Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?

Berglind Júlíusdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?
Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi hans mun því sjálfsagt ekki minnka í framtíðinni þó svo að aðrar getnaðarvarnir fyrir karla komi á markaðinn.

Ófrjósemisaðgerð, hinn möguleikinn sem stendur körlum til boða, felur í sér að skorið er á sáðrásirnar frá eistunum þannig að sáðfrumur komast ekki í sæðisvökvann og eru því ekki til staðar við sáðlát. Um er að ræða einfalda og sársaukalausa skurðaðgerð sem ekki krefst innlagningar á sjúkrahús. Kostur þessarar aðgerðar er að hún er nánast fullkomin getnaðarvörn. Hins vegar er um varanlega aðgerð að ræða þar sem erfitt getur reynst að tengja sáðrásirnar aftur og því er þetta ekki möguleiki fyrir þá sem hugsa sér að eignast börn seinna meir.



Æxlunarkerfi karla. Ófrjósemisaðgerð á karlmanni felst í því að skorið er á sáðrásir hans og bundið fyrir þær. Sáðfrumurnar komast aldrei lengra en að þeim stað sem skorið var á.

Rannsóknir hafa verið stundaðar að undanförnu á möguleikum á hormónagetnaðarvörn fyrir karlmenn. Slíkt gæti einnig hugsanlega nýst sem vörn gegn hármissi, skallamyndun og ákveðnum tegundum krabbameina. Lyfjafyrirtæki hafa ekki sýnt þessu mikinn áhuga þar sem talið var að áhugi á notkun slíkra getnaðarvarna væri mjög lítill. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir nokkrum árum kom hins vegar í ljós að 90% karla töldu þennan kost góðan og 60-70% aðspurðra sögðust myndu prófa hormónagetnaðarvörn fyrir karlmenn stæði hún til boða.

Skiptar skoðanir eru um hvenær og hvort pilla fyrir karlmenn komi á markaðinn. Sumir segja að þetta gerist innan nokkurra ára en aðrir halda að pilla muni ekki duga og því sé betra að skoða möguleika á hormónasprautu og ígræðslu fyrir karlmenn. Enn aðrir segja að á meðan ekki sé meiri eftirspurn eftir pillunni frá almenningi muni hún aldrei koma á markað.

Þrátt fyrir takmarkaða trú lyfjafyrirtækja á hormónagetnaðarvörnum fyrir karla eru slík lyf í fyrsta áfanga klínískra tilrauna (phase one clinical trials) í Bandaríkjunum. Klínískar tilraunir eru notaðar til að meta áhrif nýrra lyfja og meðferða á sjúklinga, og þær skiptast í fjögur stig. Á fyrsta stigi er 20-80 heilbrigðum einstaklingum gefið lyfið í tilraunaskyni og fylgst með þeim, meðal annars til að athuga í hvaða magni skuli gefa lyfið. Í næstu skrefum er hópurinn sem prófar lyfið stækkaður, aðrar aðferðir notaðar og frekar fylgst með áhrifum. Þessi fjögur skref geta tekið allmörg ár.

Getnaðarvörnin sem um ræðir er testósterónblanda sem platar karllíkamann rétt eins og pillan sem konur nota nú þegar platar líkama þeirra. Lyfið lætur líkamann halda að hann hafi framleitt nægilegt magn af testósteróni, sem er mikilvægt við sæðismyndun, og hindrar þannig áframhaldandi myndun sáðfruma. Sáðfrumumyndun kemst í eðlilegt horf 6 til 12 mánuðum eftir að meðferð er hætt. Menn sem hafa tekið lyfið í ár hafa fengið fulla frjósemi eftir að notkun þess var hætt og nokkrir eignast börn. Tilraunir með þessi lyf eru hins vegar ekki langt á veg komnar og langtímaaukaverkanir ekki ljósar.



Tilraunir eru í gangi með hormónagetnaðarvörn fyrir karla, bæði í formi pillu og sprautu, en óvíst er hvort og hvenær hún kemst á almennan markað.

