Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var smokkurinn fundinn upp?

Sóley S. Bender

Óvíst er hvenær smokkurinn var fyrst fundinn upp. Þó er víst að ýmsir hlutir hafa verið notaðir í aldanna rás til að þekja getnaðarlimi í þeim tilgangi að vernda gegn þungun og sýkingum og til skrauts og örvunar. Nokkurs konar slíður til að setja á getnaðarlim var notað af egypskum karlmönnum um 1350 fyrir Krist. Óvíst er um tilgang notkunarinnar en talið er að það hafi verið ætlað til skrauts.

Árið 1564 lýsti ítalski líffærafræðingurinn Fallopius slíðri úr hör. Fljótlega fylgdu í kjölfarið slíður úr dýragörn. Það var ekki fyrr en á 18. öldinni sem farið var að nefna þessi slíður smokka. Upp úr 1840 var svo farið að framleiða smokka úr gúmmíi en um 1930 kom fram nýtt gúmmíkennt plastefni, latex, sem þótti henta betur (Robertson, 1990; Hatcher, o.fl., 1990; Everett, 1998).

Heimildir:

Everett, S. (1998). Handbook of contraception and family planning. London: Bailliére Tindall.

Hatcher, R.A., Stewart, F., Trussell, J., Kowal, D., Guest, F., Stewart, G.K. og Cates, W. (1990). Contraceptive technology. New York: Irvington Publishers, Inc.

Robertson, W.H. (1990). An illustrated history of contraception. New Jersey: The Parthenon Publishing Group.


Mynd: HB

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

6.10.2000

Spyrjandi

Óskar Arnórsson, f. 1984

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Hvenær var smokkurinn fundinn upp?“ Vísindavefurinn, 6. október 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=981.

Sóley S. Bender. (2000, 6. október). Hvenær var smokkurinn fundinn upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=981

Sóley S. Bender. „Hvenær var smokkurinn fundinn upp?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=981>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var smokkurinn fundinn upp?
Óvíst er hvenær smokkurinn var fyrst fundinn upp. Þó er víst að ýmsir hlutir hafa verið notaðir í aldanna rás til að þekja getnaðarlimi í þeim tilgangi að vernda gegn þungun og sýkingum og til skrauts og örvunar. Nokkurs konar slíður til að setja á getnaðarlim var notað af egypskum karlmönnum um 1350 fyrir Krist. Óvíst er um tilgang notkunarinnar en talið er að það hafi verið ætlað til skrauts.

Árið 1564 lýsti ítalski líffærafræðingurinn Fallopius slíðri úr hör. Fljótlega fylgdu í kjölfarið slíður úr dýragörn. Það var ekki fyrr en á 18. öldinni sem farið var að nefna þessi slíður smokka. Upp úr 1840 var svo farið að framleiða smokka úr gúmmíi en um 1930 kom fram nýtt gúmmíkennt plastefni, latex, sem þótti henta betur (Robertson, 1990; Hatcher, o.fl., 1990; Everett, 1998).

Heimildir:

Everett, S. (1998). Handbook of contraception and family planning. London: Bailliére Tindall.

Hatcher, R.A., Stewart, F., Trussell, J., Kowal, D., Guest, F., Stewart, G.K. og Cates, W. (1990). Contraceptive technology. New York: Irvington Publishers, Inc.

Robertson, W.H. (1990). An illustrated history of contraception. New Jersey: The Parthenon Publishing Group.


Mynd: HB...