Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?
Að svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og l...
Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?
Í grískum goðsögum segir frá völundarhúsi á eynni Krít þar sem Mínótáros var geymdur. Hann var maður með nautshöfuð en Pasifae, kona Mínosar konungs á Krít, gat hann með nauti Póseidons, sem Mínos fékk sig ekki til að slátra. Mínos fékk því hugvitsmanninn Dædalos til þess að smíða völundarhús þar sem mannnautið va...
Hvað er glópagull og hvernig verður það til?
Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti v...
Hvers vegna er innflutningur skriðdýra til Íslands bannaður?
Almennt bann hefur ríkt við innflutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar. Bannið byggði upphaflega á alvarlegum sjúkdómstilfellum í fólki af völdum salmonellusmits sem rekja mátti með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra. Árið 1983 kom upp sýking af v...
Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?
Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...
Hvað er maður lengi að fljúga til tunglsins?
Fyrsti mannaði leiðangurinn til að lenda á tunglinu, Apollo 11, lagði af stað frá jörðu 16. júlí 1969. Þremur dögum og tæpum fjórum klukkustundum seinna var hann kominn á braut um tunglið og degi seinna lenti hann á yfirborðinu. Hinir Apollo-leiðangrarnir fimm sem náðu til tunglsins (Apollo 12 og Apollo 14-17)...
Hversu margir simpansar eru til í heiminum núna?
Stofnum simpansa (Pan troglodytes) hefur hnignað verulega á undanförnum áratugum, bæði vegna þess að búsvæðum þeirra hefur verið eytt og vegna ofveiði. Rannsóknir á stofnstærð simpansa á nokkrum stöðum í Vestur-Afríku hafa sýnt að allt að 90% fækkun hefur orðið á aðeins 28 ára tímabili! Þetta á meðal annars við um...
Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma?
Fæðuval refa er mjög breytilegt bæði eftir tegundum og búsvæðum. Dr. Páll Hersteinsson prófessor við Háskóla Íslands hefur gert viðamiklar rannsóknir á íslenska refnum eða melrakkanum (Alopex lagopus) og þá meðal annars skoðað fæðuvistfræði hans. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á sýnum sem safnað var á áru...
Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?
Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...
Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?
Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum. Andhis...
Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?
Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu. Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæ...
Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja?
Reglugerðir Evrópusambandsins banna alla ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveðnar undanþágur eru þó veittar ef inngrip ríkisins er...
Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?
Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja. Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á...
Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? Ef svo er þá hvaða árabil? Ástæða spurningar minnar er sú að amerísk vinkona stendur á því fastar en fótunum að hún hafi fengið háhyrning á Sjávargreifanum fyrir 7 árum síðan. Ég hef aldrei vitað til þess að háhyrningskvó...
Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?
Í lok september 2015 staðfestu vísindamenn hjá NASA að fundist hefði rennandi vatn á Mars. Í raun er þetta ekki ný uppgötvun heldur frekar staðfesting á því sem vísindamenn menn töldu sig hafa greint á myndum fyrir nokkrum árum. Lengi hefur verið vitað að ís er að finna undir yfirborðinu á Mars, bæði á pólunum...