Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar?

Þórdís Kristinsdóttir

Já, ákveðnar tegundir sýklalyfja geta haft áhrif á virkni pillunnar.

Getnaðarvarnarpillan byggir á hormónum sem koma í veg fyrir egglos. Hormónin hafa auk þess áhrif á slímmyndun í leghálsinum þannig að sæðisfrumur komast síður upp í legið og frjóvgað egg nær síður festu í slímhúð legsins. Flestar tegundir pillunnar innihalda tilbúna útgáfu af kvenkynhormónunum estrógeni og prógesteróni, en einnig eru til smápillur sem innihalda einungis gerviprógesterón.


Sumar tegundir sýklalyfja hafa áhrif á virkni pillunar.

Kynstýrihormón frá heiladingli stjórna myndun og seyti estrógens og prógesteróns, en þau myndast í eggjastokkum kvenna og stuðla saman að egglosi, auk vaxtar og þroskunar legslímunnar sem er forsenda þungunar. Seyti kynstýrihormóna er stjórnað af undirstúku í heila. Undirstúkan nemur styrk kynhormóna í blóði og stjórnar seytinu í samræmi við það, það er seyti hormóns er örvað ef styrkur þess lækkar en er hamlað ef styrkur hormóns hækkar.

Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?

" target="_self">Tíðarhring kvenna
er þannig stjórnað með því sem kallast neikvæð afturvirkni.

Undirstúkan gerir ekki greinamun á gervikynhormónum sem eru í getnaðarvarnarpillunni og þeim kynhormónum sem líkaminn myndar sjálfur. Þegar að gervikynhormón eru komin í blóðið hamlar hún seyti á náttúrulegu formi estrógens og prógesteróns og því verður hvorki egglos né er legslíman undirbúin til þess að taka á móti frjóvguðu eggi svo þungun getur ekki orðið.

Ýmis breiðvirk sýklalyf, til dæmis amoxicillin, geta haft áhrif á virkni pillunnar. Sýklalyfjataka getur leitt til breyttrar þarmaflóru og þar með breyttu magni hormóna í blóði. Ýmis efni sem finnast í ákveðnum sýklalyfjum geta haft samverkandi áhrif með estrógeni og hamla þannig ýmist eða örva verkun þess. Þessi áhrif geta verið breytingar á uppsogi efnis, dreifingu þess um líkamann, niðurbrot eða verkun af völdum einhvers annars efnis. Inntaka sýklalyfja getur einnig haft óbein áhrif. Í sumum tilfellum valda sýklalyf uppköstum eða niðurgangi og ef það gerist innan þriggja klukkustunda frá því að getnaðarvarnarpillan var tekin kemur það í veg fyrir virkni hennar.

Samanburðarrannsóknir hafa sýnt að sumar tegundir sýklalyfja auka ekki hættu á þungun og virðast ekki hafa áhrif á virkni pillunar. Það er þó ekki alltaf raunin og er best að ráðfæra sig við lækni þegar að sýklalyf eru tekin samfara getnaðarvarnarpillunni. Til að gæta fyllsta öryggis er best að nota aðra getnaðarvörn með pillunni á meðan að sýklalyfjameðferð stendur yfir og í sjö daga eftir að henni er lokið.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.8.2011

Spyrjandi

Lilja Kristinsdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48447.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 11. ágúst). Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48447

Þórdís Kristinsdóttir. „Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48447>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar?
Já, ákveðnar tegundir sýklalyfja geta haft áhrif á virkni pillunnar.

Getnaðarvarnarpillan byggir á hormónum sem koma í veg fyrir egglos. Hormónin hafa auk þess áhrif á slímmyndun í leghálsinum þannig að sæðisfrumur komast síður upp í legið og frjóvgað egg nær síður festu í slímhúð legsins. Flestar tegundir pillunnar innihalda tilbúna útgáfu af kvenkynhormónunum estrógeni og prógesteróni, en einnig eru til smápillur sem innihalda einungis gerviprógesterón.


Sumar tegundir sýklalyfja hafa áhrif á virkni pillunar.

Kynstýrihormón frá heiladingli stjórna myndun og seyti estrógens og prógesteróns, en þau myndast í eggjastokkum kvenna og stuðla saman að egglosi, auk vaxtar og þroskunar legslímunnar sem er forsenda þungunar. Seyti kynstýrihormóna er stjórnað af undirstúku í heila. Undirstúkan nemur styrk kynhormóna í blóði og stjórnar seytinu í samræmi við það, það er seyti hormóns er örvað ef styrkur þess lækkar en er hamlað ef styrkur hormóns hækkar.

Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?

" target="_self">Tíðarhring kvenna
er þannig stjórnað með því sem kallast neikvæð afturvirkni.

Undirstúkan gerir ekki greinamun á gervikynhormónum sem eru í getnaðarvarnarpillunni og þeim kynhormónum sem líkaminn myndar sjálfur. Þegar að gervikynhormón eru komin í blóðið hamlar hún seyti á náttúrulegu formi estrógens og prógesteróns og því verður hvorki egglos né er legslíman undirbúin til þess að taka á móti frjóvguðu eggi svo þungun getur ekki orðið.

Ýmis breiðvirk sýklalyf, til dæmis amoxicillin, geta haft áhrif á virkni pillunnar. Sýklalyfjataka getur leitt til breyttrar þarmaflóru og þar með breyttu magni hormóna í blóði. Ýmis efni sem finnast í ákveðnum sýklalyfjum geta haft samverkandi áhrif með estrógeni og hamla þannig ýmist eða örva verkun þess. Þessi áhrif geta verið breytingar á uppsogi efnis, dreifingu þess um líkamann, niðurbrot eða verkun af völdum einhvers annars efnis. Inntaka sýklalyfja getur einnig haft óbein áhrif. Í sumum tilfellum valda sýklalyf uppköstum eða niðurgangi og ef það gerist innan þriggja klukkustunda frá því að getnaðarvarnarpillan var tekin kemur það í veg fyrir virkni hennar.

Samanburðarrannsóknir hafa sýnt að sumar tegundir sýklalyfja auka ekki hættu á þungun og virðast ekki hafa áhrif á virkni pillunar. Það er þó ekki alltaf raunin og er best að ráðfæra sig við lækni þegar að sýklalyf eru tekin samfara getnaðarvarnarpillunni. Til að gæta fyllsta öryggis er best að nota aðra getnaðarvörn með pillunni á meðan að sýklalyfjameðferð stendur yfir og í sjö daga eftir að henni er lokið.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Mynd:...