíma.


Deltametrín verkar á taugafrumur skordýra. Það líkir eftir áhrifum eiturs sem finnst í safa krónublaða blómplantna af bráarættkvísl.

Deltametrín er taugaeitur og verkar á taugafrumur skordýra. Hjá mönnum getur snerting við eitrið valdið roða á húð. Ef efnið kemst í snertingu við augu eða berst inn um munn er algengt að menn finni fyrir staðbundnum doði eða brunatilfinning eða jafnvel daufri ertingu. Deltametrín getur einnig valdið húðþurrki og sprungum í húð.

Önnur möguleg áhrif deltametrín er að það gefur verið ofnæmivaldandi, sérstaklega við mikla og eða síendurtekna snertingu við húð eða innöndun. Einstaklingar með öndunarfærasjúkdóma, eins og astma, ættu að varast efnið því það gæti haft slæm áhrif á öndunarfæri þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er deltametrín sem er notað gegn silfurskottum skaðlegt mannfólki? Ég sá þátt þar sem eitthvað náttúrulegt efni (sveppur) var notað á kakkalakka og það var ekki skaðlegt fólki.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.5.2009

Spyrjandi

Albert Guðjónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er eitrið deltametrín sem er notað gegn silfurskottum skaðlegt mönnum?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2009, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52409.

Jón Már Halldórsson. (2009, 5. maí). Er eitrið deltametrín sem er notað gegn silfurskottum skaðlegt mönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52409

Jón Már Halldórsson. „Er eitrið deltametrín sem er notað gegn silfurskottum skaðlegt mönnum?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2009. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52409>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitrið deltametrín sem er notað gegn silfurskottum skaðlegt mönnum?
Deltametrín (e. deltamethrin) er eitt mest notaða skordýraeitur í heiminum. Það er meðal annars mikið notað af meindýraeyðum á Íslandi. Efnið er í flokki öruggustu efna gagnvart spendýrum, meðal annars mönnum, en það getur valdið miklu skaða á fiskum og öðru vatnalífverum og því þarf að nota efnið með mikilli varúð nálægt vötnum og ám.

Deltametrín er svokallað gerviefni (e. synthetic), það er að segja efnasamband sem alfarið er framleitt á tilraunastofu eða efnaverksmiðju. Efnið líkir eftir áhrifum eiturefnisins pyrethrum sem finnst í safa krónublaða blómplantna af bráarættkvíslinni (Chrysanthemum). Einn af kostum deltametríns er hversu stöðugt það er og virkt í langan tíma.


Deltametrín verkar á taugafrumur skordýra. Það líkir eftir áhrifum eiturs sem finnst í safa krónublaða blómplantna af bráarættkvísl.

Deltametrín er taugaeitur og verkar á taugafrumur skordýra. Hjá mönnum getur snerting við eitrið valdið roða á húð. Ef efnið kemst í snertingu við augu eða berst inn um munn er algengt að menn finni fyrir staðbundnum doði eða brunatilfinning eða jafnvel daufri ertingu. Deltametrín getur einnig valdið húðþurrki og sprungum í húð.

Önnur möguleg áhrif deltametrín er að það gefur verið ofnæmivaldandi, sérstaklega við mikla og eða síendurtekna snertingu við húð eða innöndun. Einstaklingar með öndunarfærasjúkdóma, eins og astma, ættu að varast efnið því það gæti haft slæm áhrif á öndunarfæri þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er deltametrín sem er notað gegn silfurskottum skaðlegt mannfólki? Ég sá þátt þar sem eitthvað náttúrulegt efni (sveppur) var notað á kakkalakka og það var ekki skaðlegt fólki.
...