Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?

ÞV

Hundar eru á margan hátt hættulegri og varasamari dýr en kettir. Hundar eiga það til að bíta fólk og bit þeirra getur verið býsna hættulegt vegna þess að það getur flutt með sér sjúkdóm sem nefnist hundaæði (rabies á erlendum málum). Það er bráður veirusjúkdómur í heila og getur lagst á öll dýr með heitt blóð. Það er oftast banvænt en hægt að ráða við það með skjótri bólusetningu. Hundaæði getur raunar líka borist með biti katta en það er miklu sjaldgæfara.

Hundar geta líka verið ógnandi við fólk og komið því á óvart. Þó að þetta sé meinlaust gagnvart fullhraustu fólki getur það komið illa við þá sem eru óvanir því eða veilir fyrir með einhverjum hætti, og þá valdið þeim tjóni. Hér þarf að hafa í huga að sá sem þekkir ekki hundinn veit ekki hvernig hann kann að bregðast við áreiti eða hversu langt hann gengur í árás.

Tamningin skiptir auðvitað meginmáli þegar við athugum einstaka hunda að þessu leyti. Í stórborgum erlendis þar sem mikið hundahald hefur verið leyft um áraraðir eru hundarnir yfirleitt þannig tamdir að þeir líta ekki einu sinni upp þegar ókunnugir eiga leið hjá. Hér á landi er þessu hins vegar ekki þannig varið. Og þó að við sjálf þekkjum tiltekinn hund og vitum að hann er hættulaus þurfum við að hafa hugfast að sá sem þekkir hann ekki getur ekki séð annað en að þarna sé bara hundur eins og hver annar.

Ferðir katta eru yfirleitt ekki takmarkaðar með því að hafa þá í tjóðurbandi, heldur eru þeir þá frekar lokaðir inni. Kettir geta auðvitað verið hættulegir og varasamir, bitið og klórað eða borið með sér sýkla, en í fæstum tilvikum mundi tjóðurband breyta neinu um hættuna.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Erla Guðmundsdóttir, f. 1993
Sóley Bára Bergsteinsdóttir, f. 1992

Tilvísun

ÞV. „Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4937.

ÞV. (2005, 25. apríl). Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4937

ÞV. „Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4937>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?
Hundar eru á margan hátt hættulegri og varasamari dýr en kettir. Hundar eiga það til að bíta fólk og bit þeirra getur verið býsna hættulegt vegna þess að það getur flutt með sér sjúkdóm sem nefnist hundaæði (rabies á erlendum málum). Það er bráður veirusjúkdómur í heila og getur lagst á öll dýr með heitt blóð. Það er oftast banvænt en hægt að ráða við það með skjótri bólusetningu. Hundaæði getur raunar líka borist með biti katta en það er miklu sjaldgæfara.

Hundar geta líka verið ógnandi við fólk og komið því á óvart. Þó að þetta sé meinlaust gagnvart fullhraustu fólki getur það komið illa við þá sem eru óvanir því eða veilir fyrir með einhverjum hætti, og þá valdið þeim tjóni. Hér þarf að hafa í huga að sá sem þekkir ekki hundinn veit ekki hvernig hann kann að bregðast við áreiti eða hversu langt hann gengur í árás.

Tamningin skiptir auðvitað meginmáli þegar við athugum einstaka hunda að þessu leyti. Í stórborgum erlendis þar sem mikið hundahald hefur verið leyft um áraraðir eru hundarnir yfirleitt þannig tamdir að þeir líta ekki einu sinni upp þegar ókunnugir eiga leið hjá. Hér á landi er þessu hins vegar ekki þannig varið. Og þó að við sjálf þekkjum tiltekinn hund og vitum að hann er hættulaus þurfum við að hafa hugfast að sá sem þekkir hann ekki getur ekki séð annað en að þarna sé bara hundur eins og hver annar.

Ferðir katta eru yfirleitt ekki takmarkaðar með því að hafa þá í tjóðurbandi, heldur eru þeir þá frekar lokaðir inni. Kettir geta auðvitað verið hættulegir og varasamir, bitið og klórað eða borið með sér sýkla, en í fæstum tilvikum mundi tjóðurband breyta neinu um hættuna....