Ein hormónaaðferðin sem tilraunir hafa verið gerðar með er gjöf á testósteróni einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði. Þetta minnkar magn sáðfruma í flestum tilfellum en þó ekki öllum. Áhugavert er að testósterón virðist hafa meiri áhrif á asíska menn en bandaríska, evrópska eða ástralska. Vegna þessa hefur verið reynt að blanda við testósterónið efni sem er mótlyf (e. antagonist) við losunarþátt stýrihormóns kynkirtla (e. gonadotropin-releasing hormone - efni sem örvar kynkirtla) en þetta efni hamlar myndun annars hormóns sem er mikilvægt við sæðisfrumumyndun. Önnur blanda sem verið er að prófa er testósterón og prógestín- hormón og hafa tilraunir með hana gengið vel. Einnig er til plástur með norplant II (norplant er nafn á getnaðarvörn fyrir konur sem komið er fyrir undir húð) sem notaður er samhliða testósterónsprautu.

Fyrir tilviljun uppgötvuðu breskir vísindamenn að lyf við erfðasjúkdómi sem kallast Gaucher getur verkað sem hormónalaus getnaðarvörn fyrir karla þar sem það afmyndar sæðið þannig að það getur ekki frjóvgað eggið. Hormónalaus getnaðarvörn hefur þann kost að hún veldur ekki neinum aukaverkunum frá testósteróni á skapgerð og kynhvöt. Það mælir einnig á móti notkun testósteróns að sýnt hefur verið fram á að HDL-kólesteról eða „góða kólesterólið“ minnkar við notkun þess. Aftur á móti hefur dregið umtalsvert úr þessum aukaverkunum testósteróns ef litlum skömmtum af levonorgertrel (sem er ákveðið form af hormóninu prógesterón) er bætt í nýrri hormónablöndur sem reyndar hafa verið.

Loks má nefna að nýtt prótín sem kallast Bin1b hefur fundist í eistnalyppum. Uppbygging þess er lík uppbyggingu svokallaðra defensína en það eru peptíð í líkama okkar sem berjast við bakteríur og vírusa en valda auk þess hreyfingarleysi hjá sáðfrumum og hindra að egg geti fest í legveggnum. Vonir standa til þess að í framtíðinni megi þróa þetta í getnaðarvörn og vörn gegn smitsjúkdómum. Slíkt er enn sem komið er fjarlægur draumur en áhugavert verður að fylgjast með framgangi mála.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

10.8.2005

Spyrjandi

María Shanko
Helga Gunnarsdóttir

Tilvísun

Berglind Júlíusdóttir. „Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5188.

Berglind Júlíusdóttir. (2005, 10. ágúst). Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5188

Berglind Júlíusdóttir. „Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5188>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?
Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi hans mun því sjálfsagt ekki minnka í framtíðinni þó svo að aðrar getnaðarvarnir fyrir karla komi á markaðinn.

Ófrjósemisaðgerð, hinn möguleikinn sem stendur körlum til boða, felur í sér að skorið er á sáðrásirnar frá eistunum þannig að sáðfrumur komast ekki í sæðisvökvann og eru því ekki til staðar við sáðlát. Um er að ræða einfalda og sársaukalausa skurðaðgerð sem ekki krefst innlagningar á sjúkrahús. Kostur þessarar aðgerðar er að hún er nánast fullkomin getnaðarvörn. Hins vegar er um varanlega aðgerð að ræða þar sem erfitt getur reynst að tengja sáðrásirnar aftur og því er þetta ekki möguleiki fyrir þá sem hugsa sér að eignast börn seinna meir.



Æxlunarkerfi karla. Ófrjósemisaðgerð á karlmanni felst í því að skorið er á sáðrásir hans og bundið fyrir þær. Sáðfrumurnar komast aldrei lengra en að þeim stað sem skorið var á.

Rannsóknir hafa verið stundaðar að undanförnu á möguleikum á hormónagetnaðarvörn fyrir karlmenn. Slíkt gæti einnig hugsanlega nýst sem vörn gegn hármissi, skallamyndun og ákveðnum tegundum krabbameina. Lyfjafyrirtæki hafa ekki sýnt þessu mikinn áhuga þar sem talið var að áhugi á notkun slíkra getnaðarvarna væri mjög lítill. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir nokkrum árum kom hins vegar í ljós að 90% karla töldu þennan kost góðan og 60-70% aðspurðra sögðust myndu prófa hormónagetnaðarvörn fyrir karlmenn stæði hún til boða.

Skiptar skoðanir eru um hvenær og hvort pilla fyrir karlmenn komi á markaðinn. Sumir segja að þetta gerist innan nokkurra ára en aðrir halda að pilla muni ekki duga og því sé betra að skoða möguleika á hormónasprautu og ígræðslu fyrir karlmenn. Enn aðrir segja að á meðan ekki sé meiri eftirspurn eftir pillunni frá almenningi muni hún aldrei koma á markað.

