Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?

Jón Már Halldórsson

Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja.

Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á sjónarsviðið, svo sem stór augu, smáan vöxt og mikla klifurhæfni, enda vel aðlagaðar að lífi í þéttum regnskógum. Talið er að fyrstu lórurnar hafi komið fram fyrir um 20 milljón árum. Rannsóknir hafa sýnt að letilórur og lemúrar eiga sameiginlegan forföður. Þróunarlegur aðskilnaður þessara tegunda átt sér stað fyrir um 50 milljónum ára, með víðum skekkjumörkum miðað við fyrirliggjandi steingervingagögn.

Letilórur hafa stór augu og þykja „sæt“ eða „krúttleg“ dýr. Letilórur eru eftirsótt gæludýr. Þær þrífast þó illa í haldi manna og verða yfirleitt ekki langlífar, deyja gjarnan vegna sýkinga, blóðleysis, úr næringarskorti eða vegna rangrar meðhöndlunar.

Letilórur eru alætur, þær éta hryggleysingja, smáa fugla, skriðdýr, egg, ávexti og plöntur. Rannsóknir frá síðustu öld á fæðuháttum sunda-letilórunnar á Indónesíu sýnir að 71% fæðu hennar kemur frá plöntum svo sem ávöxtum og 29% er upprunnið úr dýraríkinu.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.5.2015

Spyrjandi

Lísa Mikaela Gunnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2015, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69414.

Jón Már Halldórsson. (2015, 21. maí). Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69414

Jón Már Halldórsson. „Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2015. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69414>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?
Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja.

Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á sjónarsviðið, svo sem stór augu, smáan vöxt og mikla klifurhæfni, enda vel aðlagaðar að lífi í þéttum regnskógum. Talið er að fyrstu lórurnar hafi komið fram fyrir um 20 milljón árum. Rannsóknir hafa sýnt að letilórur og lemúrar eiga sameiginlegan forföður. Þróunarlegur aðskilnaður þessara tegunda átt sér stað fyrir um 50 milljónum ára, með víðum skekkjumörkum miðað við fyrirliggjandi steingervingagögn.

Letilórur hafa stór augu og þykja „sæt“ eða „krúttleg“ dýr. Letilórur eru eftirsótt gæludýr. Þær þrífast þó illa í haldi manna og verða yfirleitt ekki langlífar, deyja gjarnan vegna sýkinga, blóðleysis, úr næringarskorti eða vegna rangrar meðhöndlunar.

Letilórur eru alætur, þær éta hryggleysingja, smáa fugla, skriðdýr, egg, ávexti og plöntur. Rannsóknir frá síðustu öld á fæðuháttum sunda-letilórunnar á Indónesíu sýnir að 71% fæðu hennar kemur frá plöntum svo sem ávöxtum og 29% er upprunnið úr dýraríkinu.

Mynd:

...