- Sandurinn í stundaglösunum rennur alltaf niður með sama hraða.
- Hægt er að snúa stundaglösunum við „óendanlega hratt“, án þess að nokkur tími líði.
Nú verður útskýrt hvernig hægt er að nota glösin tvö til að mæla nákvæmlega níu mínútur. Mælingin hefst á því að stundaglösunum er snúið við samtímis. Fjórum mínútum síðar hefur allur sandurinn runnið niður í glasi A og á því augnabliki er glasi A snúið aftur við.
Þremur mínútum síðar, þegar alls eru liðnar sjö mínútur frá upphafi mælingarinnar, kemur upp staðan á myndinni að ofan: Sandurinn hefur runnið niður í glasi B, en ein mínúta er þangað til það gerist í glasi A. Á þessu augnabliki snúum við glasi B við.
Mínútu síðar, þegar alls eru liðnar átta mínútur frá upphafi mælingarinnar, kemur upp staðan á myndinni að ofan. Þá hefur sandurinn runnið niður í glasi A, en á botni glass B er sandur sem samsvarar einnar mínútu rennsli. Á þessu augnabliki snúum við glasi B aftur við.
Mínútu síðar hefur sandurinn runnið niður í glasi B, eins og myndin að ofan sýnir, og þá hafa liðið nákvæmlega níu mínútur frá upphafi mælingarinnar. Þannig hefur okkur tekist að nota stundaglösin tvö til að mæla nákvæmlega níu mínútur. Myndir:
- Myndir af stundaglösum eru gerðar af höfundi svarsins.
- Mynd af eggi í potti: Boiling egg hard - tips&tricks. (Sótt 14.02.2012).