Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København.

Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi.

Nafnið Bielorussija [hér umritað úr hvítrússnesku] er nafnið á því landi sem við nefnum Hvíta-Rússland. Sama gera til dæmis Danir og Norðmenn sem tala um Hviderusland, Þjóðverjar kalla landið Weiβrussland og fleiri dæmi mætti nefna. Í öllum þessum tilvikum er um þýðingu að ræða. Nafnið Bielorussuija er sett saman úr lýsingarorðinu bielij [umritað] ‛hvítur’ og Russija ‛Rússland’.

Mynd:


Þegar þetta svar birtist á Vísindavefnum í nóvember 2012, var íslenska heitið Hvíta-Rússland nær eingöngu notað um landið. Á síðustu árum hefur orðið breyting þar á og nú er til að mynda heitið Belarús almennt notað í opinberri stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal í utanríkisráðuneytinu og Stjórnarráðinu.[1]

Formlegt heiti landsins er skráð sem Lýðveldið Belarús á vef Stofnunar Árna Magnússonar[2] og þar eru almenn heiti landsins höfð tvö: Hvíta-Rússland og Belarús.

Tilvísanir:
  1. ^ Anna Sigríður Þráinsdóttir og Dagný Hulda Erlendsdóttir, (2022, 22. desember). Heitið Hvíta-Rússland víkur fyrir Belarús. RÚV.is. (Sótt 28.8.2023).
  2. ^ Ríkjaheiti. Stofnun Árna Magnússona í íslenskum fræðum. (Sótt 28.8.2023).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.11.2012

Síðast uppfært

28.8.2023

Spyrjandi

Gunnar Sæmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2012, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63178.

Guðrún Kvaran. (2012, 14. nóvember). Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63178

Guðrún Kvaran. „Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2012. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63178>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?
Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København.

Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi.

Nafnið Bielorussija [hér umritað úr hvítrússnesku] er nafnið á því landi sem við nefnum Hvíta-Rússland. Sama gera til dæmis Danir og Norðmenn sem tala um Hviderusland, Þjóðverjar kalla landið Weiβrussland og fleiri dæmi mætti nefna. Í öllum þessum tilvikum er um þýðingu að ræða. Nafnið Bielorussuija er sett saman úr lýsingarorðinu bielij [umritað] ‛hvítur’ og Russija ‛Rússland’.

Mynd:


Þegar þetta svar birtist á Vísindavefnum í nóvember 2012, var íslenska heitið Hvíta-Rússland nær eingöngu notað um landið. Á síðustu árum hefur orðið breyting þar á og nú er til að mynda heitið Belarús almennt notað í opinberri stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal í utanríkisráðuneytinu og Stjórnarráðinu.[1]

Formlegt heiti landsins er skráð sem Lýðveldið Belarús á vef Stofnunar Árna Magnússonar[2] og þar eru almenn heiti landsins höfð tvö: Hvíta-Rússland og Belarús.

Tilvísanir:
  1. ^ Anna Sigríður Þráinsdóttir og Dagný Hulda Erlendsdóttir, (2022, 22. desember). Heitið Hvíta-Rússland víkur fyrir Belarús. RÚV.is. (Sótt 28.8.2023).
  2. ^ Ríkjaheiti. Stofnun Árna Magnússona í íslenskum fræðum. (Sótt 28.8.2023).
...