Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var:

Getur maður átt tígrisdýr sem gæludýr? Ef svo er væri hægt að treysta þeim?

Tígrisdýr geta aldrei verið gæludýr í sama skilningi og fólk heldur hunda eða ketti, auk þess sem yfirvöld myndu aldrei gefa leyfi fyrir slíku hér á landi.

Talið er að allt að tíu þúsund tígrisdýr séu í einkaeign víðs vegar um Bandaríkin, en slíkt dýrahald er leyfilegt þar. Það hefur hins vegar skapast mikil umræða um gæludýrahald af þessu tagi vegna atvika sem þar hafa komið upp, en mörg dæmi eru um að dýr séu vanhaldin og eins hafa komið upp tilvik þar sem tígrisdýr hafa stórslasað eða jafnvel drepið eigendur sína.

Frægt atvik kom upp í New York fyrir fáeinum árum þar sem maður var með Bengal-tígrisdýr (Panthera tigris tigris) í þriggja herbergja íbúð sinni. Þegar fréttir bárust af þessu “gæludýrahaldi” var sérsveit lögreglunnar fengin til þess að fjarlægja dýrið. Það er ljóst að miðað við stærð tígrisdýra og náttúruleg heimkynni þeirra er þriggja herbergja íbúð í New York mjög slæmt umhverfi og hefur líklega haft mjög neikvæð áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand dýrsins. Dýr sem sæta slíkri meðferð fara yfirleitt að sýna einkenni ýmissa raskana sem koma yfirleitt fram í ákveðnum ósiðum svo sem síendurteknum hreyfingum.

Síberísk tígrisdýr (Panthera tigris altaica) eru algeng í Bandaríkjunum, bæði í einkaeign og í dýragörðum. Hér má sjá tvö ung dýr í dýragarðinum í San Diego en dýr úr þessum garði hafa leikið mikilvægt hlutverk í verndun villta stofnsins í Austur-Rússlandi.

Til að halda dýr eins og tígrisdýr þarf sérhæft starfsfólk. Slíkt dýrahald er heldur ekki ókeypis en tígrisdýr éta á bilinu 10-20 kg af fersku kjöti daglega og þurfa mjög stórt svæði til að hreyfa sig á.

Í ljósi reynslunnar má svara neitandi þeirri spurningu hvort hægt sé að treysta tígrisdýrum sem eru höfð sem gæludýr. Til eru þó nokkur dæmi um það að fólk hafi orðið fyrir árásum frá tígrisdýrum sem það hefur umgengist frá því þau voru hvolpar. Tígrisdýr eru rándýr og eins og önnur villt dýr geta þau verið stórhættuleg, en mun grynnra er á eðli þeirra en hjá dýrum sem maðurinn hefur ræktað í þúsundir ára. Þau eru ennfremur geysilega öflug og sterk og menn geta enga björg sér veitt, ráðist tígrisdýr á þá.

Fjölmörg svör eru til á Vísindavefnum um tígrisdýr og önnur kattardýr. Nokkur þeirra eru aðgengileg hér fyrir neðan og einnig er hægt að nálgast fleiri með því að smella á efnisorð svarsins eða nota leitarvél Vísindavefsins.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.7.2006

Síðast uppfært

6.4.2020

Spyrjandi

Heiðrún Arna

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6094.

Jón Már Halldórsson. (2006, 28. júlí). Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6094

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6094>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?
Upprunalega spurningin var:

Getur maður átt tígrisdýr sem gæludýr? Ef svo er væri hægt að treysta þeim?

Tígrisdýr geta aldrei verið gæludýr í sama skilningi og fólk heldur hunda eða ketti, auk þess sem yfirvöld myndu aldrei gefa leyfi fyrir slíku hér á landi.

Talið er að allt að tíu þúsund tígrisdýr séu í einkaeign víðs vegar um Bandaríkin, en slíkt dýrahald er leyfilegt þar. Það hefur hins vegar skapast mikil umræða um gæludýrahald af þessu tagi vegna atvika sem þar hafa komið upp, en mörg dæmi eru um að dýr séu vanhaldin og eins hafa komið upp tilvik þar sem tígrisdýr hafa stórslasað eða jafnvel drepið eigendur sína.

Frægt atvik kom upp í New York fyrir fáeinum árum þar sem maður var með Bengal-tígrisdýr (Panthera tigris tigris) í þriggja herbergja íbúð sinni. Þegar fréttir bárust af þessu “gæludýrahaldi” var sérsveit lögreglunnar fengin til þess að fjarlægja dýrið. Það er ljóst að miðað við stærð tígrisdýra og náttúruleg heimkynni þeirra er þriggja herbergja íbúð í New York mjög slæmt umhverfi og hefur líklega haft mjög neikvæð áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand dýrsins. Dýr sem sæta slíkri meðferð fara yfirleitt að sýna einkenni ýmissa raskana sem koma yfirleitt fram í ákveðnum ósiðum svo sem síendurteknum hreyfingum.

Síberísk tígrisdýr (Panthera tigris altaica) eru algeng í Bandaríkjunum, bæði í einkaeign og í dýragörðum. Hér má sjá tvö ung dýr í dýragarðinum í San Diego en dýr úr þessum garði hafa leikið mikilvægt hlutverk í verndun villta stofnsins í Austur-Rússlandi.

Til að halda dýr eins og tígrisdýr þarf sérhæft starfsfólk. Slíkt dýrahald er heldur ekki ókeypis en tígrisdýr éta á bilinu 10-20 kg af fersku kjöti daglega og þurfa mjög stórt svæði til að hreyfa sig á.

Í ljósi reynslunnar má svara neitandi þeirri spurningu hvort hægt sé að treysta tígrisdýrum sem eru höfð sem gæludýr. Til eru þó nokkur dæmi um það að fólk hafi orðið fyrir árásum frá tígrisdýrum sem það hefur umgengist frá því þau voru hvolpar. Tígrisdýr eru rándýr og eins og önnur villt dýr geta þau verið stórhættuleg, en mun grynnra er á eðli þeirra en hjá dýrum sem maðurinn hefur ræktað í þúsundir ára. Þau eru ennfremur geysilega öflug og sterk og menn geta enga björg sér veitt, ráðist tígrisdýr á þá.

Fjölmörg svör eru til á Vísindavefnum um tígrisdýr og önnur kattardýr. Nokkur þeirra eru aðgengileg hér fyrir neðan og einnig er hægt að nálgast fleiri með því að smella á efnisorð svarsins eða nota leitarvél Vísindavefsins.

Mynd:...