Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hið örugga tímabil kvenna til?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Spurningin í heild sinni hjóðar svona:
Er hið „örugga“ tímabil kvenna til? Það tímabil sem öruggara er að stunda kynlíf án getnaðarvarna en annarr.

Svokallaðir „öruggir dagar“ (e. rhythm method eða fertility awareness method) eru meðal margra aðferða sem notaðar hafa verið til að koma í veg fyrir getnað. Slíkar aðferðir miðast ýmist við að sneiða hjá samförum í kringum egglos, enda þurfa samfarir að eiga sér stað nokkuð nálægt þeim viðburði í tíðahring konu ef getnaður á að geta átt sér stað, eða að nota getnaðarvarnir á borð við smokka kringum egglos.



Aðferðin felst í því að giska á hvenær kona er frjósömust og er almennt miðað við tímabilið stuttu fyrir egglos, egglosið sjálft og rétt á eftir egglosi. Til að komast að því hvenær þetta tímabil er í tíðahring konu er hægt að notast við dagatal, hitamæli, skoðun á leggangaslími eða sérstakan egglosmæli sem greinir egglos. Síðan þarf að forðast að hafa samfarir án getnaðarvarna þar til þessu frjósemistímabili er lokið. Rétt er að taka fram að það að átta sig á breytingum á slími og stöðu leghálsins er varla á færi annarra en fullorðinna kvenna sem þekkja eigin líkama vel.

Þegar metið er hversu örugg þessi getnaðarvörn er, er oft notast við tvær viðmiðanir. Ef litið er fyrst á þá sem nota aðferðina á hárréttan hátt í heilt ár verða samt 10 konur af hverjum 100 barnshafandi, það er þungunartíðnin er 10%. Aftur á móti er dæmigerð notkun þessarar aðferðar ekki fullkomin og er algeng þungunartíðni 25%.



„Öruggir dagar“ eru því ekki örugg getnaðarvörn. Það er oft mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær kona/stúlka er frjósöm. Getnaður getur átt sér stað í kjölfar samfara allt að 6 dögum fyrir áætlað egglos og í einn til tvo daga eftir egglos. Það er sérlega erfitt að spá fyrir um hvenær egglos er hjá ungum stúlkum þar sem tíðahringur þeirra er oft óreglulegur og því getur frjósemistímabilið verið breytilegt milli tíðahringja. Annar óvissuþáttur er hversu lengi sáðfrumur geta lifað í eggrásum og hreinlega beðið eftir að egglos verði.

Af þessu sést að ekki borgar sig að stóla á þessa aðferð eina saman sé ætlunin að forðast ótímabæra þungun. Eins má benda á að þessi aðferð veitir enga vörn gegn kynsjúkdómum. Til þess að verjast þeim verður að nota smokk.

Á www.femin.is má lesa meira um „örugga daga“.

Heimild:

Myndir: The University of Chicago - The Division of Biological Sciences

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2003

Spyrjandi

Egill Andri Bollason

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hið örugga tímabil kvenna til?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3244.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 17. mars). Er hið örugga tímabil kvenna til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3244

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hið örugga tímabil kvenna til?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3244>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hið örugga tímabil kvenna til?
Spurningin í heild sinni hjóðar svona:

Er hið „örugga“ tímabil kvenna til? Það tímabil sem öruggara er að stunda kynlíf án getnaðarvarna en annarr.

Svokallaðir „öruggir dagar“ (e. rhythm method eða fertility awareness method) eru meðal margra aðferða sem notaðar hafa verið til að koma í veg fyrir getnað. Slíkar aðferðir miðast ýmist við að sneiða hjá samförum í kringum egglos, enda þurfa samfarir að eiga sér stað nokkuð nálægt þeim viðburði í tíðahring konu ef getnaður á að geta átt sér stað, eða að nota getnaðarvarnir á borð við smokka kringum egglos.



Aðferðin felst í því að giska á hvenær kona er frjósömust og er almennt miðað við tímabilið stuttu fyrir egglos, egglosið sjálft og rétt á eftir egglosi. Til að komast að því hvenær þetta tímabil er í tíðahring konu er hægt að notast við dagatal, hitamæli, skoðun á leggangaslími eða sérstakan egglosmæli sem greinir egglos. Síðan þarf að forðast að hafa samfarir án getnaðarvarna þar til þessu frjósemistímabili er lokið. Rétt er að taka fram að það að átta sig á breytingum á slími og stöðu leghálsins er varla á færi annarra en fullorðinna kvenna sem þekkja eigin líkama vel.

Þegar metið er hversu örugg þessi getnaðarvörn er, er oft notast við tvær viðmiðanir. Ef litið er fyrst á þá sem nota aðferðina á hárréttan hátt í heilt ár verða samt 10 konur af hverjum 100 barnshafandi, það er þungunartíðnin er 10%. Aftur á móti er dæmigerð notkun þessarar aðferðar ekki fullkomin og er algeng þungunartíðni 25%.



„Öruggir dagar“ eru því ekki örugg getnaðarvörn. Það er oft mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær kona/stúlka er frjósöm. Getnaður getur átt sér stað í kjölfar samfara allt að 6 dögum fyrir áætlað egglos og í einn til tvo daga eftir egglos. Það er sérlega erfitt að spá fyrir um hvenær egglos er hjá ungum stúlkum þar sem tíðahringur þeirra er oft óreglulegur og því getur frjósemistímabilið verið breytilegt milli tíðahringja. Annar óvissuþáttur er hversu lengi sáðfrumur geta lifað í eggrásum og hreinlega beðið eftir að egglos verði.

Af þessu sést að ekki borgar sig að stóla á þessa aðferð eina saman sé ætlunin að forðast ótímabæra þungun. Eins má benda á að þessi aðferð veitir enga vörn gegn kynsjúkdómum. Til þess að verjast þeim verður að nota smokk.

Á www.femin.is má lesa meira um „örugga daga“.

Heimild:

Myndir: The University of Chicago - The Division of Biological Sciences...