Getur maður átt tígrisdýr sem gæludýr? Ef svo er væri hægt að treysta þeim?Tígrisdýr geta aldrei verið gæludýr í sama skilningi og fólk heldur hunda eða ketti, auk þess sem yfirvöld myndu aldrei gefa leyfi fyrir slíku hér á landi. Talið er að allt að tíu þúsund tígrisdýr séu í einkaeign víðs vegar um Bandaríkin, en slíkt dýrahald er leyfilegt þar. Það hefur hins vegar skapast mikil umræða um gæludýrahald af þessu tagi vegna atvika sem þar hafa komið upp, en mörg dæmi eru um að dýr séu vanhaldin og eins hafa komið upp tilvik þar sem tígrisdýr hafa stórslasað eða jafnvel drepið eigendur sína. Frægt atvik kom upp í New York fyrir fáeinum árum þar sem maður var með Bengal-tígrisdýr (Panthera tigris tigris) í þriggja herbergja íbúð sinni. Þegar fréttir bárust af þessu “gæludýrahaldi” var sérsveit lögreglunnar fengin til þess að fjarlægja dýrið. Það er ljóst að miðað við stærð tígrisdýra og náttúruleg heimkynni þeirra er þriggja herbergja íbúð í New York mjög slæmt umhverfi og hefur líklega haft mjög neikvæð áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand dýrsins. Dýr sem sæta slíkri meðferð fara yfirleitt að sýna einkenni ýmissa raskana sem koma yfirleitt fram í ákveðnum ósiðum svo sem síendurteknum hreyfingum.
Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?
Útgáfudagur
28.7.2006
Síðast uppfært
6.4.2020
Spyrjandi
Heiðrún Arna
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6094.
Jón Már Halldórsson. (2006, 28. júlí). Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6094
Jón Már Halldórsson. „Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6094>.