Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?

Árni Freyr Helgason

Upphaflega hljómaði spurningin svo:
Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)
Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podgorica, og er hún einnig höfuðborg landsins. Í henni búa kringum 140.000 manns (miðað við tölur frá 2003). Podgorica merkir 'undir litla fjallinu', en borgin liggur við Gorica-hæð.

Podgorica hefur borið ýmis önnur nöfn. Hún var stofnuð undir nafninu Birziminium og hét svo Ribnica á miðöldum allt til ársins 1326. Þá var skipt yfir í nafnið Podgorica. Á árunum 1946-1992 hét borgin Titograd eftir Josip Broz Tito, leiðtoga Júgóslavíu á þessum tíma. Borgin tók aftur upp eldra nafnið Podgorica árið 1992.

Fáni Svartfjallalands, nýjasta sjálfstæða ríkis í heimi.

Svartfjallaland myndaði ásamt Serbíu Sambandslýðveldið Júgóslavíu árið 1992 eftir fall Sósíalíska sambandslýðveldisins Júgóslavíu (Fyrrum Júgúslavía) árið 1991. Auk þess öðluðust ríkin Makedónía, Slóvenía, Króatía og Bosnía og Herzegóvína sjálfstæði. Árið 2003 var nýtt ríki myndað og nafni Sambandslýðveldisins Júgóslavíu breytt í Serbía og Svartfjallaland en Svartfellingar fengu sjálfstæði árið 2006. Ísland var fyrsta landið í heiminum til að samþykkja sjálfstæði Svartfellinga, og eru Svartfellingar afar þakklátir þeim. Löndin í kringum Svartfjallaland eru Serbía, Króatía, Bosnía og Hersegóvína og Albanía (sjá svar við spurningunni Hvar í Evrópu er Albanía? eftir Margréti Kristjánsdóttur).

Opinbert tungumál í Svartfjallalandi er mállýska úr serbnesku, ljekavian-mállýskan, en hún var tekin upp í stað serbó-króatísku árið 1992. Víða er farið að nefna þetta mál svartfellsku en 21,53% Svartfellinga segjast tala svartfellsku. Önnur mál sem töluð eru í Svartfjallalandi eru mál nágranna þeirra; albanska, bosníska og króatíska.


Þetta svar er eftir nemenda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.7.2007

Síðast uppfært

18.6.2018

Spyrjandi

Agnes Eva Þórarinsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Árni Freyr Helgason. „Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6723.

Árni Freyr Helgason. (2007, 18. júlí). Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6723

Árni Freyr Helgason. „Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6723>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?
Upphaflega hljómaði spurningin svo:

Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)
Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podgorica, og er hún einnig höfuðborg landsins. Í henni búa kringum 140.000 manns (miðað við tölur frá 2003). Podgorica merkir 'undir litla fjallinu', en borgin liggur við Gorica-hæð.

Podgorica hefur borið ýmis önnur nöfn. Hún var stofnuð undir nafninu Birziminium og hét svo Ribnica á miðöldum allt til ársins 1326. Þá var skipt yfir í nafnið Podgorica. Á árunum 1946-1992 hét borgin Titograd eftir Josip Broz Tito, leiðtoga Júgóslavíu á þessum tíma. Borgin tók aftur upp eldra nafnið Podgorica árið 1992.

Fáni Svartfjallalands, nýjasta sjálfstæða ríkis í heimi.

Svartfjallaland myndaði ásamt Serbíu Sambandslýðveldið Júgóslavíu árið 1992 eftir fall Sósíalíska sambandslýðveldisins Júgóslavíu (Fyrrum Júgúslavía) árið 1991. Auk þess öðluðust ríkin Makedónía, Slóvenía, Króatía og Bosnía og Herzegóvína sjálfstæði. Árið 2003 var nýtt ríki myndað og nafni Sambandslýðveldisins Júgóslavíu breytt í Serbía og Svartfjallaland en Svartfellingar fengu sjálfstæði árið 2006. Ísland var fyrsta landið í heiminum til að samþykkja sjálfstæði Svartfellinga, og eru Svartfellingar afar þakklátir þeim. Löndin í kringum Svartfjallaland eru Serbía, Króatía, Bosnía og Hersegóvína og Albanía (sjá svar við spurningunni Hvar í Evrópu er Albanía? eftir Margréti Kristjánsdóttur).

Opinbert tungumál í Svartfjallalandi er mállýska úr serbnesku, ljekavian-mállýskan, en hún var tekin upp í stað serbó-króatísku árið 1992. Víða er farið að nefna þetta mál svartfellsku en 21,53% Svartfellinga segjast tala svartfellsku. Önnur mál sem töluð eru í Svartfjallalandi eru mál nágranna þeirra; albanska, bosníska og króatíska.


Þetta svar er eftir nemenda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...