Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 82 svör fundust
Hver er stærsta borg í heimi og hvað búa margir í borginni?
Gera verður sérstakan fyrirvara um spurningar af þessu tagi vegna þess að niðurstaðan er augljóslega háð því hve mikið af úthverfum er talið með í hverri borg. Hér er fylgt heimild sem tiltekin er í lok svarsins. Ellefu stærstu borgir heims, eftir fólksfjölda innan eiginlegra borgarmarka: 1 Seú...
Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands?
Hér er gert ráð fyrir að þegar spurt er um helstu borgir sé átt við fjölmennustu borgir Frakklands. Höfuðborgin París er fjölmennasta borg Frakklands. Í borginni sjálfri búa tæplega 2,2 milljónir manna. Á Stór-Parísarsvæðinu, það er í París og nágrannasveitarfélögum, búa hins vegar næstum 12 milljónir og er þa...
Hvað tekur um það bil langan tíma að fljúga frá Íslandi til Frakklands?
Þegar ferðatími flugfélaga frá Keflavík til Parísar, höfuðborgar Frakklands, er skoðaður sést að það tekur tæplega 3 klukkustundir og 30 mínútur að fljúga þar á milli. Einnig er hægt að skoða hve langt er á milli Keflavíkur og Parísar og hve hratt farþegaflugvélar fljúga. Hér verður þó að hafa í huga að flugvé...
Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?
Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...
Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Kaupmannahöfn, Versalir og Rúðuborg eru íslenskar þýðingar á heiti erlendra borga. Hver þýddi og hvar má nálgast tæmandi lista yfir slíkar þýðingar?Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi tekið saman "tæmandi" lista yfir íslenskar þýðingar á erlendum borgarheitum. Gagnlegan lis...
Af hverju velja starar að gera hreiður í húsum manna frekar en í trjám?
Starinn (Sturnus vulgaris) er að upplagi klettafugl og verpir í hvers konar klettum, til dæmis hömrum. Eftir að borgir og bæir tóku að byggjast upp í Evrópu notaði starinn þessa nýju vist til landnáms. Starar baða sig í laug. Starinn verpir á húsþökum og í risum um alla Evrópu. Hér á landi verpir hann víða ...
Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?
Armenía er í suðurhluta Kákasus og á landamæri að Georgíu, Aserbaídsjan, Tyrklandi og Íran. Það er minnst Kákasuslandanna, 29.800 km2 að flatarmáli, og jafnframt það þéttbýlasta, með rétt um 100 íbúa á hvern ferkílómetra. Armenía var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur á...
Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?
Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslan...
Hvers vegna er Indland fimm og hálfum tíma á undan en allar aðrar þjóðir í heiminum eru aðallega á sömu mínútunni?
Það er rétt að staðaltími á Indlandi (e. Indian Standard Time) er fimm og hálfum tíma á undan alþjóðlegum staðaltíma eða alheimstíma, táknað UTC +05:30 (UTC er alþjóðleg skammstöfun fyrir alheimstíma). Þótt heimildir segi það ekki berum orðum má reikna með að þetta hafi þótt skynsamlegt viðmið fyrst á annað borð v...
Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?
Upphaflega hljómaði spurningin svo:Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podg...
Hvers konar borgir og byggingar byggðu Mayarnir og voru þær skreyttar á einhvern hátt?
Mayarnir lifðu í borgríkjum sem voru þrautskipulögð. Í miðjunni voru trúarmiðstöðvar, gjarnan píramídar með hofum á toppi, stór torg með minningarsúlum (e. stele) og þá hallir ráðastéttarinnar, allt byggt af steini. Fjær miðjunni komu síðan aðrar byggingar af steini, stjörnuskoðunarturnar, boltaleikvangar og þá hí...
Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?
Machu Picchu er virkisborg í Andesfjöllum er gnæfir yfir Urubambadalnum. Hún er um það bil 80 km fyrir norðan Cuzco sem var hin fornu höfuðborg Inkanna. Machu Picchu liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar í um 2400 metra hæð yfir sjó, um 1000 metrum neðar en Cuzco, og er veðurfar þar mun mildara en í Cuzco. Borgin ...
Hvað geturðu sagt mér um Belgíu, svo sem helstu borgir, trúarbrögð og stjórnarfar?
Belgía er ríki í Vestur-Evrópu. Landið á landamæri að Þýskalandi í vestri, Frakklandi í suðri, Hollandi í norðri og Lúxemborg í vestri en tvö síðastnefndu eru hluti Niðurlanda sem Belgía er einnig hluti af. Dökki bletturinn á myndinni sýnir legu Belgíu í Evrópu. Í Belgíu er þingbundin konungsstjórn og heitir...
Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bráðnun jökla, til dæmis:Eru jöklarnir á Suðurskautslandinu að bráðna? Hvað gerist ef allir jöklar á hnettinum bráðna? Mun heimurinn allur verða undir vatni vegna hækkandi hitastigs í heiminum? Hvenær þá? Hvaða afleiðingar hefði það á Ísland ef allir jöklar ...
Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?
Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København. Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi. Nafnið ...