Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru apakettir og lemúrar sama dýrið?

Jón Már Halldórsson

Upphafleg spurning er sem hér segir: Hvaða dýr ganga undir nafninu apakettir? Eru það lemúrar? Hvers vegna eru þessum tveimur dýrategundum steypt saman í eitt nafn?

Allir svokallaðir apar og hálfapar tilheyra ættbálki prímata sem telur alls 412 tegundir. Minnsta tegund prímata er lemúrategundin pygmy mouse lemur sem er aðeins 30 grömm að þyngd. Górillur eru langstærstu prímatarnir og getur fullvaxið karldýr orðið um 200 kg að þyngd.

Innan ættbálks prímata eru meðal annars nokkrar ættir frumstæðra apa sem kallast hálfapar. Nokkrir líffræðilegir þættir greina hálfapa frá „hefðbundnum” öpum og má helst nefna nokkra þætti í æxlun þeirra. Hjá öpum er ekki neinn tiltekinn tími ársins sem kvendýrin eru frjó heldur ganga þau í gegnum tíðahring að meðaltali einu sinni í mánuði (líkt og hjá mannfólkinu). Þessi tími er þó breytilegur eftir tegundum. Hálfapar eins og lemúrar og nokkrar aðrar ættir hafa hins vegar ákveðinn fengitíma einu sinni á ári.

Fleiri þættir í líffræði hálfapa benda til þess að þeir hafi komið mun fyrr fram á sjónarsviðið en aðrir apar. Meðal annars er heili þeirra og sjónskyn ekki eins þróað og hjá öpum en þefskynið er mun betra. Vísindamenn telja að fyrstu lemúrarnir hafi komið fram fyrir um 57 miljónum ára; löngu áður en apar komu fram.

Ættin Lemuridae (Lemúrar) er eins og áður segir ein af ættum svokallaðra hálfapa. Aðrar ættir eru meðal annars Indriidae og Daubentoniidae en innan þeirra eru smávaxnar tegundir sem finnast í regnskógum Madagaskar. Einnig má nefna ættina Lorisidae en tegundir innan hennar finnast meðal annars í Afríku og á Sri Lanka. Til lemúraættarinnar teljast 9 tegundir og sú kunnasta er Lemur catta sem býr á Madagaskar.

Samkvæmt „Íslenskri orðabók” í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir nafnorðið apaköttur einfaldlega „api” en vísar ekki endilega til lemúra eða annarra hálfapa. Sennilega vísar nafnorðið apaköttur þó frekar til smávaxinna tegunda apa hvort sem um er að ræða hálfapa eða apa. Aðrar skýringar á apaketti eru meðal annars „hermikráka” eða „flón”.

Skoðið einnig skyld svör:

Sjá apar í lit?

Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?

Heimildir:

Árni Böðvarsson (ritstj.) 1983 (2. útg.), Íslensk orðabók handa skólum og almenningi, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Myndin er fengin af vefsíðunni Lost World Arts.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.4.2001

Spyrjandi

Ásdís Elfarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru apakettir og lemúrar sama dýrið?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1452.

Jón Már Halldórsson. (2001, 2. apríl). Eru apakettir og lemúrar sama dýrið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1452

Jón Már Halldórsson. „Eru apakettir og lemúrar sama dýrið?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1452>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru apakettir og lemúrar sama dýrið?

Upphafleg spurning er sem hér segir: Hvaða dýr ganga undir nafninu apakettir? Eru það lemúrar? Hvers vegna eru þessum tveimur dýrategundum steypt saman í eitt nafn?

Allir svokallaðir apar og hálfapar tilheyra ættbálki prímata sem telur alls 412 tegundir. Minnsta tegund prímata er lemúrategundin pygmy mouse lemur sem er aðeins 30 grömm að þyngd. Górillur eru langstærstu prímatarnir og getur fullvaxið karldýr orðið um 200 kg að þyngd.

Innan ættbálks prímata eru meðal annars nokkrar ættir frumstæðra apa sem kallast hálfapar. Nokkrir líffræðilegir þættir greina hálfapa frá „hefðbundnum” öpum og má helst nefna nokkra þætti í æxlun þeirra. Hjá öpum er ekki neinn tiltekinn tími ársins sem kvendýrin eru frjó heldur ganga þau í gegnum tíðahring að meðaltali einu sinni í mánuði (líkt og hjá mannfólkinu). Þessi tími er þó breytilegur eftir tegundum. Hálfapar eins og lemúrar og nokkrar aðrar ættir hafa hins vegar ákveðinn fengitíma einu sinni á ári.

Fleiri þættir í líffræði hálfapa benda til þess að þeir hafi komið mun fyrr fram á sjónarsviðið en aðrir apar. Meðal annars er heili þeirra og sjónskyn ekki eins þróað og hjá öpum en þefskynið er mun betra. Vísindamenn telja að fyrstu lemúrarnir hafi komið fram fyrir um 57 miljónum ára; löngu áður en apar komu fram.

Ættin Lemuridae (Lemúrar) er eins og áður segir ein af ættum svokallaðra hálfapa. Aðrar ættir eru meðal annars Indriidae og Daubentoniidae en innan þeirra eru smávaxnar tegundir sem finnast í regnskógum Madagaskar. Einnig má nefna ættina Lorisidae en tegundir innan hennar finnast meðal annars í Afríku og á Sri Lanka. Til lemúraættarinnar teljast 9 tegundir og sú kunnasta er Lemur catta sem býr á Madagaskar.

Samkvæmt „Íslenskri orðabók” í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir nafnorðið apaköttur einfaldlega „api” en vísar ekki endilega til lemúra eða annarra hálfapa. Sennilega vísar nafnorðið apaköttur þó frekar til smávaxinna tegunda apa hvort sem um er að ræða hálfapa eða apa. Aðrar skýringar á apaketti eru meðal annars „hermikráka” eða „flón”.

Skoðið einnig skyld svör:

Sjá apar í lit?

Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?

Heimildir:

Árni Böðvarsson (ritstj.) 1983 (2. útg.), Íslensk orðabók handa skólum og almenningi, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Myndin er fengin af vefsíðunni Lost World Arts.

...