Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má baða hunda og þá hve oft?

Vala Hauksdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir

Já, það má baða hunda, og suma þarf meira að segja að baða mjög reglulega! Það er misjafnt eftir tegundum hversu oft þarf að baða þá. Hunda sem fara ekki úr hárum, til dæmis púðluhunda (e. poodle) og silky terrier, þarf að baða mjög reglulega, jafnvel vikulega, með sérstöku hundasjampói. Þetta á sérstaklega við ef um sýningarhunda er að ræða. Það þarf einnig að klippa reglulega þá hunda sem ekki fara úr hárum. Þá er ráðlagt að fara til hundasnyrtis, sérstaklega í fyrstu skiptin.

Gott er að byrja að baða hunda strax sem hvolpa svo þeir venjist ferlinu og auðveldara verði að eiga við þá þegar þeir eru orðnir eldri. Á síðunni hvuttar.net er að finna góðar leiðbeiningar um hvernig best er að baða hunda.

Hundar hafa lengi lifað í samvistum við manninn og eru þeir honum háðir að nánast öllu leiti. Líkt og með aðrar lifandi verur er mikil vinna fólgin í því að hugsa um hunda. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hundar þurfa mikla athygli og umönnun og þarfir þeirra falla ekki alltaf vel að þörfum okkar mannanna. Það er því nauðsynlegt að kynna sér vel umhirðu hunda og gera sér grein fyrir mismunandi þörfum ólíkra hundakynja áður en maður fær sér hund.

Einn mikilvægasti tíminn fyrir hunda eru fyrstu 5 vikurnar í lífi þeirra. Á þessum tíma eru þeir móttækilegir fyrir lærdómi sem mun móta hegðun þeirra á lífsleiðinni, en það er á þessum tíma sem þeir læra að umgangast og skilja aðra hunda og okkur mannfólkið. Það er því mikilvægt að fólk sé vel undirbúið þegar það tekur að sér hvolp og hafi kynnt sér hvað þarf til að bæði hundi og mönnum líði vel.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um hunda, til dæmis þessi::

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.


Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

23.6.2006

Spyrjandi

Halla Ómarsdóttir

Tilvísun

Vala Hauksdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Má baða hunda og þá hve oft?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6031.

Vala Hauksdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 23. júní). Má baða hunda og þá hve oft? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6031

Vala Hauksdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Má baða hunda og þá hve oft?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6031>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má baða hunda og þá hve oft?
Já, það má baða hunda, og suma þarf meira að segja að baða mjög reglulega! Það er misjafnt eftir tegundum hversu oft þarf að baða þá. Hunda sem fara ekki úr hárum, til dæmis púðluhunda (e. poodle) og silky terrier, þarf að baða mjög reglulega, jafnvel vikulega, með sérstöku hundasjampói. Þetta á sérstaklega við ef um sýningarhunda er að ræða. Það þarf einnig að klippa reglulega þá hunda sem ekki fara úr hárum. Þá er ráðlagt að fara til hundasnyrtis, sérstaklega í fyrstu skiptin.

Gott er að byrja að baða hunda strax sem hvolpa svo þeir venjist ferlinu og auðveldara verði að eiga við þá þegar þeir eru orðnir eldri. Á síðunni hvuttar.net er að finna góðar leiðbeiningar um hvernig best er að baða hunda.

Hundar hafa lengi lifað í samvistum við manninn og eru þeir honum háðir að nánast öllu leiti. Líkt og með aðrar lifandi verur er mikil vinna fólgin í því að hugsa um hunda. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hundar þurfa mikla athygli og umönnun og þarfir þeirra falla ekki alltaf vel að þörfum okkar mannanna. Það er því nauðsynlegt að kynna sér vel umhirðu hunda og gera sér grein fyrir mismunandi þörfum ólíkra hundakynja áður en maður fær sér hund.

Einn mikilvægasti tíminn fyrir hunda eru fyrstu 5 vikurnar í lífi þeirra. Á þessum tíma eru þeir móttækilegir fyrir lærdómi sem mun móta hegðun þeirra á lífsleiðinni, en það er á þessum tíma sem þeir læra að umgangast og skilja aðra hunda og okkur mannfólkið. Það er því mikilvægt að fólk sé vel undirbúið þegar það tekur að sér hvolp og hafi kynnt sér hvað þarf til að bæði hundi og mönnum líði vel.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um hunda, til dæmis þessi::

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.


Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

...