Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1584 svör fundust
Hvað er ofsakláði?
Ofsakláði (urticaria) er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að 20% fullorðins fólks einhvern tíma á ævinni. Við ofsakláða losnar efnið histamín í húð og veldur miklum kláða og ljósum eða rauðum upphleyptum útbrotum. Þessu fylgja stundum liðverkir, magaverkir, vægur hiti og bólgur í lófum og á iljum. Eitt af einkennum...
Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki?
Svarið við þessari spurningu er jákvætt þrátt fyrir að við fyrstu sýn virðist það ómögulegt. Þegar talað er um að fólk sé í tilteknum blóðflokki þýðir það í raun að það hafi ákveðnar tegundir mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum. Fólk í A-flokki hefur A-mótefnavaka, fólk í B-flokki hefur B-mótefnavaka og AB-b...
Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?
Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn...
Má baða hunda og þá hve oft?
Já, það má baða hunda, og suma þarf meira að segja að baða mjög reglulega! Það er misjafnt eftir tegundum hversu oft þarf að baða þá. Hunda sem fara ekki úr hárum, til dæmis púðluhunda (e. poodle) og silky terrier, þarf að baða mjög reglulega, jafnvel vikulega, með sérstöku hundasjampói. Þetta á sérstaklega við ef...
Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?
Á jörðinni er afar fjölbreytt dýralíf og um þessar mundir eru þekktar um 1,5 milljónir dýrategunda. Innan dýraríkisins (Animalia) skiptast tegundirnar í mjög ólíka hópa dýra sem aðskildust tiltölulega snemma í þróunarsögunni. Dýr skiptast fyrst í fylkingar hryggleysingja (Protochordata) og seildýra (Chordata)m en ...
Er til galdrafólk?
Í svari sínu við spurningunni; Eru galdrar til?, hefur Ólína Þorvarðardóttir eftirfarandi að segja um galdra:Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér viðleitni mannsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður eftir þeim leiðum sem hann telur færar hverju sinni. Í því ljósi má...
Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?
Það getur stundum verið erfitt að skilja hugtakið endalaust eða óendanlegt. Flestir sætta sig þó við að náttúrlegu tölurnar eru endalausar. Ef við byrjum að telja, 1,2,3,4 ... þá getum við í raun haldið áfram eins lengi og okkur endist ævin, því það er alveg sama hversu háa tölu við nefnum, við getum alltaf lagt 1...
Hvernig getur þú soðið egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?
Ætla má að spyrjandi hafi ekki í huga að sjóða egg með þessari aðferð, heldur sé spurningin frekar hugsuð sem heilabrot. Í svarinu verður þess vegna gengið út frá eftirfarandi: Sandurinn í stundaglösunum rennur alltaf niður með sama hraða. Hægt er að snúa stundaglösunum við „óendanlega hratt“, án þess að nokku...
Hvað eru 296 dollarar margar krónur?
Þegar þetta er skrifað á fyrstu dögum júlímánaðar árið 2012 er gengi Bandaríkjadals um 125 kr., það er fyrir 125 kr. fæst 1 Bandaríkjadalur, samkvæmt vef Seðlabanka Íslands. Áður hefur verið fjallað um hverju munurinn á kaup- og sölugengi gjaldmiðla sætir en þann 4. júlí árið 2012 var kaupgengi Bandaríkjadals 1...
Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins?
Sjálfsagt má skipta óvinum ljónsins (Panthera leo) í tvo flokka. Þau dýr sem keppa við það um fæðu og þau sem drepa ljón. Í Afríku er blettahýenan (Crocuta crocuta) í raun eina dýrið sem keppir við ljón um veiðidýr. Blettahýenur geta verið í stórum hópum, allt upp í 30 dýr, og geta hrakið ljón frá nýfelldri veiðib...
Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni?
Meðvitund í svæfingu (e. intraoperative awareness) er fremur sjaldgæfur fylgikvilli svæfinga. Þá er átt við að sjúklingur komist til meðvitundar í svæfingu vegna aðgerðar og muni eftir því eftirá. Þá man sjúklingurinn til dæmis hljóð eða samtöl sem áttu sér stað meðan á aðgerð stóð eða upplifir tilfinningu um að g...
Hvernig á að setja upp vindhana?
Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...
Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar?
Já, ákveðnar tegundir sýklalyfja geta haft áhrif á virkni pillunnar. Getnaðarvarnarpillan byggir á hormónum sem koma í veg fyrir egglos. Hormónin hafa auk þess áhrif á slímmyndun í leghálsinum þannig að sæðisfrumur komast síður upp í legið og frjóvgað egg nær síður festu í slímhúð legsins. Flestar tegundir pil...
Hver fann Jamaíku?
Jamaíka er eyríki í Karíbahafinu og tilheyrir Stóru-Antillaeyjum, rétt eins eins og Kúba, Hispaníóla (sem skiptist í ríkin Dóminíska lýðveldið og Haítí), Púertó Ríkó og Caymaneyjar. Kristófer Kólumbus fær gjarnan heiðurinn af því að hafa fundið Jamaíku. Hann kom þangað, ásamt áhöfn sinni, í annarri Ameríkuferði...
Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri réttara nafn á Hleiðólfsfjalli/Hlíðólfsfjalli ekki Leiðólfsfjall? Leiðólfur kappi var landnámsmaður og frændi Gunnólfs kroppa sem gaf Gunnólfsfelli sitt nafn. Er ekki líklegt að fjallið hafi upphaflega verið nefnt eftir Leiðólfi? Minnst er á Leiðólf kappa í Landn...