Tegund | Greni nærri sjó | Greni fjarri sjó | ||
Fjöldi | % | Fjöldi | % | |
Fýll | 140 | 37 | 38 | 10 |
Svartfugl | 49 | 13 | 2 | 1 |
Æðarfugl | 41 | 11 | 5 | 1 |
Aðrar endur | 23 | 6 | 29 | 8 |
Mávar | 37 | 10 | 8 | 2 |
Vaðfuglar | 44 | 11 | 69 | 18 |
Rjúpa | 45 | 12 | 102 | 26 |
Gæsir | 14 | 4 | 124 | 32 |
Spörfuglar | 7 | 2 | 68 | 18 |
Ótilgreindir fuglar | 136 | 36 | 105 | 27 |
Ótilgreind egg | 41 | 11 | 38 | 10 |
Hrognkelsi | 49 | 13 | 0 | 0 |
Aðrir fiskara | 14 | 4 | 1 | 0 |
Hreindýr | 0 | 0 | 13 | 3 |
Sauðfé | 50c | 15 | 95d | 24 |
Annaðb | 11 | 3 | 19 | 5 |
Engar fæðuleifar | 17 | 4 | 21 | 5 |
Fæðan getur einnig verið breytileg eftir árstímum. Samkvæmt rannsóknum Páls sem voru gerðar í Ófeigsfirði á Ströndum árin 1978 og 1979 voru sjófuglar 60% af rúmmáli fæðuleifa í saur á vorin og sumrin en á haustin voru sjófuglar komnir niður í 20%. Hins vegar voru hryggleysingjar (krabbadýr, kræklingar og þangflugur) og krækiber mikilvægust á haustin. Refir leggjast stundum á fé eins og er vel þekkt. Oftast eru það unglömb snemma á sumrin en einnig er þekkt að þeir ráðist á stálpuð lömb síðsumars og fullorðið fé á veturna. Þeir leggjast einnig á hræ enda finnast oft lambshræ við greni sérstaklega greni sem eru nærri sauðfjárbýlum þar sem fallþungi lamba er lítill á haustin. Þetta bendir til þess að refirnir leggi helst að velli veikburða lömb á slíkum svæðum. Spyrjanda leikur einnig forvitni á að vita hvort refir éti krumma. Hrafninn er ekki reglubundin fæða melrakkans líkt og æðarfugl, bjargfuglar og rjúpur en vissulega hirðir hann hræ af hrafninum ef hann kemst í það enda er melrakkinn mikill tækifærissinni í fæðuvali eins og kemur fram í töflunni hér að framan. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: Heimild og mynd:
- Páll Hersteinsson (1993): Tófan. Í: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. Landvernd og Hið íslenska náttúrufræðifélag, Reykjavík, bls. 15-48.
- Mynd: Melrakkasetur Íslands. Ljósmyndari ERU. Sótt 15. 3. 2010