Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3474 svör fundust
Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?
Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...
Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?
Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju l...
Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?
Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum. Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra ...
Hvenær gaus Etna síðast?
Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...
Hvað eru möngumyndasögur?
Upphaflega hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á möngum og venjulegum teiknimyndasögum (fyrir utan það að manga er japanskt)? Eins og spyrjandi bendir réttilega á eru möngur (nf. et. manga) japanskar teiknimyndasögur, enda er manga japanska orðið yfir slíkar sögur. Möngur urðu til skömmu eftir lok seinni...
Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?
Upprunalega spurningin var: Getur maður átt tígrisdýr sem gæludýr? Ef svo er væri hægt að treysta þeim? Tígrisdýr geta aldrei verið gæludýr í sama skilningi og fólk heldur hunda eða ketti, auk þess sem yfirvöld myndu aldrei gefa leyfi fyrir slíku hér á landi. Talið er að allt að tíu þúsund tígrisdýr séu ...
Í skandínavískri þjóðtrú koma fyrir verur sem kallast nisse eða tomte. Eru til samsvarandi verur í íslenskri þjóðtrú?
Nissarnir eru afar vinsæl fyrirbæri í skandínavískri þjóðtrú og tengjast sérstaklega jólunum. Þeir eru eins konar húsálfar sem halda aðallega til í útihúsum á bændabýlum og gæta búsins sé vel við þá gert. Þess vegna þarf til dæmis alltaf að gefa þeim jólagraut á jólum. Nissinn með jólagrautinn sinn er orðinn eitt ...
Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?
Upphaflega hljómaði spurningin svo:Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podg...
Hvenær fundust Vestmannaeyjar og hver fann þær?
Í Landnámabók er meðal annars sagt frá því þegar Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóstbróðir hans fóru til Íslands þegar landið var óbyggt:Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur nít...
Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar?
Í grískri goðafræði voru Amasónur þjóðflokkur kvenna. Þær voru mjög færar í bardaga og börðust aðallega með sverðum, bogum og spjótum. Gríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (490 f.Kr. - 425 f.Kr.) sem skrifaði meðal annars um Persastríðin staðsetti landsvæði þeirra við landamæri Skýþíu í Sarmatíu þar se...
Hver var Mídas konungur?
Í grískri goðafræði var Mídas konungur í Frýgíu í Anatólíu eða Litlu-Asíu þar sem Tyrkland er nú. Til eru margar sögur af honum en frægust þeirra er sú sem segir frá því hvernig Mídas öðlaðist þann eiginleika að geta breytt öllu því í gull sem hann snerti. Það atvikaðist þannig að dag einn uppgötvaði Díonýsos sem ...
Hver eru helstu einkenni skriðdýra?
Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...
Hvað éta eðlur og hvernig afla þær sér matar?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum? greinast eðlur í um 3.800 tegundir og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Þær eru mjög breytilegar að stærð, þær minnstu aðeins nokkrir cm en þær stærstu allt að þrír me...
Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar?
Maríubjöllur (Coccinella spp.) eru afar fallegar bjöllur og áberandi skordýr sem vekja jafnan eftirtekt þar sem þær finnast, meðal annars á Íslandi. Þetta eru smáar bjöllur frá 0,8 til 1,8 mm á stærð. Sjöbletta maríubjalla (Coccinella septempunctata), algengasta maríubjallan í Evrópu. Maríubjöllur eru flokka...
Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi? Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýr...