Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?

JGÞ

Það getur stundum verið erfitt að skilja hugtakið endalaust eða óendanlegt. Flestir sætta sig þó við að náttúrlegu tölurnar eru endalausar. Ef við byrjum að telja, 1,2,3,4 ... þá getum við í raun haldið áfram eins lengi og okkur endist ævin, því það er alveg sama hversu háa tölu við nefnum, við getum alltaf lagt 1 við þá tölu og fengið út enn hærri tölu.

Kannski er erfiðara að sætta sig við að alheimurinn gæti verið endlaus, en að kyngja því að náttúrlegu tölurnar séu endalausar. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann? er sagt frá því að alheimurinn gæti verið endanlegur en samt endalaus!

Til að útskýra þetta tekur Þorsteinn dæmi:
Hugsum okkur að við séum stödd á einhverjum stað á yfirborði jarðar og förum þaðan í hánorður þar til við komum á Norðurpólinn og síðan beint áfram í suður til Suðurpóls og enn beint áfram en nú til norðurs. Við munum þá að lokum enda á sama stað og við fórum frá eftir að hafa farið heilan hring á yfirborði jarðar. Við höfum þá farið endanlega, tiltekna vegalengd og ferðin hefur tekið ákveðin tíma en hún hefur samt verið endalaus í þeim skilningi að við komum aldrei að neinum endimörkum þar sem við þurftum til dæmis að snúa við.

Við gætum þess vegna haldið ferð okkar áfram, alveg eins og þegar við teljum náttúrlegu tölurnar, án þess að koma að endapunkti.

Alheimurinn gæti verið einhvers konar kúla eins og hér hefur verið lýst. Ef við ímyndum okkur að við færum af jörðinni í óralanga ferð beint af augum í tiltekna átt þá gæti þess vegna verið að við kæmum aftur til baka úr gagnstæðri átt. Og þannig gætum við haldið ferðinni áfram án þessa að þurfa nokkurn tíma að snúa við. Það er rétt að taka fram að raunveruleg ferð af þessu tagi er alls ekki möguleg!

Frekara lesefni:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.11.2008

Spyrjandi

Nanna Ólína Arnórsdóttir, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50120.

JGÞ. (2008, 17. nóvember). Hvernig getur alheimurinn verið endalaus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50120

JGÞ. „Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50120>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?
Það getur stundum verið erfitt að skilja hugtakið endalaust eða óendanlegt. Flestir sætta sig þó við að náttúrlegu tölurnar eru endalausar. Ef við byrjum að telja, 1,2,3,4 ... þá getum við í raun haldið áfram eins lengi og okkur endist ævin, því það er alveg sama hversu háa tölu við nefnum, við getum alltaf lagt 1 við þá tölu og fengið út enn hærri tölu.

Kannski er erfiðara að sætta sig við að alheimurinn gæti verið endlaus, en að kyngja því að náttúrlegu tölurnar séu endalausar. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann? er sagt frá því að alheimurinn gæti verið endanlegur en samt endalaus!

Til að útskýra þetta tekur Þorsteinn dæmi:
Hugsum okkur að við séum stödd á einhverjum stað á yfirborði jarðar og förum þaðan í hánorður þar til við komum á Norðurpólinn og síðan beint áfram í suður til Suðurpóls og enn beint áfram en nú til norðurs. Við munum þá að lokum enda á sama stað og við fórum frá eftir að hafa farið heilan hring á yfirborði jarðar. Við höfum þá farið endanlega, tiltekna vegalengd og ferðin hefur tekið ákveðin tíma en hún hefur samt verið endalaus í þeim skilningi að við komum aldrei að neinum endimörkum þar sem við þurftum til dæmis að snúa við.

Við gætum þess vegna haldið ferð okkar áfram, alveg eins og þegar við teljum náttúrlegu tölurnar, án þess að koma að endapunkti.

Alheimurinn gæti verið einhvers konar kúla eins og hér hefur verið lýst. Ef við ímyndum okkur að við færum af jörðinni í óralanga ferð beint af augum í tiltekna átt þá gæti þess vegna verið að við kæmum aftur til baka úr gagnstæðri átt. Og þannig gætum við haldið ferðinni áfram án þessa að þurfa nokkurn tíma að snúa við. Það er rétt að taka fram að raunveruleg ferð af þessu tagi er alls ekki möguleg!

Frekara lesefni:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....