Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?

Margrét Björk Sigurðardóttir

Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á ákveðnum fræðum og vilja öðlast á þeim dýpri skilning með rannsóknum.


Þrír þekktir vísindamenn (frá vinstri): Albert Einstein (eðlisfræðingur), Marie Curie (eðlis- og efnafræðingur) og Charles Darwin (náttúrufræðingur).

Til þess að geta stundað rannsóknir er nauðsynlegt að hafa ákveðna sérþekkingu á sínu sviði. Vísindamenn eiga því flestir langt háskólanám að baki þar sem þeir sérhæfa sig sífellt meira eftir því sem á líður. Það er þó ekki nóg að þekkja bara staðreyndir heldur felst stór hluti námsins í að tileinka sér tiltekinn hugsunarhátt og aðferðir.

Vísindamenn þurfa að temja sér gagnrýna og rökvísa hugsun og ekki er að verra að þeir séu bæði hugmyndaríkir og útsjónarsamir. Þessa eiginleika er nauðsynlegt að hafa til að gera heilsteyptar rannsóknir sem bæta við þá þekkingu sem fyrir er. Einnig er mikilvægt að geta metið og túlkað niðurstöður á hlutlausan hátt. Vísindamenn þurfa líka að sýna bæði þolinmæði og þrautseigju, þar sem rannsóknir eru yfirleitt tímafrekt ferli og geta staðið yfir árum og jafnvel áratugum saman. Síðast en ekki síst skiptir máli að vera svolítið forvitinn um heiminn, að vilja vita eða skilja meira í dag en í gær.

Margir sjá störf vísindamanna fyrir sér í miklum ljóma og ímynda sér að þeir hljóti vegsemd og virðingu fyrir byltingarkenndar rannsóknir sínar. Raunveruleikinn er hins vegar sá að flestir vísindamenn eru bara venjulegt fólk sem sinnir venjubundinni vinnu. Störf þeirra eru þó stundum vanmetin þar sem tilgangur og mikilvægi margra rannsókna er ekki alltaf ljós við fyrstu sýn.

Flestir vísindamenn eru þó sennilega sammála um að starf þeirra sé mjög gefandi og skemmtilegt, enda eru þeir líklega einn fárra hópa sem getur unnið við hugðarefni sín. Í vísindasamfélaginu skapast líka spennandi starfsumhverfi þar sem sífellt kemur í ljós eitthvað nýtt og áhugavert.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

Höfundur

Útgáfudagur

17.8.2006

Spyrjandi

Sara Húnfjörð, f. 1997

Tilvísun

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6133.

Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 17. ágúst). Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6133

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6133>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?
Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á ákveðnum fræðum og vilja öðlast á þeim dýpri skilning með rannsóknum.


Þrír þekktir vísindamenn (frá vinstri): Albert Einstein (eðlisfræðingur), Marie Curie (eðlis- og efnafræðingur) og Charles Darwin (náttúrufræðingur).

Til þess að geta stundað rannsóknir er nauðsynlegt að hafa ákveðna sérþekkingu á sínu sviði. Vísindamenn eiga því flestir langt háskólanám að baki þar sem þeir sérhæfa sig sífellt meira eftir því sem á líður. Það er þó ekki nóg að þekkja bara staðreyndir heldur felst stór hluti námsins í að tileinka sér tiltekinn hugsunarhátt og aðferðir.

Vísindamenn þurfa að temja sér gagnrýna og rökvísa hugsun og ekki er að verra að þeir séu bæði hugmyndaríkir og útsjónarsamir. Þessa eiginleika er nauðsynlegt að hafa til að gera heilsteyptar rannsóknir sem bæta við þá þekkingu sem fyrir er. Einnig er mikilvægt að geta metið og túlkað niðurstöður á hlutlausan hátt. Vísindamenn þurfa líka að sýna bæði þolinmæði og þrautseigju, þar sem rannsóknir eru yfirleitt tímafrekt ferli og geta staðið yfir árum og jafnvel áratugum saman. Síðast en ekki síst skiptir máli að vera svolítið forvitinn um heiminn, að vilja vita eða skilja meira í dag en í gær.

Margir sjá störf vísindamanna fyrir sér í miklum ljóma og ímynda sér að þeir hljóti vegsemd og virðingu fyrir byltingarkenndar rannsóknir sínar. Raunveruleikinn er hins vegar sá að flestir vísindamenn eru bara venjulegt fólk sem sinnir venjubundinni vinnu. Störf þeirra eru þó stundum vanmetin þar sem tilgangur og mikilvægi margra rannsókna er ekki alltaf ljós við fyrstu sýn.

Flestir vísindamenn eru þó sennilega sammála um að starf þeirra sé mjög gefandi og skemmtilegt, enda eru þeir líklega einn fárra hópa sem getur unnið við hugðarefni sín. Í vísindasamfélaginu skapast líka spennandi starfsumhverfi þar sem sífellt kemur í ljós eitthvað nýtt og áhugavert.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

...