Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón.

Þessi hormón eru mynduð í eggjastokkum kvenna og stuðla að frjósemi þeirra. Myndun þeirra og seyti er undir stjórn kynstýrihormóna frá kirtildingli heilans. Annað þeirra, eggbússtýrihormón (ESH = FSH (follicle-stimulating hormone) á ensku) ræður ríkjum á fyrri hluta tíðahrings og örvar myndun eggbús og seyti estrógens. Hitt hormónið, gulbússtýrihormón (GSH = LH (luteinizing hormone) á ensku), veldur egglosi um miðbik tíðahrings og ræður ríkjum á seinni hluta hans, aðallega með því að örva þroskun gulbús og myndun prógesteróns auk estrógens. Saman stuðla estrógen og prógesterón að vexti og þroskun legslímunnar sem er forsenda fyrir því að þungun geti orðið.

Pillan er mjög örugg getnaðarvörn ef hún er rétt notuð en veitir enga vörn gegn kynsjúkdómum.

Seyti kynstýrihormónanna er undir stjórn undirstúku heilans sem fylgist með magni kynhormónanna í blóði og örvar seyti viðeigandi stýrihormóns ef hormónastyrkur lækkar. Þannig er tíðahring konunnar stjórnað með því sem kallast neikvæð afturverkun.

Undirstúkan gerir ekki greinarmun á kynhormónum sem líkaminn myndar sjálfur og þeim sem eru upprunnin í getnaðarvarnarpillu og berast út í blóðið úr meltingarveginum. Þegar pilluhormónin eru komin út í blóðið metur undirstúkan ástandið þannig að eggjastokkar hafi verið mjög virkir. Hún dregur því úr örvun á seyti kynstýrihormóna frá kirtildingli sem hægja á eða stöðva örvun eggjastokka og þeir verða óvirkir; mynda ekki estrógen og prógesterón, þroska ekki egg, undirbúa ekki legslímuna og því verður ekki getnaður. Einnig myndast þykkur slímtappi í leghálsinum sem hindrar sáðfrumur í að komast upp í legið og þaðan í eggrásir. Pilluhormón komast reyndar að einhverju leyti til legslímunnar, svo að hún þykknar svolítið. Þess vegna verða smávegis blæðingar þegar pilluskammtur klárast og hormónalausir dagar standa yfir. Öryggi samsettra getnaðarvarnarpilla er mjög mikið eða 99%.

Smápillutegundir sem innihalda eingöngu gerviprógesterón eru teknar á hverjum degi, líka á meðan á tíðum stendur, og koma í veg fyrir getnað með því að valda myndun slímtappa í leghálsinum ásamt því sem legslíman verður of þunn til að taka á móti frjóvguðu eggi. Í sumum tilfellum hamla smápillur einnig egglosi. Notendur smápilla eru miklu færri en notendur samsettra tegunda og gjarnan eldri. Öryggi smápilla er nánast jafnmikið og samsettra tegunda eða um 98%. Konur sem þola illa samsettar pillur geta oft notað smápillu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

29.9.2009

Síðast uppfært

18.5.2023

Spyrjandi

Snædís Kristinsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?“ Vísindavefurinn, 29. september 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28168.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2009, 29. september). Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28168

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28168>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?
Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón.

Þessi hormón eru mynduð í eggjastokkum kvenna og stuðla að frjósemi þeirra. Myndun þeirra og seyti er undir stjórn kynstýrihormóna frá kirtildingli heilans. Annað þeirra, eggbússtýrihormón (ESH = FSH (follicle-stimulating hormone) á ensku) ræður ríkjum á fyrri hluta tíðahrings og örvar myndun eggbús og seyti estrógens. Hitt hormónið, gulbússtýrihormón (GSH = LH (luteinizing hormone) á ensku), veldur egglosi um miðbik tíðahrings og ræður ríkjum á seinni hluta hans, aðallega með því að örva þroskun gulbús og myndun prógesteróns auk estrógens. Saman stuðla estrógen og prógesterón að vexti og þroskun legslímunnar sem er forsenda fyrir því að þungun geti orðið.

Pillan er mjög örugg getnaðarvörn ef hún er rétt notuð en veitir enga vörn gegn kynsjúkdómum.

Seyti kynstýrihormónanna er undir stjórn undirstúku heilans sem fylgist með magni kynhormónanna í blóði og örvar seyti viðeigandi stýrihormóns ef hormónastyrkur lækkar. Þannig er tíðahring konunnar stjórnað með því sem kallast neikvæð afturverkun.

Undirstúkan gerir ekki greinarmun á kynhormónum sem líkaminn myndar sjálfur og þeim sem eru upprunnin í getnaðarvarnarpillu og berast út í blóðið úr meltingarveginum. Þegar pilluhormónin eru komin út í blóðið metur undirstúkan ástandið þannig að eggjastokkar hafi verið mjög virkir. Hún dregur því úr örvun á seyti kynstýrihormóna frá kirtildingli sem hægja á eða stöðva örvun eggjastokka og þeir verða óvirkir; mynda ekki estrógen og prógesterón, þroska ekki egg, undirbúa ekki legslímuna og því verður ekki getnaður. Einnig myndast þykkur slímtappi í leghálsinum sem hindrar sáðfrumur í að komast upp í legið og þaðan í eggrásir. Pilluhormón komast reyndar að einhverju leyti til legslímunnar, svo að hún þykknar svolítið. Þess vegna verða smávegis blæðingar þegar pilluskammtur klárast og hormónalausir dagar standa yfir. Öryggi samsettra getnaðarvarnarpilla er mjög mikið eða 99%.

Smápillutegundir sem innihalda eingöngu gerviprógesterón eru teknar á hverjum degi, líka á meðan á tíðum stendur, og koma í veg fyrir getnað með því að valda myndun slímtappa í leghálsinum ásamt því sem legslíman verður of þunn til að taka á móti frjóvguðu eggi. Í sumum tilfellum hamla smápillur einnig egglosi. Notendur smápilla eru miklu færri en notendur samsettra tegunda og gjarnan eldri. Öryggi smápilla er nánast jafnmikið og samsettra tegunda eða um 98%. Konur sem þola illa samsettar pillur geta oft notað smápillu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...