Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Duga smokkar alltaf?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Talið er að mesta öryggi smokka sé 98% séu þeir rétt notaðir en líkur á þungun aukast ef þeir eru ekki notaðir samkvæmt leiðbeiningum.

Smokkar, eða einhvers konar slíður til að setja á getnaðarlim og varna þungun, hafa þekkst í margar aldar eins og lesa má um í svari Sóleyjar Bendar við spurningunni Hvenær var smokkurinn fundinn upp? Fjöldaframleiðsla á smokkum hófst þó ekki fyrr en á síðustu 5 áratugum og þá fyrst varð smokkurinn það ódýr að allir eiga hafa efni á þessari getnaðarvörn.

Áður fyrr einkenndist viðhorf til smokka af feimni og vandræðagangi en það hefur að miklu leyti breyst. Þeir eru getnaðarvörn en þar að auki veita smokkar vörn gegn kynsjúkdómum. Meðal annarra kosta smokka má nefna að auðvelt er að nálgast þá í apótekum og mörgum verslunum, notkun þeirra getur dregið úr líkum á leghálskrabbameini, þeir hafa ekki áhrif á starfsemi líkamans eins og til dæmis hormónagetnaðarvarnir og aðeins þarf að nota þá á meðan á samförum stendur, ólíkt til dæmis lykkjunni.



Með réttri notkun eru smokkar tiltölulega örugg getnaðarvörn og vörn gegn kynsjúkdómum.

Helstu gallar smokka eru að þeir geta rifnað eða runnið af limnum, sérstaklega ef leiðbeiningum um notkun er ekki fylgt. Einnig getur gúmmíið í þeim valdið ertingu en þá er hægt að nota smokka úr öðru efni.

Rétt notkun smokka felur í sér að þeir eru notaðir við hver kynmök frá byrjun til enda og rofna hvorki né renna af í lokin. Gæta þarf þess að skemma smokkinn ekki fyrir notkun með því að rífa hann eða bíta í hann þar sem sæðisfrumur geta smogið gegnum örsmá göt. Smokknum þarf að rúlla á getnaðarliminn áður en hann snertir sköp konunnar þar sem sæði getur verið í þvagrás karlmannsins áður en sáðlát verður.

Þegar maðurinn hefur fengið fullnægingu í smokkinn á að taka liminn strax út. Ef samförum er haldið áfram eftir sáðlos sullast sæðið fljótlega upp úr smokknum og eins er hætt er við að hann renni af þegar limurinn er dreginn út. Til þess að hindra að smokkurinn renni af er mikilvægt að halda við hann þegar limurinn er tekinn út úr leggöngunum.

Þegar búið er að fjarlægja smokkinn af limnum er best er að binda hnút á hann að ofan og þrýsta létt á hann til að ganga úr skugga um að hann sé ennþá loftþéttur.

Mælt er með notkun sæðisdrepandi efnis til þess að auka öryggi smokka.

Áhugasömum lesendum má benda á að skoða svar Berglindar Júlíusdóttur við spurningunni Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?

Mynd: Úr bæklingi Dept. of Health & Human Services um smokka á heimasíðu Fronske Health Center.

Svar þetta er byggt á umfjöllun um smokka á Doktor.is og bæklingnum Leiðbeiningar um getnaðarvarnir sem Landlæknisembættið gefur út og er að finna á heimasíðu þess.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.9.2005

Spyrjandi

Jóhanna Birna, f. 1992

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Duga smokkar alltaf?“ Vísindavefurinn, 2. september 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5238.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 2. september). Duga smokkar alltaf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5238

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Duga smokkar alltaf?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5238>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Duga smokkar alltaf?
Talið er að mesta öryggi smokka sé 98% séu þeir rétt notaðir en líkur á þungun aukast ef þeir eru ekki notaðir samkvæmt leiðbeiningum.

Smokkar, eða einhvers konar slíður til að setja á getnaðarlim og varna þungun, hafa þekkst í margar aldar eins og lesa má um í svari Sóleyjar Bendar við spurningunni Hvenær var smokkurinn fundinn upp? Fjöldaframleiðsla á smokkum hófst þó ekki fyrr en á síðustu 5 áratugum og þá fyrst varð smokkurinn það ódýr að allir eiga hafa efni á þessari getnaðarvörn.

Áður fyrr einkenndist viðhorf til smokka af feimni og vandræðagangi en það hefur að miklu leyti breyst. Þeir eru getnaðarvörn en þar að auki veita smokkar vörn gegn kynsjúkdómum. Meðal annarra kosta smokka má nefna að auðvelt er að nálgast þá í apótekum og mörgum verslunum, notkun þeirra getur dregið úr líkum á leghálskrabbameini, þeir hafa ekki áhrif á starfsemi líkamans eins og til dæmis hormónagetnaðarvarnir og aðeins þarf að nota þá á meðan á samförum stendur, ólíkt til dæmis lykkjunni.



Með réttri notkun eru smokkar tiltölulega örugg getnaðarvörn og vörn gegn kynsjúkdómum.

Helstu gallar smokka eru að þeir geta rifnað eða runnið af limnum, sérstaklega ef leiðbeiningum um notkun er ekki fylgt. Einnig getur gúmmíið í þeim valdið ertingu en þá er hægt að nota smokka úr öðru efni.

Rétt notkun smokka felur í sér að þeir eru notaðir við hver kynmök frá byrjun til enda og rofna hvorki né renna af í lokin. Gæta þarf þess að skemma smokkinn ekki fyrir notkun með því að rífa hann eða bíta í hann þar sem sæðisfrumur geta smogið gegnum örsmá göt. Smokknum þarf að rúlla á getnaðarliminn áður en hann snertir sköp konunnar þar sem sæði getur verið í þvagrás karlmannsins áður en sáðlát verður.

Þegar maðurinn hefur fengið fullnægingu í smokkinn á að taka liminn strax út. Ef samförum er haldið áfram eftir sáðlos sullast sæðið fljótlega upp úr smokknum og eins er hætt er við að hann renni af þegar limurinn er dreginn út. Til þess að hindra að smokkurinn renni af er mikilvægt að halda við hann þegar limurinn er tekinn út úr leggöngunum.

Þegar búið er að fjarlægja smokkinn af limnum er best er að binda hnút á hann að ofan og þrýsta létt á hann til að ganga úr skugga um að hann sé ennþá loftþéttur.

Mælt er með notkun sæðisdrepandi efnis til þess að auka öryggi smokka.

Áhugasömum lesendum má benda á að skoða svar Berglindar Júlíusdóttur við spurningunni Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?

Mynd: Úr bæklingi Dept. of Health & Human Services um smokka á heimasíðu Fronske Health Center.

Svar þetta er byggt á umfjöllun um smokka á Doktor.is og bæklingnum Leiðbeiningar um getnaðarvarnir sem Landlæknisembættið gefur út og er að finna á heimasíðu þess....