Þrátt fyrir takmarkaða trú lyfjafyrirtækja á hormónagetnaðarvörnum fyrir karla eru slík lyf í fyrsta áfanga klínískra tilrauna (phase one clinical trials) í Bandaríkjunum. Klínískar tilraunir eru notaðar til að meta áhrif nýrra lyfja og meðferða á sjúklinga, og þær skiptast í fjögur stig. Á fyrsta stigi er 20-80 heilbrigðum einstaklingum gefið lyfið í tilraunaskyni og fylgst með þeim, meðal annars til að athuga í hvaða magni skuli gefa lyfið. Í næstu skrefum er hópurinn sem prófar lyfið stækkaður, aðrar aðferðir notaðar og frekar fylgst með áhrifum. Þessi fjögur skref geta tekið allmörg ár.

Getnaðarvörnin sem um ræðir er testósterónblanda sem platar karllíkamann rétt eins og pillan sem konur nota nú þegar platar líkama þeirra. Lyfið lætur líkamann halda að hann hafi framleitt nægilegt magn af testósteróni, sem er mikilvægt við sæðismyndun, og hindrar þannig áframhaldandi myndun sáðfruma. Sáðfrumumyndun kemst í eðlilegt horf 6 til 12 mánuðum eftir að meðferð er hætt. Menn sem hafa tekið lyfið í ár hafa fengið fulla frjósemi eftir að notkun þess var hætt og nokkrir eignast börn. Tilraunir með þessi lyf eru hins vegar ekki langt á veg komnar og langtímaaukaverkanir ekki ljósar.



Tilraunir eru í gangi með hormónagetnaðarvörn fyrir karla, bæði í formi pillu og sprautu, en óvíst er hvort og hvenær hún kemst á almennan markað.

Ein hormónaaðferðin sem tilraunir hafa verið gerðar með er gjöf á testósteróni einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði. Þetta minnkar magn sáðfruma í flestum tilfellum en þó ekki öllum. Áhugavert er að testósterón virðist hafa meiri áhrif á asíska menn en bandaríska, evrópska eða ástralska. Vegna þessa hefur verið reynt að blanda við testósterónið efni sem er mótlyf (e. antagonist) við losunarþátt stýrihormóns kynkirtla (e. gonadotropin-releasing hormone - efni sem örvar kynkirtla) en þetta efni hamlar myndun annars hormóns sem er mikilvægt við sæðisfrumumyndun. Önnur blanda sem verið er að prófa er testósterón og prógestín- hormón og hafa tilraunir með hana gengið vel. Einnig er til plástur með norplant II (norplant er nafn á getnaðarvörn fyrir konur sem komið er fyrir undir húð) sem notaður er samhliða testósterónsprautu.

Fyrir tilviljun uppgötvuðu breskir vísindamenn að lyf við erfðasjúkdómi sem kallast Gaucher getur verkað sem hormónalaus getnaðarvörn fyrir karla þar sem það afmyndar sæðið þannig að það getur ekki frjóvgað eggið. Hormónalaus getnaðarvörn hefur þann kost að hún veldur ekki neinum aukaverkunum frá testósteróni á skapgerð og kynhvöt. Það mælir einnig á móti notkun testósteróns að sýnt hefur verið fram á að HDL-kólesteról eða „góða kólesterólið“ minnkar við notkun þess. Aftur á móti hefur dregið umtalsvert úr þessum aukaverkunum testósteróns ef litlum skömmtum af levonorgertrel (sem er ákveðið form af hormóninu prógesterón) er bætt í nýrri hormónablöndur sem reyndar hafa verið.

Loks má nefna að nýtt prótín sem kallast Bin1b hefur fundist í eistnalyppum. Uppbygging þess er lík uppbyggingu svokallaðra defensína en það eru peptíð í líkama okkar sem berjast við bakteríur og vírusa en valda auk þess hreyfingarleysi hjá sáðfrumum og hindra að egg geti fest í legveggnum. Vonir standa til þess að í framtíðinni megi þróa þetta í getnaðarvörn og vörn gegn smitsjúkdómum. Slíkt er enn sem komið er fjarlægur draumur en áhugavert verður að fylgjast með framgangi mála.

Heimildir og myndir:...